„Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. apríl 2025 22:01 Sveinn Sölvason, forstjóri Össurar. vísir/bjarni Forstjóri Össurar segir nýjan tíu prósenta toll á allan útflutning til Bandaríkjanna vera mikil vonbrigði, um sé að ræða mikilvægasta markað fyrirtækisins. Nýir lágmarkstollar á allan innflutning til Bandaríkjanna taka gildi á laugardaginn. Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti nýja tolla á allan innflutning til landsins og lýsti yfir frelsisdegi í gær. Annars vegar er um að ræða tíu prósenta lágmarkstoll og hins vegar það sem var kynnt sem gagnkvæmir tollar en svo virðist sem þeir taki mið af viðskiptahalla Bandaríkjanna gagnvart tilteknum ríkjunum. Evrópusambandið og Kína hefur heitið mótvægisaðgerðum. Íslenskar vörur munu bera tíu prósenta lágmarkstollinn. Ísland kemur því betur út en flest ríki Evrópu, þar sem vörur frá Evrópusambandinu munu bera 20% toll. Þá bera vörur frá öðrum ríkjum innan fríverslunarsamtaka Evrópu einnig hærri toll en Ísland. - Noregur 15%, Sviss 31% og Lichenstein 37%. Tollar á Kína nema 54%, en að auki voru lagði mismunandi tollar á ýmiss ríki í Asíu. Einnig er lagður 25% tollur á alla erlenda bíla. Lágmarkstollarnir taka gildi á laugardaginn en aðrir tollar á miðvikudag. Tollar vonbrigði á lang mikilvægasta markaðnum Um er að ræða mikilvægasta markað Össurar en 45% tekna fyrirtækisins koma eru frá útflutningi til Bandaríkjanna. Forstjóri fyrirtækisins segir nýju tollana vera vonbrigði. „Það stefndi í að það yrðu breytingar en ég held að það sé óhætt að segja þetta sé eitthvað svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við. Auðvitað breytir þetta að einhverju leyti okkar rekstrarumhverfi og rekstrarmódeli og hækkar kostnað og það er enn þá erfitt að sjá alveg til enda. Þó að þessar breytingar hafi skýrt ýmislegt í hvað stefnir í gær þá er mörgum spurningum ósvarað.“ Sem dæmi nefnir Sveinn að mögulega muni koma í ljós hvaða vörur verða undanskildar tollum og óljóst hvaða mótvægisaðgerða önnur ríki muni grípa til. „Þetta mun áfram vera mjög mikilvægur markaður fyrir okkur. Við höfum verið að fjárfesta mikið í mörkuðum þar sem eru kannski minna þróuð heilbrigðiskerfi og það verður áfram lykilskref í okkar starfsemi.“ Leitað verði leiða til að aðlagast nýjum veruleika. Nýtt umhverfi alþjóðaviðskipta blasi við. „Þegar við erum komin í svona umhverfi þar sem lönd eins og Bandaríkin sem eru með stóran neytendamarkað er að nota það sem einhvers konar tól til að styrkja sína stöðu. Það mun valda því að Ísland þarf að taka afstöðu, mjög vel yfirvegaða afstöðu, um hvar okkar hagsmunum er best borgið.“ Áhyggjur til lengri tíma Stærsti hluti útflutningsvara Íslands til Bandaríkjanna eru lyf og sjávarafurðir en Ægir Páll Friðbertsson, forstjóri Iceland Seafood eins stærsta útflytjenda íslenskra sjávarafurða, segir tollana ekki hafa mikil áhrif á rekstur þeirra í bili. „En aftur á móti til langs tíma þá er helsti áhyggjuliðurinn sá að við sjáum fisk eða sjávarafurðir sem hafa verið seldar til Bandaríkjanna til dæmis frá Asíu, koma inn í Evrópu. Og aðra okkar markaði og keppa við okkur á þeim svæðum.“ Ægir Páll Friðbertsson, forstjóri Iceland Seafood.vísir/bjarni Össur Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti nýja tolla á allan innflutning til landsins og lýsti yfir frelsisdegi í gær. Annars vegar er um að ræða tíu prósenta lágmarkstoll og hins vegar það sem var kynnt sem gagnkvæmir tollar en svo virðist sem þeir taki mið af viðskiptahalla Bandaríkjanna gagnvart tilteknum ríkjunum. Evrópusambandið og Kína hefur heitið mótvægisaðgerðum. Íslenskar vörur munu bera tíu prósenta lágmarkstollinn. Ísland kemur því betur út en flest ríki Evrópu, þar sem vörur frá Evrópusambandinu munu bera 20% toll. Þá bera vörur frá öðrum ríkjum innan fríverslunarsamtaka Evrópu einnig hærri toll en Ísland. - Noregur 15%, Sviss 31% og Lichenstein 37%. Tollar á Kína nema 54%, en að auki voru lagði mismunandi tollar á ýmiss ríki í Asíu. Einnig er lagður 25% tollur á alla erlenda bíla. Lágmarkstollarnir taka gildi á laugardaginn en aðrir tollar á miðvikudag. Tollar vonbrigði á lang mikilvægasta markaðnum Um er að ræða mikilvægasta markað Össurar en 45% tekna fyrirtækisins koma eru frá útflutningi til Bandaríkjanna. Forstjóri fyrirtækisins segir nýju tollana vera vonbrigði. „Það stefndi í að það yrðu breytingar en ég held að það sé óhætt að segja þetta sé eitthvað svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við. Auðvitað breytir þetta að einhverju leyti okkar rekstrarumhverfi og rekstrarmódeli og hækkar kostnað og það er enn þá erfitt að sjá alveg til enda. Þó að þessar breytingar hafi skýrt ýmislegt í hvað stefnir í gær þá er mörgum spurningum ósvarað.“ Sem dæmi nefnir Sveinn að mögulega muni koma í ljós hvaða vörur verða undanskildar tollum og óljóst hvaða mótvægisaðgerða önnur ríki muni grípa til. „Þetta mun áfram vera mjög mikilvægur markaður fyrir okkur. Við höfum verið að fjárfesta mikið í mörkuðum þar sem eru kannski minna þróuð heilbrigðiskerfi og það verður áfram lykilskref í okkar starfsemi.“ Leitað verði leiða til að aðlagast nýjum veruleika. Nýtt umhverfi alþjóðaviðskipta blasi við. „Þegar við erum komin í svona umhverfi þar sem lönd eins og Bandaríkin sem eru með stóran neytendamarkað er að nota það sem einhvers konar tól til að styrkja sína stöðu. Það mun valda því að Ísland þarf að taka afstöðu, mjög vel yfirvegaða afstöðu, um hvar okkar hagsmunum er best borgið.“ Áhyggjur til lengri tíma Stærsti hluti útflutningsvara Íslands til Bandaríkjanna eru lyf og sjávarafurðir en Ægir Páll Friðbertsson, forstjóri Iceland Seafood eins stærsta útflytjenda íslenskra sjávarafurða, segir tollana ekki hafa mikil áhrif á rekstur þeirra í bili. „En aftur á móti til langs tíma þá er helsti áhyggjuliðurinn sá að við sjáum fisk eða sjávarafurðir sem hafa verið seldar til Bandaríkjanna til dæmis frá Asíu, koma inn í Evrópu. Og aðra okkar markaði og keppa við okkur á þeim svæðum.“ Ægir Páll Friðbertsson, forstjóri Iceland Seafood.vísir/bjarni
Össur Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Sjá meira