Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar 21. mars 2025 11:33 Ný ríkisstjórn röggsamra kvenna fer örlítið höktandi af stað og ekki alveg án ágalla. Það vitum við líka öll sem ekki stingum höfði í stein að þegar kemur að konum í stjórnmálum þá má hvergi falla á því afleiðingarnar eru oftast yfirgripsmeiri en þegar kemur að teflonstrákunum okkar. Sem betur fer, og vonandi til eftirbreytni, virðast þær kunna að bera ábyrgð og taka afleiðingunum. Ég fagna afsögn mennta- og barnamálaráðherra, enda hárrétt ákvörðun að stíga til hliðar. Það er tímafrekt fyrir ríkisstjórn að vera sífellt að slökkva elda og tekur athyglina frá mikilvægum verkum og málefnum. Það kemur líka höggi á orðsporið og dregur jafnvel úr trausti. Það er því mikilvægt fyrir röggsamar konur að taka réttar ákvarðanir þegar bæta skal úr álitshnekkjunum. Síðustu misseri hafa málefni barna og ungmenna verið í brennidepli. Við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum og nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að taka málstaðinn föstum tökum, þora að taka stór skref, gera mikilvægar breytingar og hafa skýra framtíðarsýn. Heilbrigði samfélagsins okkar byggist ávallt á því að við höldum vel utan um börnin okkar og ungmennin og búum þeim traustan grunn. Nú vil ég beina orðum mínum að röggsömum konum sem ég vil og vona að taki vel ígrundaðar og góðar ákvarðanir í slökkvistarfinu og sýni í verki að þær vilji raunverulegar aðgerðir í málaflokknum. Því innan þeirra raða er nefnilega einstaklingur sem hefur gert það að ævistarfi sínu að hjálpa unga fólkinu okkar. Manneskja sem raunverulega brennur fyrir því að byggja hér samfélag sem heldur vel og vandlega utan um börnin okkar. Vamm- bæði og flekklaus kjarnakona sem nú fyrir skemmstu hlaut fálkaorðuna fyrir starf sitt í þágu geðheilbrigði barna og ungmenna. Sigurþóra Bergsdóttir er fyrsti varaþingmaður Reykjavík suður fyrir Samfylkinguna og hafi ríkistjórn röggsamra kvenna raunverulegan áhuga á að vera ríkisstjórn sem ætlar að taka á málefninu af festu er ráð að setja í embættið traustvekjandi einstakling sem hefur sýnt það í verki í samfélaginu okkar að hún hefur þekkinguna, færnina og reynsluna. Vilji ríkisstjórnin efla traust almennings á verkum sínum þá er þeim í lófa lagið að sýna það í verki að það er ekki kastað til höndunum. Ég hvet ríkisstjórnina til að setja stólaskipti milli samstarfsflokka til hliðar, taka upplýsta og faglega ákvörðun, huga að heildarmyndinni og trausti almennings og setja í embætti mennta- og barnamálaráðherra, Sigurþóru Bergsdóttur. Höfundur er vesenistemjari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn röggsamra kvenna fer örlítið höktandi af stað og ekki alveg án ágalla. Það vitum við líka öll sem ekki stingum höfði í stein að þegar kemur að konum í stjórnmálum þá má hvergi falla á því afleiðingarnar eru oftast yfirgripsmeiri en þegar kemur að teflonstrákunum okkar. Sem betur fer, og vonandi til eftirbreytni, virðast þær kunna að bera ábyrgð og taka afleiðingunum. Ég fagna afsögn mennta- og barnamálaráðherra, enda hárrétt ákvörðun að stíga til hliðar. Það er tímafrekt fyrir ríkisstjórn að vera sífellt að slökkva elda og tekur athyglina frá mikilvægum verkum og málefnum. Það kemur líka höggi á orðsporið og dregur jafnvel úr trausti. Það er því mikilvægt fyrir röggsamar konur að taka réttar ákvarðanir þegar bæta skal úr álitshnekkjunum. Síðustu misseri hafa málefni barna og ungmenna verið í brennidepli. Við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum og nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að taka málstaðinn föstum tökum, þora að taka stór skref, gera mikilvægar breytingar og hafa skýra framtíðarsýn. Heilbrigði samfélagsins okkar byggist ávallt á því að við höldum vel utan um börnin okkar og ungmennin og búum þeim traustan grunn. Nú vil ég beina orðum mínum að röggsömum konum sem ég vil og vona að taki vel ígrundaðar og góðar ákvarðanir í slökkvistarfinu og sýni í verki að þær vilji raunverulegar aðgerðir í málaflokknum. Því innan þeirra raða er nefnilega einstaklingur sem hefur gert það að ævistarfi sínu að hjálpa unga fólkinu okkar. Manneskja sem raunverulega brennur fyrir því að byggja hér samfélag sem heldur vel og vandlega utan um börnin okkar. Vamm- bæði og flekklaus kjarnakona sem nú fyrir skemmstu hlaut fálkaorðuna fyrir starf sitt í þágu geðheilbrigði barna og ungmenna. Sigurþóra Bergsdóttir er fyrsti varaþingmaður Reykjavík suður fyrir Samfylkinguna og hafi ríkistjórn röggsamra kvenna raunverulegan áhuga á að vera ríkisstjórn sem ætlar að taka á málefninu af festu er ráð að setja í embættið traustvekjandi einstakling sem hefur sýnt það í verki í samfélaginu okkar að hún hefur þekkinguna, færnina og reynsluna. Vilji ríkisstjórnin efla traust almennings á verkum sínum þá er þeim í lófa lagið að sýna það í verki að það er ekki kastað til höndunum. Ég hvet ríkisstjórnina til að setja stólaskipti milli samstarfsflokka til hliðar, taka upplýsta og faglega ákvörðun, huga að heildarmyndinni og trausti almennings og setja í embætti mennta- og barnamálaráðherra, Sigurþóru Bergsdóttur. Höfundur er vesenistemjari.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar