Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson skrifar 18. mars 2025 10:16 Inga Sæland félagsmálaráðherra birti á föstudaginn svargrein við grein minni hér á Vísi um fyrirhugaðar breytingar hennar á bótum almannatrygginga. Þar segir ráðherra gjá á milli bótagreiðslna og launa hafa dýpkað og að breytingarnar sem hún leggi til muni leiðrétta það. Raunin er sú að bætur hafa sannarlega haldið í við laun og gott betur, enda er það bundið í lög nú þegar. Fyrirhuguð breyting ráðherra myndi hins vegar þýða að bætur hækki framvegis hraðar en laun. Frá árinu 1997 hefur örorkulífeyrir sjöfaldast á meðan laun skv. launavísitölu hafa sexfaldast. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn á Alþingi þar sem eftirfarandi mynd fylgir með.[i] Þá hafa örorkubætur og ellilífeyrir sexfaldast frá árinu 2000 samkvæmt upplýsingum úr félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, ráðuneytinu sem Inga Sæland fer fyrir.[ii] Yfir sama tímabil hefur launavísitalan ríflega fimmfaldast.[iii] Í báðum tilfellum hafa bætur hækkað um það bil 20% umfram laun, sem er öfugt við það sem ráðherra heldur fram. Þá segir ráðherra að hagur flestra annarra en örorkulífeyrisþega hafi vænkast eftir hrunið og „þegar uppi var staðið jókst kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega aðeins um eitt prósent frá 2009 til 2015, […] á sama tíma og kaupmáttur heildarlauna jókst um 15%“. Ráðherra vísar hér í úttekt sem Hagfræðistofnun vann fyrir Öryrkjabandalagið. Þessi staðhæfing ráðherra og tímabilið sem vísað er til ber merki þess sem nefnist á góðri íslensku kirsuberjatínsla (e. cherry-picking). Annars vegar vegna þess að mikil kaupmáttarskerðing launa vinnandi fólks átti sér stað árin þar á undan. Á milli áranna 2006 og 2009 lækkaði vísitala launa um 7% að raunvirði á meðan örorkulífeyrir hækkaði um 1%. Og hins vegar eru árin 2016 og 2017, þegar bætur voru hækkaðar verulega, undanskilin frá tímabili ráðherrans. Í fjárlagafrumvarpi 2017 segir að „uppsöfnuð hækkun [bóta almannatrygginga] á þessum tveimur árum sé 17,9%.“[1] Samandregið hafa bætur hækkað um 43% að raunvirði frá 2007 til 2024 og vísitala launa hækkað um 42% yfir sama tímabil. Þá hafa bætur hækkað um 20% umfram launavísitölu frá árinu 1997. Ágætt er að taka hér fram að launavísitala mælir einnig aðrar kjarabætur, t.d. styttingu vinnuvikunnar og starfsaldurshækkanir, og hækkar því hraðar en laun skv. kjarasamningum. Gliðnunin sem ráðherra talar um hefur því sannarlega ekki átt sér stað, enda tryggir núverandi löggjöf nú þegar að kjör bótaþega haldi í við laun. Ég setti ekki út á þessa þróun í fyrri grein minni heldur benti á vankanta í fyrirhuguðum breytingum ráðherra. Í dag eru bætur tvítryggðar og taka mið af þróun bæði launa og verðlags. Í áformum ráðherra felst að í stað þess að taka mið af kjarasamningsbundnum hækkunum á vinnumarkaði skuli þess í stað miða við launavísitölu. Ráðherra segir að frumvarpið „[tryggi] öryrkjum og eldra fólki í fyrsta sinn ígildi þess að eiga sæti við borðið“. Með þessu hækka bætur hins vegar sjálfkrafa umfram laun í efnahagslægðum. Um hvort tveggja er fjallað í greinargerð frumvarpsins. Þeir sem þiggja bætur munu þannig sitja framvegis skör ofar en vinnandi fólk. Í greinargerðinni segir einnig að „atvinnuleysisbætur [hafa] oftast tekið sömu hækkunum og bætur almannatrygginga.“ Þannig mun fyrirhuguð breyting ekki aðeins leiða til þess að bætur almannatrygginga hækki hraðar en laun heldur munu atvinnuleysisbætur gera það líka. Hér ættu viðvörunarbjöllur að byrja að hringja. Komi til þess að atvinnuleysisbætur verði hærri en lágmarkslaun eru hvatar til að taka að sér sum störf orðnir neikvæðir. Slíkt fyrirkomulag myndi seint teljast sjálfbært. Ráðherra segist stoltur leggja fram frumvarp sem „stöðvar kjaragliðnun lífeyrisþega og fólks á vinnumarkaði“ en raunin sýnir að þeirri niðurstöðu er þegar náð með núverandi kerfi og gott betur en það. Undirritaður telur að betur færi á því að stuðla að aðgerðum sem auka verðmætasköpun og með því velferð allra. Í þessu ferðalagi ráðherra er betur heima setið en af stað farið. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. [i] Fjármála- og efnahagsráðuneytið (2023). „Svar við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um útreikning launaþróunar.“ Slóð: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/2193.pdf [ii] Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið (2023). „Svar við fyrirspurn frá Vilhjálmi Árnasyni um þróun bóta almannatrygginga.“ Slóð: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0871.pdf [iii] Hagstofa íslands (2024). „Launavísitala, ársmeðaltöl frá árinu 1989“. Slóð: https://hagstofa.is/talnaefni/samfelag/laun-og-tekjur/launavisitala/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Úlfarsson Félagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Inga Sæland félagsmálaráðherra birti á föstudaginn svargrein við grein minni hér á Vísi um fyrirhugaðar breytingar hennar á bótum almannatrygginga. Þar segir ráðherra gjá á milli bótagreiðslna og launa hafa dýpkað og að breytingarnar sem hún leggi til muni leiðrétta það. Raunin er sú að bætur hafa sannarlega haldið í við laun og gott betur, enda er það bundið í lög nú þegar. Fyrirhuguð breyting ráðherra myndi hins vegar þýða að bætur hækki framvegis hraðar en laun. Frá árinu 1997 hefur örorkulífeyrir sjöfaldast á meðan laun skv. launavísitölu hafa sexfaldast. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn á Alþingi þar sem eftirfarandi mynd fylgir með.[i] Þá hafa örorkubætur og ellilífeyrir sexfaldast frá árinu 2000 samkvæmt upplýsingum úr félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, ráðuneytinu sem Inga Sæland fer fyrir.[ii] Yfir sama tímabil hefur launavísitalan ríflega fimmfaldast.[iii] Í báðum tilfellum hafa bætur hækkað um það bil 20% umfram laun, sem er öfugt við það sem ráðherra heldur fram. Þá segir ráðherra að hagur flestra annarra en örorkulífeyrisþega hafi vænkast eftir hrunið og „þegar uppi var staðið jókst kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega aðeins um eitt prósent frá 2009 til 2015, […] á sama tíma og kaupmáttur heildarlauna jókst um 15%“. Ráðherra vísar hér í úttekt sem Hagfræðistofnun vann fyrir Öryrkjabandalagið. Þessi staðhæfing ráðherra og tímabilið sem vísað er til ber merki þess sem nefnist á góðri íslensku kirsuberjatínsla (e. cherry-picking). Annars vegar vegna þess að mikil kaupmáttarskerðing launa vinnandi fólks átti sér stað árin þar á undan. Á milli áranna 2006 og 2009 lækkaði vísitala launa um 7% að raunvirði á meðan örorkulífeyrir hækkaði um 1%. Og hins vegar eru árin 2016 og 2017, þegar bætur voru hækkaðar verulega, undanskilin frá tímabili ráðherrans. Í fjárlagafrumvarpi 2017 segir að „uppsöfnuð hækkun [bóta almannatrygginga] á þessum tveimur árum sé 17,9%.“[1] Samandregið hafa bætur hækkað um 43% að raunvirði frá 2007 til 2024 og vísitala launa hækkað um 42% yfir sama tímabil. Þá hafa bætur hækkað um 20% umfram launavísitölu frá árinu 1997. Ágætt er að taka hér fram að launavísitala mælir einnig aðrar kjarabætur, t.d. styttingu vinnuvikunnar og starfsaldurshækkanir, og hækkar því hraðar en laun skv. kjarasamningum. Gliðnunin sem ráðherra talar um hefur því sannarlega ekki átt sér stað, enda tryggir núverandi löggjöf nú þegar að kjör bótaþega haldi í við laun. Ég setti ekki út á þessa þróun í fyrri grein minni heldur benti á vankanta í fyrirhuguðum breytingum ráðherra. Í dag eru bætur tvítryggðar og taka mið af þróun bæði launa og verðlags. Í áformum ráðherra felst að í stað þess að taka mið af kjarasamningsbundnum hækkunum á vinnumarkaði skuli þess í stað miða við launavísitölu. Ráðherra segir að frumvarpið „[tryggi] öryrkjum og eldra fólki í fyrsta sinn ígildi þess að eiga sæti við borðið“. Með þessu hækka bætur hins vegar sjálfkrafa umfram laun í efnahagslægðum. Um hvort tveggja er fjallað í greinargerð frumvarpsins. Þeir sem þiggja bætur munu þannig sitja framvegis skör ofar en vinnandi fólk. Í greinargerðinni segir einnig að „atvinnuleysisbætur [hafa] oftast tekið sömu hækkunum og bætur almannatrygginga.“ Þannig mun fyrirhuguð breyting ekki aðeins leiða til þess að bætur almannatrygginga hækki hraðar en laun heldur munu atvinnuleysisbætur gera það líka. Hér ættu viðvörunarbjöllur að byrja að hringja. Komi til þess að atvinnuleysisbætur verði hærri en lágmarkslaun eru hvatar til að taka að sér sum störf orðnir neikvæðir. Slíkt fyrirkomulag myndi seint teljast sjálfbært. Ráðherra segist stoltur leggja fram frumvarp sem „stöðvar kjaragliðnun lífeyrisþega og fólks á vinnumarkaði“ en raunin sýnir að þeirri niðurstöðu er þegar náð með núverandi kerfi og gott betur en það. Undirritaður telur að betur færi á því að stuðla að aðgerðum sem auka verðmætasköpun og með því velferð allra. Í þessu ferðalagi ráðherra er betur heima setið en af stað farið. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. [i] Fjármála- og efnahagsráðuneytið (2023). „Svar við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um útreikning launaþróunar.“ Slóð: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/2193.pdf [ii] Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið (2023). „Svar við fyrirspurn frá Vilhjálmi Árnasyni um þróun bóta almannatrygginga.“ Slóð: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0871.pdf [iii] Hagstofa íslands (2024). „Launavísitala, ársmeðaltöl frá árinu 1989“. Slóð: https://hagstofa.is/talnaefni/samfelag/laun-og-tekjur/launavisitala/
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun