Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 21. mars 2025 09:31 Á Vísi birtist í gær grein eftir mann sem titlaður er „formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins“. Greinin heitir „Misskilningur frú Sæland“ og fjallar um svör Ingu Sæland félags- og húsnæðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Inni í greininni er líka vísað til ráðherrans sem „frú Sæland“. Þarna er beitt vel þekktri og alveg sérlega ómerkilegri aðferð við að gera lítið úr fólki – að kalla það öðru nafni en venja er eða afbaka nafn þess á einhvern hátt. Á yfirborðinu er „frú Sæland“ vitanlega mjög virðulegt og hátíðlegt en engum blandast hugur um að með þessum titli er verið að tala niður til ráðherrans á einkar ósmekklegan hátt. En því miður er slík misþyrming mannanafna algeng í opinberri umræðu og ekki síst beitt gagnvart konum. Þetta hefur lengi verið sérstaklega áberandi í Morgunblaðinu og og ótrúlegt að slíkt skuli tíðkast í ritstjórnarefni blaðs sem vill láta taka sig alvarlega, en ekki laust við að þar skíni sérkennilegur húmor ritstjórans í gegn. Eitt sinn tóku Staksteinar það eftir bloggara nokkrum að uppnefna formann Viðreisnar og kalla hana Tobbu Kötu. Þetta vakti réttmæta hneykslun margra – það er ótrúlegt að uppnefni skuli enn tíðkast í pólitískri umræðu á Íslandi. En þetta er ekki einsdæmi – fyrrverandi forsætisráðherra var stundum kölluð Kata Jak eða jafnvel Kata litla í opinberri umræðu, Jóhanna Sigurðardóttir var iðulega kölluð Jóka, og svo mætti lengi telja. Með þessu er auðvitað verið að tala niður til fólks – langoftast kvenna – og gera lítið úr því. Annað dæmi má nefna úr umfjöllun Staksteina um viðtal Sigríðar Hagalín Björnsdóttur fréttamanns við Katrínu Jakobsdóttur í þættinum Forystusætið í aðdraganda forsetakosninga í fyrra, þar sem framsetningu Sigríðar var fundið allt til foráttu. Hún er fyrst nefnd fullu nafni en í næstu efnisgrein aðeins Sigríður, sem er vitaskuld alveg eðlilegt. En síðan kemur: „Eins var Hagalín hugleikið að Katrín gæti orðið vanhæf sem forseti við myndun ríkisstjórnar […].“ Þarna er vísað til Sigríðar með millinafni hennar einu – sem aldrei er gert. Út frá andanum í greininni er alveg augljóst að þetta er gert til þess eins að tala niður til Sigríðar og gera lítið úr henni og orðum hennar – þetta er svipað dæmi og „frú Sæland“. Önnur skyld leið til tala niður til fólks er sú að kalla það öðru formi nafns síns en það notar sjálft. Hannes Gissurarson var ævinlega nefndur svo framan af, þangað til vinstri menn í stúdentapólitíkinni á áttunda áratugnum áttuðu sig á því að hann héti líka Hólmsteinn og fannst fyndið að nefna hann fullu nafni. Hannes sá reyndar við þeim og fór að nota Hólmsteinsnafnið sjálfur. Í fjármálaráðherratíð Ólafs Ragnars Grímssonar höfðu sumir andstæðingar hans til siðs að kalla hann Ólaf Grímsson. Frá síðari árum er alþekkt að Morgunblaðið nefndi Jón Gnarr alþingismann og fyrrverandi borgarstjóra venjulega skírnarnafni sínu, Jón Gunnar Kristinsson eða Jón G. Kristinsson, en ekki því nafni sem hann kýs að nota. Tungumálið er öflugt valdatæki – í raun öflugasta valdatæki sem fólk í lýðræðisþjóðfélagi býr yfir. Á okkur hvílir sú ábyrgð að beita þessu valdatæki til góðs en ekki til að meiða annað fólk. Fátt er okkur hjartfólgnara en nafnið. Það hefur verið hluti af okkur frá því að við munum fyrst eftir okkur og við samsömum okkur því. Þess vegna á ríkisvaldið ekki að skipta sér af því hvaða nöfn foreldrar gefa börnum sínum eða hvaða nöfn fullorðið fólk kýs sér. Og þess vegna er það alvarleg og í raun fyrirlitleg árás á fólk að breyta nafni þess, skrumskæla það eða misþyrma á einhvern hátt. Eins og dæmin sýna er þessari aðferð ekki síst beitt af karlrembum til að niðurlægja konur og gera lítið úr málflutningi þeirra, en segir mest um þá sem beita henni. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Mannanöfn Alþingi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Á Vísi birtist í gær grein eftir mann sem titlaður er „formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins“. Greinin heitir „Misskilningur frú Sæland“ og fjallar um svör Ingu Sæland félags- og húsnæðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Inni í greininni er líka vísað til ráðherrans sem „frú Sæland“. Þarna er beitt vel þekktri og alveg sérlega ómerkilegri aðferð við að gera lítið úr fólki – að kalla það öðru nafni en venja er eða afbaka nafn þess á einhvern hátt. Á yfirborðinu er „frú Sæland“ vitanlega mjög virðulegt og hátíðlegt en engum blandast hugur um að með þessum titli er verið að tala niður til ráðherrans á einkar ósmekklegan hátt. En því miður er slík misþyrming mannanafna algeng í opinberri umræðu og ekki síst beitt gagnvart konum. Þetta hefur lengi verið sérstaklega áberandi í Morgunblaðinu og og ótrúlegt að slíkt skuli tíðkast í ritstjórnarefni blaðs sem vill láta taka sig alvarlega, en ekki laust við að þar skíni sérkennilegur húmor ritstjórans í gegn. Eitt sinn tóku Staksteinar það eftir bloggara nokkrum að uppnefna formann Viðreisnar og kalla hana Tobbu Kötu. Þetta vakti réttmæta hneykslun margra – það er ótrúlegt að uppnefni skuli enn tíðkast í pólitískri umræðu á Íslandi. En þetta er ekki einsdæmi – fyrrverandi forsætisráðherra var stundum kölluð Kata Jak eða jafnvel Kata litla í opinberri umræðu, Jóhanna Sigurðardóttir var iðulega kölluð Jóka, og svo mætti lengi telja. Með þessu er auðvitað verið að tala niður til fólks – langoftast kvenna – og gera lítið úr því. Annað dæmi má nefna úr umfjöllun Staksteina um viðtal Sigríðar Hagalín Björnsdóttur fréttamanns við Katrínu Jakobsdóttur í þættinum Forystusætið í aðdraganda forsetakosninga í fyrra, þar sem framsetningu Sigríðar var fundið allt til foráttu. Hún er fyrst nefnd fullu nafni en í næstu efnisgrein aðeins Sigríður, sem er vitaskuld alveg eðlilegt. En síðan kemur: „Eins var Hagalín hugleikið að Katrín gæti orðið vanhæf sem forseti við myndun ríkisstjórnar […].“ Þarna er vísað til Sigríðar með millinafni hennar einu – sem aldrei er gert. Út frá andanum í greininni er alveg augljóst að þetta er gert til þess eins að tala niður til Sigríðar og gera lítið úr henni og orðum hennar – þetta er svipað dæmi og „frú Sæland“. Önnur skyld leið til tala niður til fólks er sú að kalla það öðru formi nafns síns en það notar sjálft. Hannes Gissurarson var ævinlega nefndur svo framan af, þangað til vinstri menn í stúdentapólitíkinni á áttunda áratugnum áttuðu sig á því að hann héti líka Hólmsteinn og fannst fyndið að nefna hann fullu nafni. Hannes sá reyndar við þeim og fór að nota Hólmsteinsnafnið sjálfur. Í fjármálaráðherratíð Ólafs Ragnars Grímssonar höfðu sumir andstæðingar hans til siðs að kalla hann Ólaf Grímsson. Frá síðari árum er alþekkt að Morgunblaðið nefndi Jón Gnarr alþingismann og fyrrverandi borgarstjóra venjulega skírnarnafni sínu, Jón Gunnar Kristinsson eða Jón G. Kristinsson, en ekki því nafni sem hann kýs að nota. Tungumálið er öflugt valdatæki – í raun öflugasta valdatæki sem fólk í lýðræðisþjóðfélagi býr yfir. Á okkur hvílir sú ábyrgð að beita þessu valdatæki til góðs en ekki til að meiða annað fólk. Fátt er okkur hjartfólgnara en nafnið. Það hefur verið hluti af okkur frá því að við munum fyrst eftir okkur og við samsömum okkur því. Þess vegna á ríkisvaldið ekki að skipta sér af því hvaða nöfn foreldrar gefa börnum sínum eða hvaða nöfn fullorðið fólk kýs sér. Og þess vegna er það alvarleg og í raun fyrirlitleg árás á fólk að breyta nafni þess, skrumskæla það eða misþyrma á einhvern hátt. Eins og dæmin sýna er þessari aðferð ekki síst beitt af karlrembum til að niðurlægja konur og gera lítið úr málflutningi þeirra, en segir mest um þá sem beita henni. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun