Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar 24. mars 2025 15:31 Þegar þessi grein er skrifuð eru liðnir fjórir dagar síðan fréttastofa RÚV birti fyrst slúðurfréttir um Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þá barnamálaráðherra. Þessar fréttir voru í mikilvægum atriðum svo illa undirbyggðar að ljóst er að fréttafólk RÚV hafði ekki reynt að staðfesta sannleiksgildi þeirra með óyggjandi hætti, þótt um væri að ræða gríðarlega alvarleg mál. Haldið var fram að Ásthildur Lóa hefði átt í „ástarsambandi“ við 15 ára dreng, og að hún hefði verið einhvers konar leiðtogi í því starfi: „Barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við 15 ára pilt þegar hún var 22 ára og þau eignuðust saman son. Ráðherra kynntist piltinum þegar hún leiddi unglingastarf.“ Ekki var skýrt hvað átt var við með "ástarsambandi", en eins og þetta var sett fram er augljóst að ályktunin sem lesendur draga er að um hafi verið að ræða kynferðislegt samband við 15 ára dreng, af hálfu fullorðinnar manneskju í yfirburðastöðu. Það er líka sá skilningur sem fjöldierlendrafjölmiðla lagði í þetta, svo RÚV ber þannig ábyrgð á því að eyðileggja, langt út fyrir landsteinana, orðspor manneskju sem ekkert hefur til saka unnið svo vitað sé. Í ljósi þess að barnið fæddist tíu og hálfum mánuði eftir að drengurinn varð 16 ára — og þar með sjálfráða og fullorðinn í skilningi laga — var útilokað fyrir RÚV að vita hvort kynlífssambandið hófst fyrr, og því verður að kalla fréttina falsfrétt, þar sem augljósi skilningurinn á því hvernig hún var fram sett hefur aldrei verið staðfestur. Auk þess hefur á engan hátt verið staðfest að Ásthildur hafi verið í einhvers konar leiðtogastöðu í viðkomandi starfi, heldur virðist það þvert á móti vera uppspuni. Í fyrstu frétt sjónvarps um málið fjallaði fréttakonan svo um núgildandi lög um börn og löglegan kynlífsaldur, allt önnur lög en giltu þegar umrædd atvik áttu sér stað, augljóslega í þeim tilgangi að gera framgöngu Ásthildar Lóu ósiðlega í hugum áheyrenda, allt byggt á óstaðfestum dylgjum. Til að bíta höfuðið af skömminni var svo langt viðtal við umrædda fréttakonu RÚV í hádegisfréttum útvarps þrem dögum eftir upphaflegu fréttirnar, þar sem hún reyndi, með dyggri aðstoð annars fréttamanns, að hvítþvo rangfærslur sínar með því að vísa til viðbragða Ásthildar, sem augljóslega sögðu ekki neitt um sannleiksgildi fréttarinnar. Ég endurtek: Fréttastofa RÚV tók drottningarviðtal við eigin starfsmann, til að breiða yfir grafalvarleg mistök, í stað þess að leiðrétta rangfærslur sínar. Augljóst er að fréttastjóri RÚV, Heiðar Örn Sigurfinnsson, ber ábyrgð á þessum fréttaflutningi, og því að hann hefur ekki verið leiðréttur. Að Heiðar Örn hafi ekkert gert í málinu í fimm daga gerir það óhjákvæmilegt að hann segi af sér sem slíkur, en verði rekinn ella. En, þar sem fréttastjórinn brást hlutverki sínu svona illilega hefði útvarpsstjórinn, Stefán Eiríksson, átt að taka af skarið og setja hann af. Að Stefán hafi ekki, allan þennan tíma, tekið í taumana þýðir augljóslega að hann veldur ekki heldur starfi sínu og verður að víkja. Segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum verður að vona að stjórn RÚV, sem kemur saman til fundar nú á miðvikudag, setji hann af. Höfundur er ekkert sérstakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Flokkur fólksins Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þessi grein er skrifuð eru liðnir fjórir dagar síðan fréttastofa RÚV birti fyrst slúðurfréttir um Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þá barnamálaráðherra. Þessar fréttir voru í mikilvægum atriðum svo illa undirbyggðar að ljóst er að fréttafólk RÚV hafði ekki reynt að staðfesta sannleiksgildi þeirra með óyggjandi hætti, þótt um væri að ræða gríðarlega alvarleg mál. Haldið var fram að Ásthildur Lóa hefði átt í „ástarsambandi“ við 15 ára dreng, og að hún hefði verið einhvers konar leiðtogi í því starfi: „Barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við 15 ára pilt þegar hún var 22 ára og þau eignuðust saman son. Ráðherra kynntist piltinum þegar hún leiddi unglingastarf.“ Ekki var skýrt hvað átt var við með "ástarsambandi", en eins og þetta var sett fram er augljóst að ályktunin sem lesendur draga er að um hafi verið að ræða kynferðislegt samband við 15 ára dreng, af hálfu fullorðinnar manneskju í yfirburðastöðu. Það er líka sá skilningur sem fjöldierlendrafjölmiðla lagði í þetta, svo RÚV ber þannig ábyrgð á því að eyðileggja, langt út fyrir landsteinana, orðspor manneskju sem ekkert hefur til saka unnið svo vitað sé. Í ljósi þess að barnið fæddist tíu og hálfum mánuði eftir að drengurinn varð 16 ára — og þar með sjálfráða og fullorðinn í skilningi laga — var útilokað fyrir RÚV að vita hvort kynlífssambandið hófst fyrr, og því verður að kalla fréttina falsfrétt, þar sem augljósi skilningurinn á því hvernig hún var fram sett hefur aldrei verið staðfestur. Auk þess hefur á engan hátt verið staðfest að Ásthildur hafi verið í einhvers konar leiðtogastöðu í viðkomandi starfi, heldur virðist það þvert á móti vera uppspuni. Í fyrstu frétt sjónvarps um málið fjallaði fréttakonan svo um núgildandi lög um börn og löglegan kynlífsaldur, allt önnur lög en giltu þegar umrædd atvik áttu sér stað, augljóslega í þeim tilgangi að gera framgöngu Ásthildar Lóu ósiðlega í hugum áheyrenda, allt byggt á óstaðfestum dylgjum. Til að bíta höfuðið af skömminni var svo langt viðtal við umrædda fréttakonu RÚV í hádegisfréttum útvarps þrem dögum eftir upphaflegu fréttirnar, þar sem hún reyndi, með dyggri aðstoð annars fréttamanns, að hvítþvo rangfærslur sínar með því að vísa til viðbragða Ásthildar, sem augljóslega sögðu ekki neitt um sannleiksgildi fréttarinnar. Ég endurtek: Fréttastofa RÚV tók drottningarviðtal við eigin starfsmann, til að breiða yfir grafalvarleg mistök, í stað þess að leiðrétta rangfærslur sínar. Augljóst er að fréttastjóri RÚV, Heiðar Örn Sigurfinnsson, ber ábyrgð á þessum fréttaflutningi, og því að hann hefur ekki verið leiðréttur. Að Heiðar Örn hafi ekkert gert í málinu í fimm daga gerir það óhjákvæmilegt að hann segi af sér sem slíkur, en verði rekinn ella. En, þar sem fréttastjórinn brást hlutverki sínu svona illilega hefði útvarpsstjórinn, Stefán Eiríksson, átt að taka af skarið og setja hann af. Að Stefán hafi ekki, allan þennan tíma, tekið í taumana þýðir augljóslega að hann veldur ekki heldur starfi sínu og verður að víkja. Segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum verður að vona að stjórn RÚV, sem kemur saman til fundar nú á miðvikudag, setji hann af. Höfundur er ekkert sérstakt.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar