Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. apríl 2025 08:16 Við höfum verið hér áður. Í kreppunni miklu settu Bandaríkin háa tolla á innfluttar vörur, t.d. með svokallaðri Smoot-Hawley Tariff Act sem hækkaði tolla á meira en 20.000 vörutegundir. Viðbrögð viðskiptaríkja voru að hækka tolla á vörur frá Bandaríkjunum. Breski hagfræðingurinn Joan Robinson skrifaði af þessu tilefni grein þar sem hún benti á að sú aðgerð að setja tolla á þau ríki sem setja tolla á þig væri álíka skynsamlegt og að fylla höfnina sína af grjóti vegna þess að strandir viðskiptaríkja væru grýttar! Með þessu vildi hún draga fram að tollar koma harðast niður á neytendum og fyrirtækjum þeirra ríkja sem setja tollinn á. Það er einfaldlega ekkert á þeim að græða. Samningar í stað tollastríðs Nú er tollastríð milli okkar helstu vina og viðskiptaríkja, á tíma þegar það er mikilvægt að lýðræðisríki standi þétt saman. Ísland hefur til þessa sloppið hlutfallslega vel, en það getur breyst fljótt. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að Ísland verður fyrir margskonar áhrifum af tollastríðinu, meðal annars þar sem hagvöxtur dregst saman í viðskiptaríkjum okkar og eftirspurn eftir vörum og þjónustu minnkar, þar með talið ferðaþjónustu. Í stað þess að auka viðskiptahömlur ættum við að draga úr þeim. 33 milljarða ávinningur á ári Ísland er opið og útflutningsmiðað hagkerfi. Við höfum í áratugi unnið að því að byggja upp öflugt net fríverslunarsamninga í samstarfi við vini okkar í EFTA; Sviss, Noreg og Liechtenstein. Þessir samningar lækka ekki aðeins tolla heldur skapa stöðug, reglumiðuð og fyrirsjáanleg viðskiptaskilyrði fyrir okkar atvinnulíf. Íslenskir útflytjendur nutu að minnsta kosti 33 milljarða króna ávinnings af tollfríðindum á síðasta ári á grundvelli EES-samningsins og annarra fríverslunarsamninga sem gerðir hafa verið á grunni aðildar Íslands að EFTA, eins og fram kemur í nýrri úttekt utanríkisráðuneytisins, Skattsins og EFTA skrifstofunnar. Samstarf um opin viðskipti Það er sérstaklega mikilvægt að fulltrúar Íslands noti hvert tækifæri til að ítreka mikilvægi frjálsra viðskipta, sérstaklega núna á tímum vaxandi verndarstefnu og óvissu í alþjóðaviðskiptakerfinu. Á sama tíma þurfa stjórnvöld og atvinnulíf að vinna þétt saman. Viðskiptahindranir skapa ekki verðmæti og þó að það sé freistandi fyrir ríki að bregðast við tollum með tollum, er mikil hætta á að slík viðbrögð bitni harðast á neytendum heima fyrir. Eins og orðatiltækið segir, þú getur ekki drukkið eitur og ætlast til að óvinur þinn deyi. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skattar og tollar Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Við höfum verið hér áður. Í kreppunni miklu settu Bandaríkin háa tolla á innfluttar vörur, t.d. með svokallaðri Smoot-Hawley Tariff Act sem hækkaði tolla á meira en 20.000 vörutegundir. Viðbrögð viðskiptaríkja voru að hækka tolla á vörur frá Bandaríkjunum. Breski hagfræðingurinn Joan Robinson skrifaði af þessu tilefni grein þar sem hún benti á að sú aðgerð að setja tolla á þau ríki sem setja tolla á þig væri álíka skynsamlegt og að fylla höfnina sína af grjóti vegna þess að strandir viðskiptaríkja væru grýttar! Með þessu vildi hún draga fram að tollar koma harðast niður á neytendum og fyrirtækjum þeirra ríkja sem setja tollinn á. Það er einfaldlega ekkert á þeim að græða. Samningar í stað tollastríðs Nú er tollastríð milli okkar helstu vina og viðskiptaríkja, á tíma þegar það er mikilvægt að lýðræðisríki standi þétt saman. Ísland hefur til þessa sloppið hlutfallslega vel, en það getur breyst fljótt. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að Ísland verður fyrir margskonar áhrifum af tollastríðinu, meðal annars þar sem hagvöxtur dregst saman í viðskiptaríkjum okkar og eftirspurn eftir vörum og þjónustu minnkar, þar með talið ferðaþjónustu. Í stað þess að auka viðskiptahömlur ættum við að draga úr þeim. 33 milljarða ávinningur á ári Ísland er opið og útflutningsmiðað hagkerfi. Við höfum í áratugi unnið að því að byggja upp öflugt net fríverslunarsamninga í samstarfi við vini okkar í EFTA; Sviss, Noreg og Liechtenstein. Þessir samningar lækka ekki aðeins tolla heldur skapa stöðug, reglumiðuð og fyrirsjáanleg viðskiptaskilyrði fyrir okkar atvinnulíf. Íslenskir útflytjendur nutu að minnsta kosti 33 milljarða króna ávinnings af tollfríðindum á síðasta ári á grundvelli EES-samningsins og annarra fríverslunarsamninga sem gerðir hafa verið á grunni aðildar Íslands að EFTA, eins og fram kemur í nýrri úttekt utanríkisráðuneytisins, Skattsins og EFTA skrifstofunnar. Samstarf um opin viðskipti Það er sérstaklega mikilvægt að fulltrúar Íslands noti hvert tækifæri til að ítreka mikilvægi frjálsra viðskipta, sérstaklega núna á tímum vaxandi verndarstefnu og óvissu í alþjóðaviðskiptakerfinu. Á sama tíma þurfa stjórnvöld og atvinnulíf að vinna þétt saman. Viðskiptahindranir skapa ekki verðmæti og þó að það sé freistandi fyrir ríki að bregðast við tollum með tollum, er mikil hætta á að slík viðbrögð bitni harðast á neytendum heima fyrir. Eins og orðatiltækið segir, þú getur ekki drukkið eitur og ætlast til að óvinur þinn deyi. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar.
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun