Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. mars 2025 12:17 Rababaravalkyrjurnar á Blönduósi, sem standa fyrir stofnfundinum í dag. Þetta eru þær frá vinstri, Björk Bjarnadóttir, Elfa Þöll Grétarsdóttir, Katrín Sif Rúnarsdóttir og Iðunn Vignisdóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til í Kvennaskólanum á Blönduósi í dag því þar verður stofnfundur Rabarbarafélagsins en tilgangur félagsins verður fyrst og fremst að halda sögu rabarbarans og nytjum hans á lofti, ásamt því að halda einu sinni á ári rabarbarahátíð á Blönduósi. Allir, sem vilja vera stofnfélagar Rabarbarafélagsins eru velkomnir á fundinn, sem verður haldin á milli 14:00 og 15:00 í Kvennaskólanum á Blönduósi. Fjórar valkyrjur og miklar rababarakonur standa að stofnun félagsins en það eru þær Elfa Þöll Grétarsdóttir, Björk Bjarnadóttir, Iðunn Vignisdóttir og Katrín Sif Rúnarsdóttir. En hver er tilgangur félagsins, Björk svarar því. „Rababarafélagið er sem sagt félag, sem ætlar að styðja við það að rababarahátíð á Blönduósi sé haldin ár hvert. Við sem sagt héldum hátíð í fyrsta skipti í fyrra 29. júní og þá fengum við um 400 manns til okkar og það gekk svo vel,” segir Björk. Björk segir rabarbara mjög merkilegt fyrirbæri. „Rababarinn er bara mjög merkileg jurt, ég er náttúrulega alltaf með plöntur á heilanum og ef þú sérð rabbabaragarð einhvers staðar þá varð hann til af því að einhver manneskja setti hnausana ofan í jörðina, hann dreifir sér ekki sjálfur. Þannig að það eru miklar sögur tengdar hverjum rabbabaragarði, hver bjó hann til og af hverju en upphaflega kemur hann frá Kína og var ein verðmætasta jurt í heimi og þá var það rótin sem var notuð, ekki þetta hvíta á leggnum, heldur rótin, sem er lengst ofan í jörðinni og er svona gulur svampur eiginlega,” segir Björk. Börn elska rabbabara ekki síður en fullorðna fólkið. Þessi tvö tóku þátt í rababarahátíðinni á Blönduósi síðasta sumar.Aðsend Eins og flestir ef ekki allir ættu að vita er hægt að gera svo margt úr rabarbaranum eins og rabarbarasultu, rabarbaragraut og fleira. Björk hvetur alla, sem hafa tækifæri á að fara að rækta rabarbara í görðum sínum sé þeir ekki til staðar þar í dag. „Já, þetta er svo skemmtileg auðlind af því að hann býður upp á svo margt en þegar hann kom til landsins um 1880 þá fékk fólk loksins eitthvað ferskt, sem gat vaxið upp við húsið og það var hægt að gera eitthvað. Þetta er fjölært grænmeti, eitt af fáum tegundum í heiminum, sem er fjölært grænmeti en flestir líta á þetta, sem ávöxt af því að hann gefur af sér svo sæta afurð, sem maður gerir með sykri og rabarbara,” segir Björk að lokum. Að sjálfsögðu verður haldin rababarahátíð á Blönduósi í sumar en hún verður laugardaginn 28. júní. Rabarbarahátíð fer fram á Blönduósi laugardaginn 28. júní í sumar þar sem boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá.Aðsend Húnabyggð Landbúnaður Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Allir, sem vilja vera stofnfélagar Rabarbarafélagsins eru velkomnir á fundinn, sem verður haldin á milli 14:00 og 15:00 í Kvennaskólanum á Blönduósi. Fjórar valkyrjur og miklar rababarakonur standa að stofnun félagsins en það eru þær Elfa Þöll Grétarsdóttir, Björk Bjarnadóttir, Iðunn Vignisdóttir og Katrín Sif Rúnarsdóttir. En hver er tilgangur félagsins, Björk svarar því. „Rababarafélagið er sem sagt félag, sem ætlar að styðja við það að rababarahátíð á Blönduósi sé haldin ár hvert. Við sem sagt héldum hátíð í fyrsta skipti í fyrra 29. júní og þá fengum við um 400 manns til okkar og það gekk svo vel,” segir Björk. Björk segir rabarbara mjög merkilegt fyrirbæri. „Rababarinn er bara mjög merkileg jurt, ég er náttúrulega alltaf með plöntur á heilanum og ef þú sérð rabbabaragarð einhvers staðar þá varð hann til af því að einhver manneskja setti hnausana ofan í jörðina, hann dreifir sér ekki sjálfur. Þannig að það eru miklar sögur tengdar hverjum rabbabaragarði, hver bjó hann til og af hverju en upphaflega kemur hann frá Kína og var ein verðmætasta jurt í heimi og þá var það rótin sem var notuð, ekki þetta hvíta á leggnum, heldur rótin, sem er lengst ofan í jörðinni og er svona gulur svampur eiginlega,” segir Björk. Börn elska rabbabara ekki síður en fullorðna fólkið. Þessi tvö tóku þátt í rababarahátíðinni á Blönduósi síðasta sumar.Aðsend Eins og flestir ef ekki allir ættu að vita er hægt að gera svo margt úr rabarbaranum eins og rabarbarasultu, rabarbaragraut og fleira. Björk hvetur alla, sem hafa tækifæri á að fara að rækta rabarbara í görðum sínum sé þeir ekki til staðar þar í dag. „Já, þetta er svo skemmtileg auðlind af því að hann býður upp á svo margt en þegar hann kom til landsins um 1880 þá fékk fólk loksins eitthvað ferskt, sem gat vaxið upp við húsið og það var hægt að gera eitthvað. Þetta er fjölært grænmeti, eitt af fáum tegundum í heiminum, sem er fjölært grænmeti en flestir líta á þetta, sem ávöxt af því að hann gefur af sér svo sæta afurð, sem maður gerir með sykri og rabarbara,” segir Björk að lokum. Að sjálfsögðu verður haldin rababarahátíð á Blönduósi í sumar en hún verður laugardaginn 28. júní. Rabarbarahátíð fer fram á Blönduósi laugardaginn 28. júní í sumar þar sem boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá.Aðsend
Húnabyggð Landbúnaður Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira