Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 19. mars 2025 13:01 Árið 1964 voru sett lög í Bandaríkjunum sem afléttu áralangri aðgreiningu svarts fólks á almenningsklósettum, sundstöðum og drykkjarbrunnum. Fram að þeim tíma þurfti svart fólk verið aðgreint frá öðrum – undir þeim formerkjum að svart fólk væri óæðra og jafnvel hættulegt hvítu fólki. Sömuleiðis var ótti við það að „kynstofnarnir“ blönduðust, en hjónaband milli fólks af mismunandi „kynstofnum“ var ólöglegt til ársins 1967. Í dag finnst flestum slík aðgreining firra í siðmenntuðu samfélagi – og hluti af grimmri meðferð svarts fólks í Bandaríkjunum sem má aldrei endurtaka sig. En í okkar nútíma samfélagi lifir enn angi af þessari hugsun gagnvart öðrum hópum, og finnst sumu fólki það sjálfsagt og réttlætanlegt að útskúfa fólki frá þjónustu, aðgengi að almenningsrýmum og réttinum til hjónabands svo fátt sé nefnt. Aðgreining hinsegin fólks Á Íslandi voru lög um staðfesta samvist samþykkt árið 1996, og síðar voru gerð ein hjúskaparlög árið 2010 þar sem hjónaband varð á milli tveggja einstaklinga, í stað þess að vera eingöngu á milli karls og konu. Það eru því í raun ekki nema 15 ár liðin þar sem hinsegin fólk hefur staðið jafnfætis öðrum þegar kemur að hjónabandi á Íslandi. Árið 2012 tóku í gildi lög sem kváðu á um heilbrigðisþjónustu og lagaleg réttindi trans fólks. Þar fékk trans fólk leyfi til að breyta lagalegu kyni og nafni í Þjóðskrá, og þar er kveðið á um að þau njóti réttinda í samræmi við kynskráningu.Með þessum lögum fékk trans fólk til dæmis rétt til að nota almenningsklósett, sundstaði og aðra þjónustu í samræmi við kynvitund og kynskráningu, burtséð frá því hvort að viðkomandi hafi undirgengist kynstaðfestandi aðgerð eður ei. Enda væri fáránlegt að krefjast þess að fólk undirgangist skurðaðgerðir til þess að njóta sömu sjálfsögðu réttinda og aðrir. Hversdagslegur hinseginleiki En vitaskuld varð trans fólk ekki allt í einu til árið 2012 þegar réttindi þeirra voru fest í lög, og hafa nýtt sér kynjuð rými í samræmi við kynvitund í marga áratugi fyrir það. En ástæða þess að það þótti mikilvægt að festa þetta í lög er af sömu ástæðum og það þótti mikilvægt að banna aðgreiningu svarts fólks í Bandaríkjunum. Vegna þess að það er enn fólk í samfélaginu sem telur slíka aðgreiningu ekki vera siðferðislega ranga. Það finnst þeim þrátt fyrir að samhugur ríki heilbrigðisvísinda, alþjóðastofnanna og sérfræðinga um að velferð þeirra sé bundin við viðurkenningu og að þau geti lifað lífi sínu í samræmi við kynvitund – bæði í félagslegum og lagalegum skilningi. Það kemur mér því alltaf á óvart að fólki finnist það ekki sjálfsagður hlutur að trans fólk nýti þjónustu og rými samræmi við kynvitund. Sér í lagi þar sem við erum tiltölulega lítill hópur – eða kringum 1% af þjóðarúrtaki – og einnig rosa ólíklegt að fólk myndi yfir höfuð taka eftir okkur hvort eð er. Þetta minnir á umræðuna þegar fólk hafði rosalegar áhyggjur af því að þau þyrftu að deila búningsklefum eða klósettum með hommum og lesbíum. Í dag þætti okkur flestum slíkar áhyggjur frekar fáranlegar og sennilega hómófóbískar – og því gefur það auga leið að slíkar áhyggjur varðandi trans fólks byggja á samskonar fordómum og ástæðulausri hræðslu. Ég held því að fólk sem hafi svona miklar áhyggjur af þessu þurfi þess einfaldlega ekki. Ég veit ekki með ykkur, en ég er rosalega lítið að velta fyrir mér öðru fólki í klefanum og líkömum þeirra.Ef þú hittir trans manneskju í sundklefanum þá gerist nefnilega nákvæmlega ekkert. Ég er allavega bara að fara í sturtu, fara í sundbolinn og svo út í laug. Svo syndi ég kannski aðeins ef ég er metnaðarfull, fer í gufuna og hangi svo í heita pottinum og læt mig soðna þar eins og blöðruselur.Frekar hversdagslegt. Ætli ég bara skelli mér ekki í sund á eftir með vinum mínum?Höfundur er reglulegur sundlaugagestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Málefni trans fólks Sundlaugar og baðlón Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Árið 1964 voru sett lög í Bandaríkjunum sem afléttu áralangri aðgreiningu svarts fólks á almenningsklósettum, sundstöðum og drykkjarbrunnum. Fram að þeim tíma þurfti svart fólk verið aðgreint frá öðrum – undir þeim formerkjum að svart fólk væri óæðra og jafnvel hættulegt hvítu fólki. Sömuleiðis var ótti við það að „kynstofnarnir“ blönduðust, en hjónaband milli fólks af mismunandi „kynstofnum“ var ólöglegt til ársins 1967. Í dag finnst flestum slík aðgreining firra í siðmenntuðu samfélagi – og hluti af grimmri meðferð svarts fólks í Bandaríkjunum sem má aldrei endurtaka sig. En í okkar nútíma samfélagi lifir enn angi af þessari hugsun gagnvart öðrum hópum, og finnst sumu fólki það sjálfsagt og réttlætanlegt að útskúfa fólki frá þjónustu, aðgengi að almenningsrýmum og réttinum til hjónabands svo fátt sé nefnt. Aðgreining hinsegin fólks Á Íslandi voru lög um staðfesta samvist samþykkt árið 1996, og síðar voru gerð ein hjúskaparlög árið 2010 þar sem hjónaband varð á milli tveggja einstaklinga, í stað þess að vera eingöngu á milli karls og konu. Það eru því í raun ekki nema 15 ár liðin þar sem hinsegin fólk hefur staðið jafnfætis öðrum þegar kemur að hjónabandi á Íslandi. Árið 2012 tóku í gildi lög sem kváðu á um heilbrigðisþjónustu og lagaleg réttindi trans fólks. Þar fékk trans fólk leyfi til að breyta lagalegu kyni og nafni í Þjóðskrá, og þar er kveðið á um að þau njóti réttinda í samræmi við kynskráningu.Með þessum lögum fékk trans fólk til dæmis rétt til að nota almenningsklósett, sundstaði og aðra þjónustu í samræmi við kynvitund og kynskráningu, burtséð frá því hvort að viðkomandi hafi undirgengist kynstaðfestandi aðgerð eður ei. Enda væri fáránlegt að krefjast þess að fólk undirgangist skurðaðgerðir til þess að njóta sömu sjálfsögðu réttinda og aðrir. Hversdagslegur hinseginleiki En vitaskuld varð trans fólk ekki allt í einu til árið 2012 þegar réttindi þeirra voru fest í lög, og hafa nýtt sér kynjuð rými í samræmi við kynvitund í marga áratugi fyrir það. En ástæða þess að það þótti mikilvægt að festa þetta í lög er af sömu ástæðum og það þótti mikilvægt að banna aðgreiningu svarts fólks í Bandaríkjunum. Vegna þess að það er enn fólk í samfélaginu sem telur slíka aðgreiningu ekki vera siðferðislega ranga. Það finnst þeim þrátt fyrir að samhugur ríki heilbrigðisvísinda, alþjóðastofnanna og sérfræðinga um að velferð þeirra sé bundin við viðurkenningu og að þau geti lifað lífi sínu í samræmi við kynvitund – bæði í félagslegum og lagalegum skilningi. Það kemur mér því alltaf á óvart að fólki finnist það ekki sjálfsagður hlutur að trans fólk nýti þjónustu og rými samræmi við kynvitund. Sér í lagi þar sem við erum tiltölulega lítill hópur – eða kringum 1% af þjóðarúrtaki – og einnig rosa ólíklegt að fólk myndi yfir höfuð taka eftir okkur hvort eð er. Þetta minnir á umræðuna þegar fólk hafði rosalegar áhyggjur af því að þau þyrftu að deila búningsklefum eða klósettum með hommum og lesbíum. Í dag þætti okkur flestum slíkar áhyggjur frekar fáranlegar og sennilega hómófóbískar – og því gefur það auga leið að slíkar áhyggjur varðandi trans fólks byggja á samskonar fordómum og ástæðulausri hræðslu. Ég held því að fólk sem hafi svona miklar áhyggjur af þessu þurfi þess einfaldlega ekki. Ég veit ekki með ykkur, en ég er rosalega lítið að velta fyrir mér öðru fólki í klefanum og líkömum þeirra.Ef þú hittir trans manneskju í sundklefanum þá gerist nefnilega nákvæmlega ekkert. Ég er allavega bara að fara í sturtu, fara í sundbolinn og svo út í laug. Svo syndi ég kannski aðeins ef ég er metnaðarfull, fer í gufuna og hangi svo í heita pottinum og læt mig soðna þar eins og blöðruselur.Frekar hversdagslegt. Ætli ég bara skelli mér ekki í sund á eftir með vinum mínum?Höfundur er reglulegur sundlaugagestur.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun