Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar 12. mars 2025 13:16 Ég hef orðið margs vísari í samtölum mínum við starfsfólk Háskóla Íslands á undanförnum vikum og mánuðum í aðdraganda rektorskosninga. Það hefur sannarlega glatt mig að verða vitni að þeim eldmóði sem brennur meðal þeirra sem vinna við Háskólann og vilja allra til þess að gera skólann enn betri. Þó er eitt leiðarstef í öllum samtölum sem ég hef átt, hvort sem er við einstaklinga eða hópa akademiskra starfsmanna: Vanfjármögnun. Birtingarmynd hennar er alkunn: fjárvana deildir og námsleiðir innan Háskólans sem bítast um það litla sem í boði er. Þær fáu deildir sem standa betur en aðrar þurfa að vega upp slæma fjármögnun hinna. Þetta gengur augljóslega ekki. Ástandið grefur smátt og smátt og smátt undan öllu starfi skólans. Við vitum að háskólar á Íslandi njóta langtum lægri framlaga en til að mynda háskólar á Norðurlöndum. Það er löngu kominn tími til að Ísland fjármagni háskóla með sama hætti og nágrannaríki okkar. Ég hef talað fyrir því í aðdraganda rektorskosninga að rektor Háskóla Íslands tali skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn margvíslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista og sem aflvaka félagslegs réttlætis, heilbrigðs mannlífs, öflugrar menntunar og efnahagslegrar hagsældar. Það er ekki ofmælt að rektor Háskóla Íslands hefur einstaka stöðu til þess að gæta hagsmuna háskólastigsins gagnvart stjórnvöldum og rödd hans verður að heyrast úti í samfélaginu. Til að tryggja gæði og árangur rannsókna og kennslu við Háskóla Íslands og samkeppnishæfni íslensks háskólasamfélags í heild sinni þurfa framlög til Háskóla Íslands ekki aðeins til að halda lágmarks kennslustarfi gangandi. Háskóli Íslands og ríkisvaldið verða að vinna saman að því að móta framtíðarsýn þar sem sameiginlegur skilningur á mikilvægi öflugra rannsókna og hágæða kennslustarfi er í fyrirrúmi. Rektor Háskóla Íslands leiðir baráttuna fyrir eflingu íslensks rannsókna- og háskólasamfélags. Það er ekki aðeins brýnt að efla innviði skólans, það verður líka að varðveita breidd Háskólans í námi og rannsóknum. Mikilvægasta verkefni rektors á næstu árum er að leitast við að tryggja það viðbótarfjármagn sem nauðsynlegt er til að tryggja gæði skólans. Þetta verkefni vil ég taka að mér. Þess vegna gef ég kost á mér í kjöri til rektors Háskóla Íslands sem fram fer 18. og 19. mars næstkomandi. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Karl Magnússon Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef orðið margs vísari í samtölum mínum við starfsfólk Háskóla Íslands á undanförnum vikum og mánuðum í aðdraganda rektorskosninga. Það hefur sannarlega glatt mig að verða vitni að þeim eldmóði sem brennur meðal þeirra sem vinna við Háskólann og vilja allra til þess að gera skólann enn betri. Þó er eitt leiðarstef í öllum samtölum sem ég hef átt, hvort sem er við einstaklinga eða hópa akademiskra starfsmanna: Vanfjármögnun. Birtingarmynd hennar er alkunn: fjárvana deildir og námsleiðir innan Háskólans sem bítast um það litla sem í boði er. Þær fáu deildir sem standa betur en aðrar þurfa að vega upp slæma fjármögnun hinna. Þetta gengur augljóslega ekki. Ástandið grefur smátt og smátt og smátt undan öllu starfi skólans. Við vitum að háskólar á Íslandi njóta langtum lægri framlaga en til að mynda háskólar á Norðurlöndum. Það er löngu kominn tími til að Ísland fjármagni háskóla með sama hætti og nágrannaríki okkar. Ég hef talað fyrir því í aðdraganda rektorskosninga að rektor Háskóla Íslands tali skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn margvíslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista og sem aflvaka félagslegs réttlætis, heilbrigðs mannlífs, öflugrar menntunar og efnahagslegrar hagsældar. Það er ekki ofmælt að rektor Háskóla Íslands hefur einstaka stöðu til þess að gæta hagsmuna háskólastigsins gagnvart stjórnvöldum og rödd hans verður að heyrast úti í samfélaginu. Til að tryggja gæði og árangur rannsókna og kennslu við Háskóla Íslands og samkeppnishæfni íslensks háskólasamfélags í heild sinni þurfa framlög til Háskóla Íslands ekki aðeins til að halda lágmarks kennslustarfi gangandi. Háskóli Íslands og ríkisvaldið verða að vinna saman að því að móta framtíðarsýn þar sem sameiginlegur skilningur á mikilvægi öflugra rannsókna og hágæða kennslustarfi er í fyrirrúmi. Rektor Háskóla Íslands leiðir baráttuna fyrir eflingu íslensks rannsókna- og háskólasamfélags. Það er ekki aðeins brýnt að efla innviði skólans, það verður líka að varðveita breidd Háskólans í námi og rannsóknum. Mikilvægasta verkefni rektors á næstu árum er að leitast við að tryggja það viðbótarfjármagn sem nauðsynlegt er til að tryggja gæði skólans. Þetta verkefni vil ég taka að mér. Þess vegna gef ég kost á mér í kjöri til rektors Háskóla Íslands sem fram fer 18. og 19. mars næstkomandi. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun