Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar 17. mars 2025 14:04 Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að setja saman stefnu í öryggis- og varnarmálum Íslands. Í viðtölum við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra hefur komið fram að stefnan muni fjalla um „nauðsynlegan varnarviðbúnað, skipulag og getu sem þurfi að vera til staðar á Íslandi“ og „sjá til þess að hér sé til staðar nauðsynleg þekking, geta og innviðir til að tryggja öryggi Íslands“. Undirritaður vill benda á atriði sem snertir einmitt öryggi þjóðar og getu hennar til að bregðast við óvæntum atburðum hvort sem um er að ræða náttúru eða stríðsvá. Um daginn gerðist það að útvörður vestrænna lýðræðisgilda skrúfaði fyrir bæði hefðbundna hernaðaraðstoð og aðgang að upplýsingum til Úkraínu. Flestir vita sjálfsagt hvað átt er við með því fyrra en það hefur verið áhugavert að heyra sérfræðinga útskýra hvað það þýðir í raun að hafa ekki lengur aðgang að upplýsingum á neyðartímum. Staðan er einfaldlega sú í nútímahernaði að sá sem veit, ræður og sá sem stýrir upplýsingum stjórnar framgangi atburðarásarinnar. Kort eru í dag mikilvæg gögn og koma við sögu í daglegri starfsemi flestra lykilstofnanna íslenska ríkisins. Allur búnaður og þekking til að safna loftmyndum er í dag til á Íslandi og við erum engum utanaðkomandi háð. Það er ekki hægt að tryggja íslensk yfirráð á öflun þessara gagna nema að nota til þess flugvélar með sérhæfðum búnaði. Með hefðbundnum drónum er aðeins hægt að mynda lítil landsvæði og gervitungl eru háð veðurfari auk þess að þeim er stýrt af aðilum sem koma ekki til með að forgangsraða Íslandi hátt ef óvæntir atburðir gerast. Í dag geta Íslendingar brugðist við og myndað stóra hluta landsins með nánast engum fyrirvara og sú geta er einfaldlega hluti af þjóðaröryggi. Á þessu hefur hingað til ríkt takmarkaður skilningur og markvisst verið unnið gegn þessu sjálfstæði. Stofnanir eins og Almannavarnir, Ríkislögreglustjóri, Landhelgisgæslan ofl. verða að hafa aðgang að nákvæmum loftmyndum og hæðargögnum ef óvæntir atburðir gerast en eins og staðan er í dag er ekkert sem tryggir þann aðgang. Þvert á móti hafa verið teknar ákvarðanir undanfarin ár að leggja niður alla þekkingu og tækjabúnað sem til er á Íslandi á þessu sviði og afmá þannig yfir 30 ára sögu fjarkönnunar á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Loftmynda ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Almannavarnir Lögreglumál Utanríkismál Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að setja saman stefnu í öryggis- og varnarmálum Íslands. Í viðtölum við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra hefur komið fram að stefnan muni fjalla um „nauðsynlegan varnarviðbúnað, skipulag og getu sem þurfi að vera til staðar á Íslandi“ og „sjá til þess að hér sé til staðar nauðsynleg þekking, geta og innviðir til að tryggja öryggi Íslands“. Undirritaður vill benda á atriði sem snertir einmitt öryggi þjóðar og getu hennar til að bregðast við óvæntum atburðum hvort sem um er að ræða náttúru eða stríðsvá. Um daginn gerðist það að útvörður vestrænna lýðræðisgilda skrúfaði fyrir bæði hefðbundna hernaðaraðstoð og aðgang að upplýsingum til Úkraínu. Flestir vita sjálfsagt hvað átt er við með því fyrra en það hefur verið áhugavert að heyra sérfræðinga útskýra hvað það þýðir í raun að hafa ekki lengur aðgang að upplýsingum á neyðartímum. Staðan er einfaldlega sú í nútímahernaði að sá sem veit, ræður og sá sem stýrir upplýsingum stjórnar framgangi atburðarásarinnar. Kort eru í dag mikilvæg gögn og koma við sögu í daglegri starfsemi flestra lykilstofnanna íslenska ríkisins. Allur búnaður og þekking til að safna loftmyndum er í dag til á Íslandi og við erum engum utanaðkomandi háð. Það er ekki hægt að tryggja íslensk yfirráð á öflun þessara gagna nema að nota til þess flugvélar með sérhæfðum búnaði. Með hefðbundnum drónum er aðeins hægt að mynda lítil landsvæði og gervitungl eru háð veðurfari auk þess að þeim er stýrt af aðilum sem koma ekki til með að forgangsraða Íslandi hátt ef óvæntir atburðir gerast. Í dag geta Íslendingar brugðist við og myndað stóra hluta landsins með nánast engum fyrirvara og sú geta er einfaldlega hluti af þjóðaröryggi. Á þessu hefur hingað til ríkt takmarkaður skilningur og markvisst verið unnið gegn þessu sjálfstæði. Stofnanir eins og Almannavarnir, Ríkislögreglustjóri, Landhelgisgæslan ofl. verða að hafa aðgang að nákvæmum loftmyndum og hæðargögnum ef óvæntir atburðir gerast en eins og staðan er í dag er ekkert sem tryggir þann aðgang. Þvert á móti hafa verið teknar ákvarðanir undanfarin ár að leggja niður alla þekkingu og tækjabúnað sem til er á Íslandi á þessu sviði og afmá þannig yfir 30 ára sögu fjarkönnunar á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Loftmynda ehf.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar