Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar 5. apríl 2025 07:03 Nú eru margir sem eru frammi á ritvellinum vegna ýmissa mála og þar má kannski helst geta vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna veiðigjalda. Það sem mér finnst athyglivert er hvernig vægið er misjafnt eftir því hver á í hlut, að því er virðist án þess að gera sér grein fyrir mikilvægi málsstaðar orkusveitarfélaga fyrir allt sveitarstjórnarstigið. Það er hreint út sagt með ólíkindum að árið 2025 séu sveitarfélög með orkumannvirki enn þá að berjast við að fá að nýta lögbundna tekjustofna sína, en þess má þó geta að á síðustu tveimur árum hafa málin þokast í rétta átt. En betur má ef duga skal þar sem leikreglunum fyrir orkuframleiðslu fyrirtækin var breitt fyrir um 22 árum, þetta er orðið býsna gott forskot fyrir þessi fyrirtæki. Nú eru þessi mál til skoðunar og frá mér séð er verið að vandræðast með málið og gera eins flókið og mögulegt er, og tónninn þannig að það eigi að skammta úr hnefa og orkuframleiðslufyrirtækin eigi að njóta rýmri kjara en önnur fyrirtæki. Þarna er klárlega á ferðinni mikill freistnivandi ríkisins, að skila ekki fullri rentu á landsbyggðina. Það sást best þegar síðasti fjármálaráðherra fyrri ríkisstjórnar óskaði eftir auka 10 milljarða króna arðgreiðslu frá Landsvirkjun – til viðbótar við þá 20 milljarða sem búið var að ákveða að greiða út. Þessi gjörningur segir okkur það að: a) þetta hefur ekki áhrif á raforkuverð b) þetta hefur ekki áhrif á þá miklu uppbyggingu sem fram undan er c) greiðslurnar fyrir fasteignagjöldin eru til , það er bara verið að nota þær annarsstaðar. Þó svo að tekin yrði ákvörðun um greiða lögbundin fasteignagjöld af orku- og flutningsmannvirkjum þá er ljóst að það myndi ekki leiða til verðhækkana á raforku né heldur á flutningi hennar. Það er hræðsluáróður, peningurinn er til, arðsemin er búin að segja okkur það undanfarin ár. Sjávarútvegur hefur veitt miklum fjármunum í nærsvæðin sín og sveitarfélögin þar sem þau eru staðsett. Gríðarlegir fjármunir hafa farið í ýmiskonar innviða uppbyggingu á mannvirkjum með tilheyrandi áhrifum og fleiri störfum. Það er nú ekki raunin með orkuframleiðslufyrirtækin. Þeirra höfuðstöðvar eru í Reykjavík, Landsvirkjun, Landsnet og Rarik. Sjávarútvegsfyrirtækin eru væntanlega ekki með afslátt af fasteignagjöldum líkt og orkuframleiðendur og flytjendur. Hvað þýðir þetta helst fyrir orkusveitarfélögin, jú innviðauppbygging er á margan hátt ekki jafn langt komin og erfiðara um vik að sinna sínum íbúum. Munurinn á þessum málum er nefnilega svolítið magnaður. Ef orkusveitarfélög fá sína lögbundnu tekjustofna, þá eru nefnilega minni, eða engir fjármunir jafnvel sem renna til þeirra frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem aftur þýðir það að meira verður til skiptanna fyrir hin sveitarfélögin. Við núverandi fyrirhugaðar breytingar á jöfnunarsjóði þá eru t.d. nágrannar okkar hér í Húnaþingi vestra að verða fyrir skerðingum sem um munar. Hvar er greiningarvinna á því hvaða áhrif auka 10 – 13 milljarðar í fasteignagjöld af orkumannvirkjum (sem ættu með réttu að vera til staðar í sveitarfélaga hagkerfinu) væru til staðar, af hverju í veröldinni er ekki búið að reikna þau áhrif. Væri kannski bara sátt um breytingar á jöfnunarsjóð ef þessir fjármunir væru staðsettir í hagkerfi sveitarfélaganna , hvernig væri að vinna þá greiningarvinnu! Þar sem greiningarvinnuna vantar og búið er að setja fram tölur varðandi greidd veiðigjöld á hvern íbúa í sveitarfélagi útgerðar að þá áætla ég að miðað við það sem öðrum fyrirtækjum er gert að greiða, nei annars við skulum miða við álagningarprósentuna í Noregi þar sem það er líklegri niðurstaða. Þá má áætla að Húnabyggð sé að verða af tekjum upp á ca. 436 – 506 þúsund krónum á hvern íbúa á ári hverju af lögbundnum tekjustofni sem í dag lýtur undanþágu af hálfu ríkisins. Höfundur er oddviti í orkusveitarfélaginu Húnabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húnabyggð Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Nú eru margir sem eru frammi á ritvellinum vegna ýmissa mála og þar má kannski helst geta vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna veiðigjalda. Það sem mér finnst athyglivert er hvernig vægið er misjafnt eftir því hver á í hlut, að því er virðist án þess að gera sér grein fyrir mikilvægi málsstaðar orkusveitarfélaga fyrir allt sveitarstjórnarstigið. Það er hreint út sagt með ólíkindum að árið 2025 séu sveitarfélög með orkumannvirki enn þá að berjast við að fá að nýta lögbundna tekjustofna sína, en þess má þó geta að á síðustu tveimur árum hafa málin þokast í rétta átt. En betur má ef duga skal þar sem leikreglunum fyrir orkuframleiðslu fyrirtækin var breitt fyrir um 22 árum, þetta er orðið býsna gott forskot fyrir þessi fyrirtæki. Nú eru þessi mál til skoðunar og frá mér séð er verið að vandræðast með málið og gera eins flókið og mögulegt er, og tónninn þannig að það eigi að skammta úr hnefa og orkuframleiðslufyrirtækin eigi að njóta rýmri kjara en önnur fyrirtæki. Þarna er klárlega á ferðinni mikill freistnivandi ríkisins, að skila ekki fullri rentu á landsbyggðina. Það sást best þegar síðasti fjármálaráðherra fyrri ríkisstjórnar óskaði eftir auka 10 milljarða króna arðgreiðslu frá Landsvirkjun – til viðbótar við þá 20 milljarða sem búið var að ákveða að greiða út. Þessi gjörningur segir okkur það að: a) þetta hefur ekki áhrif á raforkuverð b) þetta hefur ekki áhrif á þá miklu uppbyggingu sem fram undan er c) greiðslurnar fyrir fasteignagjöldin eru til , það er bara verið að nota þær annarsstaðar. Þó svo að tekin yrði ákvörðun um greiða lögbundin fasteignagjöld af orku- og flutningsmannvirkjum þá er ljóst að það myndi ekki leiða til verðhækkana á raforku né heldur á flutningi hennar. Það er hræðsluáróður, peningurinn er til, arðsemin er búin að segja okkur það undanfarin ár. Sjávarútvegur hefur veitt miklum fjármunum í nærsvæðin sín og sveitarfélögin þar sem þau eru staðsett. Gríðarlegir fjármunir hafa farið í ýmiskonar innviða uppbyggingu á mannvirkjum með tilheyrandi áhrifum og fleiri störfum. Það er nú ekki raunin með orkuframleiðslufyrirtækin. Þeirra höfuðstöðvar eru í Reykjavík, Landsvirkjun, Landsnet og Rarik. Sjávarútvegsfyrirtækin eru væntanlega ekki með afslátt af fasteignagjöldum líkt og orkuframleiðendur og flytjendur. Hvað þýðir þetta helst fyrir orkusveitarfélögin, jú innviðauppbygging er á margan hátt ekki jafn langt komin og erfiðara um vik að sinna sínum íbúum. Munurinn á þessum málum er nefnilega svolítið magnaður. Ef orkusveitarfélög fá sína lögbundnu tekjustofna, þá eru nefnilega minni, eða engir fjármunir jafnvel sem renna til þeirra frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem aftur þýðir það að meira verður til skiptanna fyrir hin sveitarfélögin. Við núverandi fyrirhugaðar breytingar á jöfnunarsjóði þá eru t.d. nágrannar okkar hér í Húnaþingi vestra að verða fyrir skerðingum sem um munar. Hvar er greiningarvinna á því hvaða áhrif auka 10 – 13 milljarðar í fasteignagjöld af orkumannvirkjum (sem ættu með réttu að vera til staðar í sveitarfélaga hagkerfinu) væru til staðar, af hverju í veröldinni er ekki búið að reikna þau áhrif. Væri kannski bara sátt um breytingar á jöfnunarsjóð ef þessir fjármunir væru staðsettir í hagkerfi sveitarfélaganna , hvernig væri að vinna þá greiningarvinnu! Þar sem greiningarvinnuna vantar og búið er að setja fram tölur varðandi greidd veiðigjöld á hvern íbúa í sveitarfélagi útgerðar að þá áætla ég að miðað við það sem öðrum fyrirtækjum er gert að greiða, nei annars við skulum miða við álagningarprósentuna í Noregi þar sem það er líklegri niðurstaða. Þá má áætla að Húnabyggð sé að verða af tekjum upp á ca. 436 – 506 þúsund krónum á hvern íbúa á ári hverju af lögbundnum tekjustofni sem í dag lýtur undanþágu af hálfu ríkisins. Höfundur er oddviti í orkusveitarfélaginu Húnabyggð
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun