Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson skrifar 23. mars 2025 17:32 Einkalíf þeirra sem taka þátt í íslenskum stjórnmálum kemur almenningi jafnan ekki við. Sé um slíkt einkalíf fjallað á opinberum vettvangi er lágmark að staðreyndir, sem jafnvel auðvelt er að leita uppi á netinu, séu rétt fram settar. Þetta er hér tekið fram vegna ítrekaðra rangfærslna sem settar voru fram í sjónvarpsfréttum RÚV sl. fimmtudagskvöld um málefni fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra, Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Auðvelt var að koma í veg fyrir þessa villandi upplýsingagjöf með því að skoða æviágrip ráðherrans á alþingisvefnum og fletta upp í Íslendingabók ásamt því að rýna í gömul lagasöfn. Við hvað er átt? Það er staðreynd að á 9. áratug 20. aldar urðu einstaklingar sjálfráða 16 ára og svokallaður samræðisaldur var þá 14 ára. Lagareglur um þetta efni höfðu verið lengi í gildi. Í júní 1990 fæddi Ásthildur Lóa, þá 23 ára, barn. Á þeim tímapunkti var barnsfaðirinn hér um bil 17 ára. Hvorki við getnað né við fæðingu var faðirinn barn í skilningi þágildandi laga. Þess fyrir utan var algengt á þessum árum að Íslendingar eignuðust börn sín ungir. Að segja að Ásthildur Lóa hafi eignast „barn með barni“ er lágkúruleg orðræða. Þessu til viðbótar er ósannað að Ásthildur Lóa hafi sem ung kona á þessum tíma verið í nokkurs konar leiðbeinendahlutverki gagnvart barnsföður sínum. Að sama skapi er það ósannað að hún hafi með ómálefnalegum aðferðum komið í veg fyrir að barn sitt fengi að umgangast föður sinn. Hvað stendur þá eftir af fréttaflutningnum? Nú, eftir að málið kom til vitundar Ásthildar sem ráðherra hinn 11. mars síðastliðinn gerði hún sig seka um mörg mistök og var henni því vart stætt áfram að gegna ráðherraembætti. Einnig er ástæða til að rýna betur með hvaða hætti forsætisráðuneytið hélt á málinu. Meginástæða þessara greinarskrifa er hins vegar sú að ég vil ekki að siðferði íslenskra stjórnmála þróist enn frekar í þá átt að notfæra eigi sér erfið mál í einkalífi pólitískra andstæðinga til að auka sinn pólitíska ávinning. Slæmt væri fyrir íslensk stjórnmál ef það væri fremur regla en undantekning. Höfundur er lögfræðingur og varaborgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Barnamálaráðherra segir af sér Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Einkalíf þeirra sem taka þátt í íslenskum stjórnmálum kemur almenningi jafnan ekki við. Sé um slíkt einkalíf fjallað á opinberum vettvangi er lágmark að staðreyndir, sem jafnvel auðvelt er að leita uppi á netinu, séu rétt fram settar. Þetta er hér tekið fram vegna ítrekaðra rangfærslna sem settar voru fram í sjónvarpsfréttum RÚV sl. fimmtudagskvöld um málefni fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra, Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Auðvelt var að koma í veg fyrir þessa villandi upplýsingagjöf með því að skoða æviágrip ráðherrans á alþingisvefnum og fletta upp í Íslendingabók ásamt því að rýna í gömul lagasöfn. Við hvað er átt? Það er staðreynd að á 9. áratug 20. aldar urðu einstaklingar sjálfráða 16 ára og svokallaður samræðisaldur var þá 14 ára. Lagareglur um þetta efni höfðu verið lengi í gildi. Í júní 1990 fæddi Ásthildur Lóa, þá 23 ára, barn. Á þeim tímapunkti var barnsfaðirinn hér um bil 17 ára. Hvorki við getnað né við fæðingu var faðirinn barn í skilningi þágildandi laga. Þess fyrir utan var algengt á þessum árum að Íslendingar eignuðust börn sín ungir. Að segja að Ásthildur Lóa hafi eignast „barn með barni“ er lágkúruleg orðræða. Þessu til viðbótar er ósannað að Ásthildur Lóa hafi sem ung kona á þessum tíma verið í nokkurs konar leiðbeinendahlutverki gagnvart barnsföður sínum. Að sama skapi er það ósannað að hún hafi með ómálefnalegum aðferðum komið í veg fyrir að barn sitt fengi að umgangast föður sinn. Hvað stendur þá eftir af fréttaflutningnum? Nú, eftir að málið kom til vitundar Ásthildar sem ráðherra hinn 11. mars síðastliðinn gerði hún sig seka um mörg mistök og var henni því vart stætt áfram að gegna ráðherraembætti. Einnig er ástæða til að rýna betur með hvaða hætti forsætisráðuneytið hélt á málinu. Meginástæða þessara greinarskrifa er hins vegar sú að ég vil ekki að siðferði íslenskra stjórnmála þróist enn frekar í þá átt að notfæra eigi sér erfið mál í einkalífi pólitískra andstæðinga til að auka sinn pólitíska ávinning. Slæmt væri fyrir íslensk stjórnmál ef það væri fremur regla en undantekning. Höfundur er lögfræðingur og varaborgarfulltrúi.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar