Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. mars 2025 21:17 Pawel Bartoszek er formaður utanríkisnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Formaður utanríkisnefndar Alþingis segir stefna íslenskra stjórnvalda þegar kemur að ítrekuðum hótunum Bandaríkjaforseta um innlimun Grænlands skýra. Ekkert um Grænlendinga án Grænlendinga. Ísland eigi allt sitt undir að sjálfsákvörðunarréttur ríkja sé virtur. „Okkar stefna hefur alltaf verið mjög skýr í þessum efnum. Við verðum að sjá til þess að það sé borin virðing fyrir alþjóðalögum og sjálfsákvörðunarrétti ríkja. Við höfum litla tryggingu fyrir okkar fullveldi ef þessi sjónarmið eru að engu höfð,“ segir hann. Heimsókn varaforsetans vottur um virðingarleysi Ný landstjórn tók við völdum á Grænlandi í dag, eftir að fjórir af fimm flokkum á grænlenska þinginu náðu saman í gær. Jens-Frederik Nielsen verður formaður landstjórnarinnar, sem er mynduð í skugga mikils áhuga Bandaríkjastjórnar á Grænlandi. Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur ítrekað lýst því yfir að Bandaríkin þurfi að ná yfirráðum yfir Grænlandi, dönskum og grænlenskum stjórnvöldum til lítillar gleði. J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hélt til Grænlands í dag þar sem hann heimsótti bandaríska herstöð. Nýr formaður landsstjórnarinnar sagðist vera með einföld skilaboð til varaforsetans þegar hann var inntur eftir þeim. „Við sjáum hvaða óöryggi það hefur skapað og þess vegna er kominn tími til að ríkisstjórn taki við keflinu sem getur síðan leitt það starf sem þarf að inna af hendi í tengslum við utanríkisstefnuna,“ sagði nýr landstjórnarformaður við fjölmiðla eftir að skrifað var undir stjórnarsáttmála. „J.D. Vance er að lenda á herstöð sem tilheyrir þeim. Ég tel að sú stefna að koma í heimsókn þegar engin ríkisstjórn situr í landinu sé umhugsunarverð. Það ber ekki vott um virðingu gagnvart bandamanni. Mér finnst það synd. En nú höfum við ríkisstjórn sem hefst strax handa,“ sagði hann. Skýr stefna íslenskra stjórnvalda Pawel segist taka undir með nýjum landstjórnarformanni að tímasetning heimsókn Vance varaforseta beri vott um virðingarleysi. „Við munum alltaf standa með alþjóðalögum og sjálfákvörðunarrétti þjóða. Það er á þann hátt sem við getum beitt okkur. Að sjálfsögðu eru Bandaríkjamenn mikilvægir bandamenn okkar og við treystum á gott samstarf við þá. En þegar kemur á þessu höfum við alltaf verið skýr að það sé ekkert að vera um Grænland án þess að Grænlendingar séu með í ráðum,“ segir hann. „Það er nokkuð skýrt í þessum kosningum. Flokkur sem er systurflokkur viðreisnar og er frjálslyndur flokkur leiðir núna breiða fjögurra flokka stjórn. Mér sýnist niðurstaðan vera að fara svolítið hægt í sakirnar, ekki til dæmis að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu í næsta mánuði eins og hugmyndir voru uppi um. Þetta virðist mér vera stefnan og við styðjum auðvitað við Grænlendinga´i því,“ segir Pawel Bartoszek, formaður utanríkisnefndar Alþingis. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grænland Bandaríkin Utanríkismál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Sjá meira
„Okkar stefna hefur alltaf verið mjög skýr í þessum efnum. Við verðum að sjá til þess að það sé borin virðing fyrir alþjóðalögum og sjálfsákvörðunarrétti ríkja. Við höfum litla tryggingu fyrir okkar fullveldi ef þessi sjónarmið eru að engu höfð,“ segir hann. Heimsókn varaforsetans vottur um virðingarleysi Ný landstjórn tók við völdum á Grænlandi í dag, eftir að fjórir af fimm flokkum á grænlenska þinginu náðu saman í gær. Jens-Frederik Nielsen verður formaður landstjórnarinnar, sem er mynduð í skugga mikils áhuga Bandaríkjastjórnar á Grænlandi. Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur ítrekað lýst því yfir að Bandaríkin þurfi að ná yfirráðum yfir Grænlandi, dönskum og grænlenskum stjórnvöldum til lítillar gleði. J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hélt til Grænlands í dag þar sem hann heimsótti bandaríska herstöð. Nýr formaður landsstjórnarinnar sagðist vera með einföld skilaboð til varaforsetans þegar hann var inntur eftir þeim. „Við sjáum hvaða óöryggi það hefur skapað og þess vegna er kominn tími til að ríkisstjórn taki við keflinu sem getur síðan leitt það starf sem þarf að inna af hendi í tengslum við utanríkisstefnuna,“ sagði nýr landstjórnarformaður við fjölmiðla eftir að skrifað var undir stjórnarsáttmála. „J.D. Vance er að lenda á herstöð sem tilheyrir þeim. Ég tel að sú stefna að koma í heimsókn þegar engin ríkisstjórn situr í landinu sé umhugsunarverð. Það ber ekki vott um virðingu gagnvart bandamanni. Mér finnst það synd. En nú höfum við ríkisstjórn sem hefst strax handa,“ sagði hann. Skýr stefna íslenskra stjórnvalda Pawel segist taka undir með nýjum landstjórnarformanni að tímasetning heimsókn Vance varaforseta beri vott um virðingarleysi. „Við munum alltaf standa með alþjóðalögum og sjálfákvörðunarrétti þjóða. Það er á þann hátt sem við getum beitt okkur. Að sjálfsögðu eru Bandaríkjamenn mikilvægir bandamenn okkar og við treystum á gott samstarf við þá. En þegar kemur á þessu höfum við alltaf verið skýr að það sé ekkert að vera um Grænland án þess að Grænlendingar séu með í ráðum,“ segir hann. „Það er nokkuð skýrt í þessum kosningum. Flokkur sem er systurflokkur viðreisnar og er frjálslyndur flokkur leiðir núna breiða fjögurra flokka stjórn. Mér sýnist niðurstaðan vera að fara svolítið hægt í sakirnar, ekki til dæmis að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu í næsta mánuði eins og hugmyndir voru uppi um. Þetta virðist mér vera stefnan og við styðjum auðvitað við Grænlendinga´i því,“ segir Pawel Bartoszek, formaður utanríkisnefndar Alþingis.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grænland Bandaríkin Utanríkismál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Sjá meira