Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson skrifar 21. mars 2025 14:02 Í dag þann 21. mars er Alþjóðlegur dagur Downs heilkennis, degi sem er fagnað um víða veröld. Það eru viðburðir víða um heim á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, í bæjum og borgum og það er fólk út um allt í ósamstæðum sokkum. Í dag er dagur til að gleðjast, dagur þar sem við fögnum fjölbreytileikanum, við gleðjumst yfir því sem við höfum og njótum. Í dag er líka góður dagur til að hlúa að fjölbreytileikanum og muna að þó að við fögnum í dag að þá eru fleiri dagar í árinu. Það er ekki annara að breyta og bæta samfélag okkar, það er verkefni hvers og eins okkar. Við fögnum í raun fjölbreytileikanum með okkar viðhorfum, með okkar daglegu ákvörðunum og athöfnum. Einstaklingar með Downs heilkenni auðga samfélag okkar eins og svo margir aðrir hópar samfélagsins. Það er okkar verkefni að skapa tækifæri á vinnumarkaði, í félagsstarfi, íþróttastarfi í menningu og listum. Skapa fjölbreyttari tækifæri í framhaldsskólum, í iðnnámi og í háskóla. Við þurfum ekki að vera að gera eitthvað fyrir fólk með Downs heilkenni. Við þurfum aðeins að gera það sem við höfum áður gert, það er að tryggja jöfn tækifæri. Þegar við sannarlega gerum það að þá auðgum við samfélag okkar, bætum kjör okkar og lífsgæði allra. Það að ganga í ósamstæðum sokkum í dag minnir okkur mikilvægi fjölbreytileikans. Það minnir okkur einnig á mikilvægi þess að verðandi foreldrar séu meðvitaðir um þá gæfu sem það er að eignast barn með Downs heilkenni. Við erum sem betur fer svo margbreytilegur hópur sem myndum samfélag okkar, leggjum okkur í sameiningu fram um að gera samfélagið okkar enn betra með enn virkari þátttöku einstaklinga með Downs heilkenni í leik og starfi. Sameinumst í (ósamstæðum) sokkum og fögnum fjölbreytileikanum. Höfundur er formaður Félags áhugafólks um Downs heilkenni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Downs-heilkenni Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag þann 21. mars er Alþjóðlegur dagur Downs heilkennis, degi sem er fagnað um víða veröld. Það eru viðburðir víða um heim á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, í bæjum og borgum og það er fólk út um allt í ósamstæðum sokkum. Í dag er dagur til að gleðjast, dagur þar sem við fögnum fjölbreytileikanum, við gleðjumst yfir því sem við höfum og njótum. Í dag er líka góður dagur til að hlúa að fjölbreytileikanum og muna að þó að við fögnum í dag að þá eru fleiri dagar í árinu. Það er ekki annara að breyta og bæta samfélag okkar, það er verkefni hvers og eins okkar. Við fögnum í raun fjölbreytileikanum með okkar viðhorfum, með okkar daglegu ákvörðunum og athöfnum. Einstaklingar með Downs heilkenni auðga samfélag okkar eins og svo margir aðrir hópar samfélagsins. Það er okkar verkefni að skapa tækifæri á vinnumarkaði, í félagsstarfi, íþróttastarfi í menningu og listum. Skapa fjölbreyttari tækifæri í framhaldsskólum, í iðnnámi og í háskóla. Við þurfum ekki að vera að gera eitthvað fyrir fólk með Downs heilkenni. Við þurfum aðeins að gera það sem við höfum áður gert, það er að tryggja jöfn tækifæri. Þegar við sannarlega gerum það að þá auðgum við samfélag okkar, bætum kjör okkar og lífsgæði allra. Það að ganga í ósamstæðum sokkum í dag minnir okkur mikilvægi fjölbreytileikans. Það minnir okkur einnig á mikilvægi þess að verðandi foreldrar séu meðvitaðir um þá gæfu sem það er að eignast barn með Downs heilkenni. Við erum sem betur fer svo margbreytilegur hópur sem myndum samfélag okkar, leggjum okkur í sameiningu fram um að gera samfélagið okkar enn betra með enn virkari þátttöku einstaklinga með Downs heilkenni í leik og starfi. Sameinumst í (ósamstæðum) sokkum og fögnum fjölbreytileikanum. Höfundur er formaður Félags áhugafólks um Downs heilkenni.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar