Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar 17. mars 2025 14:04 Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að setja saman stefnu í öryggis- og varnarmálum Íslands. Í viðtölum við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra hefur komið fram að stefnan muni fjalla um „nauðsynlegan varnarviðbúnað, skipulag og getu sem þurfi að vera til staðar á Íslandi“ og „sjá til þess að hér sé til staðar nauðsynleg þekking, geta og innviðir til að tryggja öryggi Íslands“. Undirritaður vill benda á atriði sem snertir einmitt öryggi þjóðar og getu hennar til að bregðast við óvæntum atburðum hvort sem um er að ræða náttúru eða stríðsvá. Um daginn gerðist það að útvörður vestrænna lýðræðisgilda skrúfaði fyrir bæði hefðbundna hernaðaraðstoð og aðgang að upplýsingum til Úkraínu. Flestir vita sjálfsagt hvað átt er við með því fyrra en það hefur verið áhugavert að heyra sérfræðinga útskýra hvað það þýðir í raun að hafa ekki lengur aðgang að upplýsingum á neyðartímum. Staðan er einfaldlega sú í nútímahernaði að sá sem veit, ræður og sá sem stýrir upplýsingum stjórnar framgangi atburðarásarinnar. Kort eru í dag mikilvæg gögn og koma við sögu í daglegri starfsemi flestra lykilstofnanna íslenska ríkisins. Allur búnaður og þekking til að safna loftmyndum er í dag til á Íslandi og við erum engum utanaðkomandi háð. Það er ekki hægt að tryggja íslensk yfirráð á öflun þessara gagna nema að nota til þess flugvélar með sérhæfðum búnaði. Með hefðbundnum drónum er aðeins hægt að mynda lítil landsvæði og gervitungl eru háð veðurfari auk þess að þeim er stýrt af aðilum sem koma ekki til með að forgangsraða Íslandi hátt ef óvæntir atburðir gerast. Í dag geta Íslendingar brugðist við og myndað stóra hluta landsins með nánast engum fyrirvara og sú geta er einfaldlega hluti af þjóðaröryggi. Á þessu hefur hingað til ríkt takmarkaður skilningur og markvisst verið unnið gegn þessu sjálfstæði. Stofnanir eins og Almannavarnir, Ríkislögreglustjóri, Landhelgisgæslan ofl. verða að hafa aðgang að nákvæmum loftmyndum og hæðargögnum ef óvæntir atburðir gerast en eins og staðan er í dag er ekkert sem tryggir þann aðgang. Þvert á móti hafa verið teknar ákvarðanir undanfarin ár að leggja niður alla þekkingu og tækjabúnað sem til er á Íslandi á þessu sviði og afmá þannig yfir 30 ára sögu fjarkönnunar á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Loftmynda ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Almannavarnir Lögreglumál Utanríkismál Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að setja saman stefnu í öryggis- og varnarmálum Íslands. Í viðtölum við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra hefur komið fram að stefnan muni fjalla um „nauðsynlegan varnarviðbúnað, skipulag og getu sem þurfi að vera til staðar á Íslandi“ og „sjá til þess að hér sé til staðar nauðsynleg þekking, geta og innviðir til að tryggja öryggi Íslands“. Undirritaður vill benda á atriði sem snertir einmitt öryggi þjóðar og getu hennar til að bregðast við óvæntum atburðum hvort sem um er að ræða náttúru eða stríðsvá. Um daginn gerðist það að útvörður vestrænna lýðræðisgilda skrúfaði fyrir bæði hefðbundna hernaðaraðstoð og aðgang að upplýsingum til Úkraínu. Flestir vita sjálfsagt hvað átt er við með því fyrra en það hefur verið áhugavert að heyra sérfræðinga útskýra hvað það þýðir í raun að hafa ekki lengur aðgang að upplýsingum á neyðartímum. Staðan er einfaldlega sú í nútímahernaði að sá sem veit, ræður og sá sem stýrir upplýsingum stjórnar framgangi atburðarásarinnar. Kort eru í dag mikilvæg gögn og koma við sögu í daglegri starfsemi flestra lykilstofnanna íslenska ríkisins. Allur búnaður og þekking til að safna loftmyndum er í dag til á Íslandi og við erum engum utanaðkomandi háð. Það er ekki hægt að tryggja íslensk yfirráð á öflun þessara gagna nema að nota til þess flugvélar með sérhæfðum búnaði. Með hefðbundnum drónum er aðeins hægt að mynda lítil landsvæði og gervitungl eru háð veðurfari auk þess að þeim er stýrt af aðilum sem koma ekki til með að forgangsraða Íslandi hátt ef óvæntir atburðir gerast. Í dag geta Íslendingar brugðist við og myndað stóra hluta landsins með nánast engum fyrirvara og sú geta er einfaldlega hluti af þjóðaröryggi. Á þessu hefur hingað til ríkt takmarkaður skilningur og markvisst verið unnið gegn þessu sjálfstæði. Stofnanir eins og Almannavarnir, Ríkislögreglustjóri, Landhelgisgæslan ofl. verða að hafa aðgang að nákvæmum loftmyndum og hæðargögnum ef óvæntir atburðir gerast en eins og staðan er í dag er ekkert sem tryggir þann aðgang. Þvert á móti hafa verið teknar ákvarðanir undanfarin ár að leggja niður alla þekkingu og tækjabúnað sem til er á Íslandi á þessu sviði og afmá þannig yfir 30 ára sögu fjarkönnunar á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Loftmynda ehf.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar