Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar 27. mars 2025 15:00 Fjölmiðlar og aðrar lýðræðisstofnanir standa frammi fyrir nýjum ógnum víða um hinn vestræna heim, og skyndilega er hið dramatíska slagorð bandaríska dagblaðsins The Washington Post, Lýðræðið deyr í myrkrinu, tekið að hljóma eins og spádómur, en ekki heróp. Árásir sumra stjórnmálamanna og skipulögð dreifing falsfrétta hafa miðað að því að grafa undan trausti almennings á hefðbundnum fjölmiðlum og í mörgum tilvikum hefur það tekist. Blaða- og fréttamenn um allan heim finna þetta á eigin skinni, og þurfa í seinni tíð að verjast rætnum, persónulegum árásum og jafnvel ógnunum vegna starfa sem áður þóttu sjálfsögð. Það á að vera sjálfsagt að segja fréttir í lýðræðissamfélögum. Einkum fréttir af þeim sem fara með völd í krafti embætta sinna eða auðæfa. Eitt mikilvægasta verkefni fjölmiðla er að halda almenningi upplýstum um athafnir kjörinna fulltrúa og annarra embættismanna, veita þeim aðhald og spyrja þá erfiðra spurninga. Verkefnið hefur alltaf verið vandasamt, erfitt og vanþakklátt, en fáist enginn til að taka það að sér, og gera það vel, þá fellur myrkrið á. Lýðræðið þrífst ekki án þess. Hér á Íslandi er staðan orðin sú, að sárafáir fréttamiðlar eru eftir uppistandandi, og starfandi blaðamönnum hefur fækkað til mikilla muna. Það leggur enn ríkari ábyrgð á herðar þeirra sem eftir eru að þeir standi sig og sinni störfum sínum af heilindum. Undanfarið hefur verið barið á fjölmiðlum hérlendis fyrir að veita valdhöfum aðhald. Nú síðast hafa margir gagnrýnt fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir fréttaflutning 20. mars síðastliðinn, daginn sem Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér embætti sem barna- og menntamálaráðherra, og einnig fyrir umræðu um málið í Silfrinu mánudaginn 24. mars. Starfsfólk RÚV er auðvitað ekki óskeikult og tekur mark á málefnalegri gagnrýni. Lengi má ræða um efnistök og framsetningu einstakra frétta, einkum í málum sem þróast um leið og fréttir eru sagðar af því. Þá er betra að vera með staðreyndir málsins uppi á borðum þegar rætt er um framsetningu þeirra. Hér eru nokkrar staðreyndir málsins: 1. Ásthildur Lóa hafði sjálf ákveðið að segja af sér ráðherraembætti áður en fyrsta fréttin var flutt af ástæðum afsagnarinnar. 2. Fréttastofa RÚV byggði fyrstu frétt sína á viðtölum við barnsföður Ásthildar Lóu og fyrrverandi tengdamóður hans, sem hafði sent forsætisráðuneytinu erindi um málið. 3. Fréttastofa RÚV reyndi allan daginn að ná sambandi við Ásthildi Lóu til að fá hennar hlið á málinu. Hluta þess tíma sat hún á fundi með formönnum ríkisstjórnarflokkanna, þar sem hún ákvað sjálf að sér væri ekki sætt á ráðherrastóli. 4. Ásthildur Lóa greindi sjálf frá því í viðtali sem hún veitti fyrst kl. 18, að hún hefði ákveðið að segja af sér. Þar lýsti hún sjálf ástæðum uppsagnarinnar, þessu gamla máli, sem hún vildi ekki að skyggði á störf ríkisstjórnarinnar. Hún lýsti því sjálf sem beinagrindinni í sínum skáp. Fréttastofa RÚV hefur verið sökuð um ýmsar rangfærslur í fréttinni, en engin þeirra hefur staðist skoðun. Ásthildur Lóa og barnsfaðir hennar hafa ekki verið fullkomlega á einu máli um nokkur atriði eins og nákvæman aldur hans þegar samband þeirra hófst, stöðu hennar innan trúfélagsins þar sem þau kynntust, eða samskipti þeirra varðandi umgengni við son þeirra. Slíkur ágreiningur er algengur í fréttum, einkum af persónulegum málum. Önnur atriði fréttarinnar eru óumdeild, eins og sú staðreynd að Ásthildur Lóa hringdi ítrekað í konuna sem sendi erindið og mætti óboðin heim til hennar seint um kvöld. Fréttamaðurinn sem vann fréttina, Sunna Karen Sigurþórsdóttir, hefur orðið fyrir rætnu og persónulegu áreiti eftir að fréttin fór í loftið, og sökuð um ýmis annarleg sjónarmið, fyrir það eitt að vinna vinnuna sína af vandvirkni, heilindum og fagmennsku, í fullu samráði við ritstjórn fréttastofunnar. Það er miður að sjá ófrægingarherferðir á hendur blaðamönnum ná útbreiðslu á samfélagsmiðlum á meðal fólks sem á að vita betur. Það er aldrei þægilegt eða þakklátt starf að segja fréttir af viðkvæmum einkahögum fólks, og þeir eiga yfirleitt takmarkað erindi í fréttir. Það er hlutverk og tilgangur fréttamiðla að segja frá atburðum og aðstæðum sem gætu orðið til þess að ráðherra sé ekki sætt í embætti, hversu óþægilegar og dapurlegar sem þær kunna að vera. Ef fjölmiðlar sinna ekki þessu hlutverki sínu er alveg óhætt að leggja þá niður. Slökkva ljósið. Höfundur er fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar og aðrar lýðræðisstofnanir standa frammi fyrir nýjum ógnum víða um hinn vestræna heim, og skyndilega er hið dramatíska slagorð bandaríska dagblaðsins The Washington Post, Lýðræðið deyr í myrkrinu, tekið að hljóma eins og spádómur, en ekki heróp. Árásir sumra stjórnmálamanna og skipulögð dreifing falsfrétta hafa miðað að því að grafa undan trausti almennings á hefðbundnum fjölmiðlum og í mörgum tilvikum hefur það tekist. Blaða- og fréttamenn um allan heim finna þetta á eigin skinni, og þurfa í seinni tíð að verjast rætnum, persónulegum árásum og jafnvel ógnunum vegna starfa sem áður þóttu sjálfsögð. Það á að vera sjálfsagt að segja fréttir í lýðræðissamfélögum. Einkum fréttir af þeim sem fara með völd í krafti embætta sinna eða auðæfa. Eitt mikilvægasta verkefni fjölmiðla er að halda almenningi upplýstum um athafnir kjörinna fulltrúa og annarra embættismanna, veita þeim aðhald og spyrja þá erfiðra spurninga. Verkefnið hefur alltaf verið vandasamt, erfitt og vanþakklátt, en fáist enginn til að taka það að sér, og gera það vel, þá fellur myrkrið á. Lýðræðið þrífst ekki án þess. Hér á Íslandi er staðan orðin sú, að sárafáir fréttamiðlar eru eftir uppistandandi, og starfandi blaðamönnum hefur fækkað til mikilla muna. Það leggur enn ríkari ábyrgð á herðar þeirra sem eftir eru að þeir standi sig og sinni störfum sínum af heilindum. Undanfarið hefur verið barið á fjölmiðlum hérlendis fyrir að veita valdhöfum aðhald. Nú síðast hafa margir gagnrýnt fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir fréttaflutning 20. mars síðastliðinn, daginn sem Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér embætti sem barna- og menntamálaráðherra, og einnig fyrir umræðu um málið í Silfrinu mánudaginn 24. mars. Starfsfólk RÚV er auðvitað ekki óskeikult og tekur mark á málefnalegri gagnrýni. Lengi má ræða um efnistök og framsetningu einstakra frétta, einkum í málum sem þróast um leið og fréttir eru sagðar af því. Þá er betra að vera með staðreyndir málsins uppi á borðum þegar rætt er um framsetningu þeirra. Hér eru nokkrar staðreyndir málsins: 1. Ásthildur Lóa hafði sjálf ákveðið að segja af sér ráðherraembætti áður en fyrsta fréttin var flutt af ástæðum afsagnarinnar. 2. Fréttastofa RÚV byggði fyrstu frétt sína á viðtölum við barnsföður Ásthildar Lóu og fyrrverandi tengdamóður hans, sem hafði sent forsætisráðuneytinu erindi um málið. 3. Fréttastofa RÚV reyndi allan daginn að ná sambandi við Ásthildi Lóu til að fá hennar hlið á málinu. Hluta þess tíma sat hún á fundi með formönnum ríkisstjórnarflokkanna, þar sem hún ákvað sjálf að sér væri ekki sætt á ráðherrastóli. 4. Ásthildur Lóa greindi sjálf frá því í viðtali sem hún veitti fyrst kl. 18, að hún hefði ákveðið að segja af sér. Þar lýsti hún sjálf ástæðum uppsagnarinnar, þessu gamla máli, sem hún vildi ekki að skyggði á störf ríkisstjórnarinnar. Hún lýsti því sjálf sem beinagrindinni í sínum skáp. Fréttastofa RÚV hefur verið sökuð um ýmsar rangfærslur í fréttinni, en engin þeirra hefur staðist skoðun. Ásthildur Lóa og barnsfaðir hennar hafa ekki verið fullkomlega á einu máli um nokkur atriði eins og nákvæman aldur hans þegar samband þeirra hófst, stöðu hennar innan trúfélagsins þar sem þau kynntust, eða samskipti þeirra varðandi umgengni við son þeirra. Slíkur ágreiningur er algengur í fréttum, einkum af persónulegum málum. Önnur atriði fréttarinnar eru óumdeild, eins og sú staðreynd að Ásthildur Lóa hringdi ítrekað í konuna sem sendi erindið og mætti óboðin heim til hennar seint um kvöld. Fréttamaðurinn sem vann fréttina, Sunna Karen Sigurþórsdóttir, hefur orðið fyrir rætnu og persónulegu áreiti eftir að fréttin fór í loftið, og sökuð um ýmis annarleg sjónarmið, fyrir það eitt að vinna vinnuna sína af vandvirkni, heilindum og fagmennsku, í fullu samráði við ritstjórn fréttastofunnar. Það er miður að sjá ófrægingarherferðir á hendur blaðamönnum ná útbreiðslu á samfélagsmiðlum á meðal fólks sem á að vita betur. Það er aldrei þægilegt eða þakklátt starf að segja fréttir af viðkvæmum einkahögum fólks, og þeir eiga yfirleitt takmarkað erindi í fréttir. Það er hlutverk og tilgangur fréttamiðla að segja frá atburðum og aðstæðum sem gætu orðið til þess að ráðherra sé ekki sætt í embætti, hversu óþægilegar og dapurlegar sem þær kunna að vera. Ef fjölmiðlar sinna ekki þessu hlutverki sínu er alveg óhætt að leggja þá niður. Slökkva ljósið. Höfundur er fréttastjóri Ríkisútvarpsins.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar