Göngum í takt 6. apríl 2025 07:32 Sumt er nú þannig að manni verður fyrirmunað að skilja. Það er nú þannig að nú sverfur að þeim sveitarfélögum sem hafa sjávarútveg sem grunnstoð í sínu samfélagi og Trump er að trompa með ófyrirséðum afleiðingum að auki. Eðlilega þá er snúið til varnar, sveitarfélög, sjávarútvegsfyrirtæki, þingmenn og allir sem vettlingi geta valdið og ég skil það á margan hátt. En það fer nú öðrum sögum af stuðningi við málstað orkusveitarfélaganna að mínu mati. Menn hafa meira að segja vaðið fram á sviðið og sagt okkur, já okkur, vera að tefja og þvælast fyrir og það þingmenn og ráðherrar sem ættu að vera að styðja málflutninginn. Það eru ekki margir sem hafa farið í pontu á alþingi og kallað eftir skjótum viðbrögðum og hraðari málsmeðferð til handa orkusveitarfélögunum, þrátt fyrir ávinninginn sem af því hlýst. Það skilja það allir sem vilja að við þurfum að vinna meira rafmagn, það skilar sér svo sannarlega. Við erum í lykilstöðu og ekkert land í heiminum er með jafn mikið af grænni orku og við Íslendingar. Við þurfum að halda áfram með orkuskiptin en við verðum líka að vera raunsæ og spenna ekki bogann þannig að við séum ótrúverðug. Aukum orkuframleiðslu, byggjum upp innviði og framkvæmum í réttri röð. Aukinni orkuframleiðslu fylgir líka gríðarlega mikill efnahagslegur ávinningur, sem reyndar í núverandi stöðu er allur þar sem orkan er notuð. Við þurfum líka að gæta að orkuörygginu og eiga nóg til. Við verðum að hlusta á fólkið í landinu okkar og setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Það þarf að virkja meira á norðurlandi vestra. Með því getum við tryggt orkuöryggi og afhendingargetu til allra heimila og smærri fyrirtækja á suðvesturhorninu, auk norðurlands og vestfjarða ef það gerist að nátturan fer að yggla sig óæskilegum stöðum á suðurlandinu. Hvað þarf til að þetta geti gerst? Svarið er ótrúlega einfalt. Við þurfum að tryggja sanngirni og tryggja að nærsamfélögin sem skaffa landsvæðið undir mannvirkin fá sanngjarnt afgjald eins og í öðrum löndum. Það er ekki í lagi að ávinningurinn og margfeldisáhrifin séu bara þar sem raforkan er notuð. Er það nóg? Nei, ekki að mínu mati, það þarf nefnilega að tryggja að byggðalínur séu byggðalínur sem tengja byggðina á landsbyggðinni saman en ekki borgarlínur sem flytja orkuna í burtu. Það kann ekki góðri lukku að stýra ef það á að klippa stór landsvæði út úr byggðalínu hringnum og búa til fleiri Vestfirði í raforkulegu samhengi. Við viljum jöfn tækifæri og við þurfum að hafa alvöru byggðastefnu. Íbúar í Húnabyggð hafa svo sannarlega lagt sitt af mörkum í gegnum tíðina og erum stolt af því orkumannvirki sem hjá okkur er og því starfsfólki sem þar stýrir en aðstæður eru þó aðeins öðruvísi hjá okkur. Við erum líkast til með einu stóru vatnsaflsvirkjunina á íslandi sem er ekki með bundið slitlag heim að stjórnstöð og það er meira að segja norðurendi Kjalvegar í byggð, hverju skyldi það sæta? Og til að kóróna þetta gott fólk þá virðist það vera ofar í forgangi að leggja bundið slitlag upp að Kerlingafjöllum að sunnanverðu heldur en girða sig í brók hérna norðanmegin og klára heim að virkjun. Húnabyggð setti skipulagsstopp á Blöndulund, af hverju? Jú það er einfalt, það er ekki vegna þess að við séum honum mótfallin, það er vegna þess að það hlustaði enginn. Er rétt gefið? Nei, það er áratuga gömul undanþága frá fasteignamatsskyldu orkumannvirkja sem skekkir myndina. Er það eðlilegt að fjærendi orkuframleiðslu fái allan ávinninginn og íbúar nærsamfélags orkuframleiðslu lítinn sem engan í stóru myndinni? Og íbúarnir við hlið orkumannvirkjanna borgi þar að auki meira fyrir rafmagnið af því að þeir eru í dreifbýli! Þetta dæmi gengur ekki upp árið 2025. Nú lögum við þessar skekkjur, jöfnum leikinn og tækifærin. Göngum í takt og gerum þetta saman sem þjóð, þá er ávinningurinn allra. Höfundur er oddviti í orkusveitarfélaginu Húnabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húnabyggð Orkumál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Sumt er nú þannig að manni verður fyrirmunað að skilja. Það er nú þannig að nú sverfur að þeim sveitarfélögum sem hafa sjávarútveg sem grunnstoð í sínu samfélagi og Trump er að trompa með ófyrirséðum afleiðingum að auki. Eðlilega þá er snúið til varnar, sveitarfélög, sjávarútvegsfyrirtæki, þingmenn og allir sem vettlingi geta valdið og ég skil það á margan hátt. En það fer nú öðrum sögum af stuðningi við málstað orkusveitarfélaganna að mínu mati. Menn hafa meira að segja vaðið fram á sviðið og sagt okkur, já okkur, vera að tefja og þvælast fyrir og það þingmenn og ráðherrar sem ættu að vera að styðja málflutninginn. Það eru ekki margir sem hafa farið í pontu á alþingi og kallað eftir skjótum viðbrögðum og hraðari málsmeðferð til handa orkusveitarfélögunum, þrátt fyrir ávinninginn sem af því hlýst. Það skilja það allir sem vilja að við þurfum að vinna meira rafmagn, það skilar sér svo sannarlega. Við erum í lykilstöðu og ekkert land í heiminum er með jafn mikið af grænni orku og við Íslendingar. Við þurfum að halda áfram með orkuskiptin en við verðum líka að vera raunsæ og spenna ekki bogann þannig að við séum ótrúverðug. Aukum orkuframleiðslu, byggjum upp innviði og framkvæmum í réttri röð. Aukinni orkuframleiðslu fylgir líka gríðarlega mikill efnahagslegur ávinningur, sem reyndar í núverandi stöðu er allur þar sem orkan er notuð. Við þurfum líka að gæta að orkuörygginu og eiga nóg til. Við verðum að hlusta á fólkið í landinu okkar og setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Það þarf að virkja meira á norðurlandi vestra. Með því getum við tryggt orkuöryggi og afhendingargetu til allra heimila og smærri fyrirtækja á suðvesturhorninu, auk norðurlands og vestfjarða ef það gerist að nátturan fer að yggla sig óæskilegum stöðum á suðurlandinu. Hvað þarf til að þetta geti gerst? Svarið er ótrúlega einfalt. Við þurfum að tryggja sanngirni og tryggja að nærsamfélögin sem skaffa landsvæðið undir mannvirkin fá sanngjarnt afgjald eins og í öðrum löndum. Það er ekki í lagi að ávinningurinn og margfeldisáhrifin séu bara þar sem raforkan er notuð. Er það nóg? Nei, ekki að mínu mati, það þarf nefnilega að tryggja að byggðalínur séu byggðalínur sem tengja byggðina á landsbyggðinni saman en ekki borgarlínur sem flytja orkuna í burtu. Það kann ekki góðri lukku að stýra ef það á að klippa stór landsvæði út úr byggðalínu hringnum og búa til fleiri Vestfirði í raforkulegu samhengi. Við viljum jöfn tækifæri og við þurfum að hafa alvöru byggðastefnu. Íbúar í Húnabyggð hafa svo sannarlega lagt sitt af mörkum í gegnum tíðina og erum stolt af því orkumannvirki sem hjá okkur er og því starfsfólki sem þar stýrir en aðstæður eru þó aðeins öðruvísi hjá okkur. Við erum líkast til með einu stóru vatnsaflsvirkjunina á íslandi sem er ekki með bundið slitlag heim að stjórnstöð og það er meira að segja norðurendi Kjalvegar í byggð, hverju skyldi það sæta? Og til að kóróna þetta gott fólk þá virðist það vera ofar í forgangi að leggja bundið slitlag upp að Kerlingafjöllum að sunnanverðu heldur en girða sig í brók hérna norðanmegin og klára heim að virkjun. Húnabyggð setti skipulagsstopp á Blöndulund, af hverju? Jú það er einfalt, það er ekki vegna þess að við séum honum mótfallin, það er vegna þess að það hlustaði enginn. Er rétt gefið? Nei, það er áratuga gömul undanþága frá fasteignamatsskyldu orkumannvirkja sem skekkir myndina. Er það eðlilegt að fjærendi orkuframleiðslu fái allan ávinninginn og íbúar nærsamfélags orkuframleiðslu lítinn sem engan í stóru myndinni? Og íbúarnir við hlið orkumannvirkjanna borgi þar að auki meira fyrir rafmagnið af því að þeir eru í dreifbýli! Þetta dæmi gengur ekki upp árið 2025. Nú lögum við þessar skekkjur, jöfnum leikinn og tækifærin. Göngum í takt og gerum þetta saman sem þjóð, þá er ávinningurinn allra. Höfundur er oddviti í orkusveitarfélaginu Húnabyggð.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun