Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar 14. mars 2025 13:03 Fyrir ekki svo löngu ræddi ég við hóp ungmenna um ýmislegt sem hafði drifið á daga þeirra. Uppvaxtarárin geta verið alls konar. Í grunninn eru þetta bara litlar manneskjur sem eru að feta sig í lífinu og mæta ýmsum ógnum og áskorunum. Ég varð hins vegar hissa þegar þau sögðu mér: „Við treystum ekki lögreglunni“. Hvernig stendur á því að þessi hópur hafði komist að svona niðurstöðu hafandi hingað til aldrei haft nein sérstök kynni af lögreglunni. Kannski í mjög einfölduðu máli, hvar læra börnin okkar þetta? Í byrjun vikunnar fannst maður í Gufuneskirkjugarði sem lést skömmu síðar vegna áverka sem honum voru að sögn veittir eftir fjárkúgun og ofbeldi. Af fréttum að dæma tilheyra sakborningar málsins svokölluðum tálbeituhópi, sem stendur saman af ungu fólki sem hafa á undanförnum vikum tekið sér lögin í eigin hendur og útdeilt refsingum í nafni þess sem stundum er kallað hefndarréttlæti (e. vigilante justice). Tilgangurinn er látinn helga meðalið. Afleiðingarnar geta verið hræðilegar - eins og birtist í þessu máli. Í lok vikunnar lýsti Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra, því svo yfir eftir að hafa tapað bótamáli gegn íslenska ríkinu að hún væri „löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum.“ Auðvitað eru þetta tveir aðskildir atburðir en allt verður til úr einhverju. Það skiptir máli hvernig fólk sem á að vita betur talar um réttarkerfið okkar. Þar eru tapsárir ráðherrar síst undanskildir. Dómsmál eru í flestum tilfellum flutt fyrir opnum tjöldum og röksemdir dómstóla birtar opinberlega. Þetta er grundvallarregla í lýðræðisríki sem þjónar þeim tilgang að tryggja gagnsæjan og réttlátan framgang réttvísinnar. Telji ráðherrann sig hafa eitthvað um dómsniðurstöðuna að segja ber honum að gæta þess að tjáningin samræmist stöðu hans í samfélaginu eða einfaldlega leita endurskoðunar með áfrýjun. Palladómar um réttarkerfið í heild sinni frá ráðamönnum þjóðarinnar - sem einhver kann að treysta - grafa undan trausti og geta ýtt undir glundroða. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögmennska Dómstólar Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir ekki svo löngu ræddi ég við hóp ungmenna um ýmislegt sem hafði drifið á daga þeirra. Uppvaxtarárin geta verið alls konar. Í grunninn eru þetta bara litlar manneskjur sem eru að feta sig í lífinu og mæta ýmsum ógnum og áskorunum. Ég varð hins vegar hissa þegar þau sögðu mér: „Við treystum ekki lögreglunni“. Hvernig stendur á því að þessi hópur hafði komist að svona niðurstöðu hafandi hingað til aldrei haft nein sérstök kynni af lögreglunni. Kannski í mjög einfölduðu máli, hvar læra börnin okkar þetta? Í byrjun vikunnar fannst maður í Gufuneskirkjugarði sem lést skömmu síðar vegna áverka sem honum voru að sögn veittir eftir fjárkúgun og ofbeldi. Af fréttum að dæma tilheyra sakborningar málsins svokölluðum tálbeituhópi, sem stendur saman af ungu fólki sem hafa á undanförnum vikum tekið sér lögin í eigin hendur og útdeilt refsingum í nafni þess sem stundum er kallað hefndarréttlæti (e. vigilante justice). Tilgangurinn er látinn helga meðalið. Afleiðingarnar geta verið hræðilegar - eins og birtist í þessu máli. Í lok vikunnar lýsti Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra, því svo yfir eftir að hafa tapað bótamáli gegn íslenska ríkinu að hún væri „löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum.“ Auðvitað eru þetta tveir aðskildir atburðir en allt verður til úr einhverju. Það skiptir máli hvernig fólk sem á að vita betur talar um réttarkerfið okkar. Þar eru tapsárir ráðherrar síst undanskildir. Dómsmál eru í flestum tilfellum flutt fyrir opnum tjöldum og röksemdir dómstóla birtar opinberlega. Þetta er grundvallarregla í lýðræðisríki sem þjónar þeim tilgang að tryggja gagnsæjan og réttlátan framgang réttvísinnar. Telji ráðherrann sig hafa eitthvað um dómsniðurstöðuna að segja ber honum að gæta þess að tjáningin samræmist stöðu hans í samfélaginu eða einfaldlega leita endurskoðunar með áfrýjun. Palladómar um réttarkerfið í heild sinni frá ráðamönnum þjóðarinnar - sem einhver kann að treysta - grafa undan trausti og geta ýtt undir glundroða. Höfundur er lögmaður.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun