Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. apríl 2025 14:21 Arna Mangea Danks vill með birtingu ummælanna meðal annars koma fólki í skilning um að það sé ekki eftirsóknarvert að vera trans. Því fylgi mikið áreiti, í raun hatur, sem enginn vilji lenda í. Arna Magnea Danks, leikkona og grunnskólakennari, segist ekki hafa sakað neinn starfsmanna hjá hlaðvarpsveitunni Brotkastinu persónulega um líflát. Hún hafi verið að vísa til afmennsku sem eigi sér stað í hennar garð og annars trans fólks, meðal annars í þáttum Brotkastins en líka víðar, í athugasemdakerfinu á Facebook. Arna Magnea mætti ásamt Þórarni Hjartarsyni, hlaðvarpsstjórnanda og bardagalistaþjálfara, í Bítið á Bylgjunni á þriðjudaginn. Wókismi var til umræðu þar sem þau Þórarinn voru á öndverðum meiði. Wókismi hefur verið áberandi í umræðunni hér á landi eftir umræður Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, við Hallgrím Helgason rithöfunda á Samstöðinni á mánudag. Arna Magnea er trans kona og vakti athygli fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Ljósvíkingar á síðasta ári. Hún vekur athygli á áreiti og athugasemdum frá fjölmörgum, þar á meðal nafntoguðu fólki á borð við Margréti Friðriksdóttur á Fréttinni, Eldi Deville hjá Samtökunum 22 og þáttastjórnanda hlaðvarpsins Norræn karlmennska, Jóni Einarssyni Þormari Pálssyni. Tveir síðastnefndu hafa meðal annars sett spurningamerki við fullyrðingar um manndráp á trans fólki. „Í viðtali á Bylgjunni talaði ég um að vera afmennskuð á samfélagsmiðlum og jafnvel hótað lífláti í einkaskilaboðum, jafnvel frá Brotkast fólkinu. Átti ég þar við afmennskuna sem á sér stað í minn garð og annars trans fólks í þáttunum þeirra og í þeirra athugasemdum hér og þar á netinu. Ég sakaði engan þeirra persónulega um að hóta mér lífláti, þó vissulega hefur verið gefið í skyn að það muni verða þaggað niður í mér,“ segir Arna Magnea í færslu á Facebook. Færslan hefur vakið mikla athygli og að sjá mikinn stuðning við Örnu og trans fólk. Hún birtir athugasemdir sem hún hefur orðið vör við á vafri sínu um netið og má sjá í fréttinni að neðan. „Ég hef ekki geð, né andlega heilsu til að lesa allt sem hefur verið skrifað og sagt um mig vegna þess eins að ég er trans. Eitthvað sem þetta fólk skilur ekki og vill ekki skilja, eða hreinlega er drull sama og hatar bara trans fólk af því það kemst upp með að hata. Hrekkjusvínin á leikvellinum alast oft upp í að verða hrekkjusvín og óþverrar allstaðar í gegnum lífið og ekkert er betra í þeirra augum en að ráðast á hóp af fólki sem er svo agnarsmár hlutir samfélagsins að það á varla möguleika á að svara fyrir sig.“ Hún segist ekki hafa dagskrárvald til að mega vera sár eða reið yfir því hvernig komið sé fram við sig. „Og ég kölluð í tíma og ótíma „karl í kjól“, „ógeð“, „Viðbjóður“, „Geðsjúklingur“ og fleira í þeim dúr. Ég þarf að passa mig að vera ljúf, þolinmóð, sýna virðingu fyrir ólíkum „skoðunum“, þó þær beinist beint að mínu frelsi til lífs, og ég þarf að vera rökvís og fara sönnur fyrir öllu sem ég held fram. Sem ég hef gert og við öll sem erum trans, höfum gert, aftur og aftur og aftur og aftur. Lagt fram ritrýndar fræðigreinar, lagt fram rannsóknaniðurstöður, sagt frá eigin reynslu og meira að segja sýnt fram á að allar helstu vísindastofnanir heimsins eru á einu máli um að það að vera trans er meðfædd og líffræðilegt frávík frá heildinni, á sama hátt og það er líffræðilegt frávik frá heildinni að vera örvhent(ur).“ Hatrið vilji hata og afsaki eigin fyrirlitningu og fordóma fyrir fólki sem það skilur ekki og vill ekki skilja, sem „skoðun“. „Fólk sem oftar en ekki talar um og vitnar í biblíuna, án þess þó að hafa lesið hana eða gert sér grein fyrir að yfir 40.000 útgáfur séu til af því riti og að öll vestræn rit eru misvel þýddar útgáfur af grískri útgáfu sem var þýdd úr hebresku og var skrifuð af mörgum mismunandi mönnum yfir ansi langan tíma og ekki eitt einasta orð um eða gegn trans fólki þar.“ Hinsvegar sé oft talað um að sýna kærleik og skilning. „Fólk er allskonar og sumt horfir og les vísindaskáldsögur á meðan annað fólk horfir helst bara á fréttir, á meðan aðrir vilja bara góðan krimma. En allt sem fólk les og horfir á krefst þess að við séum tilbúin að trúa á hið ómögulega eða setja okkur inn í hluti sem við erum oftar en ekki fjarlæg í daglegu lífi. Af hverju er það þá svona erfitt fyrir fólk að skilja að kona sem fæðist í líkama karls, er samt ekki karl og verður aldrei karl, sama hvað hún reynir að venjast þessu farartæki. Því það skiptir engu hvort við trúum á eitthvað eða ekki, þá er það samt staðreynd að kjarninn okkar getur verið eitt og umbúðirnar annað. T.d verða grænar baunir í dós aldrei að gulrótum, þó svo að merkimiðinn á dósinni segi gulrætur!“ Arna Magnea segist ekki eiga að þurfa í sífellu að verja sig og sína tilvist. „Ég hefði ekki átt að þurfa að berjast fyrir því allt mitt líf að finna leiðina að sjálfri mér vegna fordóma, fáfræðis og haturs samfélagsins. Og ég hefði ekki átt að þurfa að sanna fyrir allskonar fólki, þar með heilbrigðisstarfsfólki að ég væri sú sem ég er og hef alltaf verið.“ „Trans fólk er ekki undirtegund mennskunnar og er ekki ógn við einn eða neinn og hver einasti fullorðni einstaklingur sem er trans, var eitt sinn trans barn sem í all flestum tilvikum fékk ekki að blómstra sem sitt sanna sjálf og það tráma er algjörlega á ábyrgð samfélagsins og hefði mátt forðast. Þessvegna er það að fullorðið trans fólk í dag er að berjast fyrir réttindum trans barna til að þau þurfi ekki að burðast með slíkt andlegt sár út allt sitt líf.“ Það velji enginn að vera trans. „Af hverju ættum við að velja að vera afmennskuð í tíma og ótíma? Af hverju ættum við að velja líf þar sem við búum við ótta og þurfum í sífellu að vera sett í það hlutverk að fræða og berjast gegn fáfræði og fordómum?“ Hennar líf sé vissulega miklu betra eftir að hún kom út sem hún sjálf. „Því ég er ekki með fjall af vanlíðan vegna kynama og sjálfsásakana, sektarkennd og skömm vegna hinseginleika minns, lengur. Mítt líf er betra af því ég er frjáls og ég er ekki lengur að þykjast vera „hann“ bara til að þóknast öðru fólki og til að lifa af. En það er ekki auðvelt líf og ég hefði aldrei, aldrei, valið að vera trans. Enda vissi ég löngu áður en ég fékk þetta orð „trans“ í orðabókina mína og löngu áður en ég vissi eitthvað um trans, að ég var stelpa í röngu kynhlutverki og mín upplifun var alltaf, eins lengi og ég man eftir mér, að ég var í röngum líkama. Fangi í líkama og kynhlutverki sem hentaði mér aldrei.“ Hún segist deila ummælum sem hafi verið skrifuð um hana og trans fólk svo fólk geti sjálft dæmt hversu eftirsóknarvert það sé að vera trans. „Og ef þið haldið að ég sé að berjast fyrir athyglina, þá gætuð þið ekki haft meira rangt fyrir ykkur, því þetta er ekki athyglin sem ég þarf. Hatrið neyddi mig til að berjast og vera sýnileg, því ég get ekki leyft óttanum, fáfræðinni og fordómunum að buga mig aftur eins og það gerði í mörg ár vegna þess ofbeldis sem ég varð fyrir vegna þess að ég var „öðruvísi“!“ Hún lýkur máli sínu á fjórum fullyrðingum: „Það er ekki skoðun að kalla trans fólk hugmyndafræði! Það er ekki skoðun að rangkynja trans fólk! Það er ekki skoðun að afmennska annað fólk! Þetta er hatur!“ Að neðan má sjá skjáskot af ummælum sem Arna Magnea birti á Facebook. Mannréttindi Málefni trans fólks Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Arna Magnea mætti ásamt Þórarni Hjartarsyni, hlaðvarpsstjórnanda og bardagalistaþjálfara, í Bítið á Bylgjunni á þriðjudaginn. Wókismi var til umræðu þar sem þau Þórarinn voru á öndverðum meiði. Wókismi hefur verið áberandi í umræðunni hér á landi eftir umræður Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, við Hallgrím Helgason rithöfunda á Samstöðinni á mánudag. Arna Magnea er trans kona og vakti athygli fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Ljósvíkingar á síðasta ári. Hún vekur athygli á áreiti og athugasemdum frá fjölmörgum, þar á meðal nafntoguðu fólki á borð við Margréti Friðriksdóttur á Fréttinni, Eldi Deville hjá Samtökunum 22 og þáttastjórnanda hlaðvarpsins Norræn karlmennska, Jóni Einarssyni Þormari Pálssyni. Tveir síðastnefndu hafa meðal annars sett spurningamerki við fullyrðingar um manndráp á trans fólki. „Í viðtali á Bylgjunni talaði ég um að vera afmennskuð á samfélagsmiðlum og jafnvel hótað lífláti í einkaskilaboðum, jafnvel frá Brotkast fólkinu. Átti ég þar við afmennskuna sem á sér stað í minn garð og annars trans fólks í þáttunum þeirra og í þeirra athugasemdum hér og þar á netinu. Ég sakaði engan þeirra persónulega um að hóta mér lífláti, þó vissulega hefur verið gefið í skyn að það muni verða þaggað niður í mér,“ segir Arna Magnea í færslu á Facebook. Færslan hefur vakið mikla athygli og að sjá mikinn stuðning við Örnu og trans fólk. Hún birtir athugasemdir sem hún hefur orðið vör við á vafri sínu um netið og má sjá í fréttinni að neðan. „Ég hef ekki geð, né andlega heilsu til að lesa allt sem hefur verið skrifað og sagt um mig vegna þess eins að ég er trans. Eitthvað sem þetta fólk skilur ekki og vill ekki skilja, eða hreinlega er drull sama og hatar bara trans fólk af því það kemst upp með að hata. Hrekkjusvínin á leikvellinum alast oft upp í að verða hrekkjusvín og óþverrar allstaðar í gegnum lífið og ekkert er betra í þeirra augum en að ráðast á hóp af fólki sem er svo agnarsmár hlutir samfélagsins að það á varla möguleika á að svara fyrir sig.“ Hún segist ekki hafa dagskrárvald til að mega vera sár eða reið yfir því hvernig komið sé fram við sig. „Og ég kölluð í tíma og ótíma „karl í kjól“, „ógeð“, „Viðbjóður“, „Geðsjúklingur“ og fleira í þeim dúr. Ég þarf að passa mig að vera ljúf, þolinmóð, sýna virðingu fyrir ólíkum „skoðunum“, þó þær beinist beint að mínu frelsi til lífs, og ég þarf að vera rökvís og fara sönnur fyrir öllu sem ég held fram. Sem ég hef gert og við öll sem erum trans, höfum gert, aftur og aftur og aftur og aftur. Lagt fram ritrýndar fræðigreinar, lagt fram rannsóknaniðurstöður, sagt frá eigin reynslu og meira að segja sýnt fram á að allar helstu vísindastofnanir heimsins eru á einu máli um að það að vera trans er meðfædd og líffræðilegt frávík frá heildinni, á sama hátt og það er líffræðilegt frávik frá heildinni að vera örvhent(ur).“ Hatrið vilji hata og afsaki eigin fyrirlitningu og fordóma fyrir fólki sem það skilur ekki og vill ekki skilja, sem „skoðun“. „Fólk sem oftar en ekki talar um og vitnar í biblíuna, án þess þó að hafa lesið hana eða gert sér grein fyrir að yfir 40.000 útgáfur séu til af því riti og að öll vestræn rit eru misvel þýddar útgáfur af grískri útgáfu sem var þýdd úr hebresku og var skrifuð af mörgum mismunandi mönnum yfir ansi langan tíma og ekki eitt einasta orð um eða gegn trans fólki þar.“ Hinsvegar sé oft talað um að sýna kærleik og skilning. „Fólk er allskonar og sumt horfir og les vísindaskáldsögur á meðan annað fólk horfir helst bara á fréttir, á meðan aðrir vilja bara góðan krimma. En allt sem fólk les og horfir á krefst þess að við séum tilbúin að trúa á hið ómögulega eða setja okkur inn í hluti sem við erum oftar en ekki fjarlæg í daglegu lífi. Af hverju er það þá svona erfitt fyrir fólk að skilja að kona sem fæðist í líkama karls, er samt ekki karl og verður aldrei karl, sama hvað hún reynir að venjast þessu farartæki. Því það skiptir engu hvort við trúum á eitthvað eða ekki, þá er það samt staðreynd að kjarninn okkar getur verið eitt og umbúðirnar annað. T.d verða grænar baunir í dós aldrei að gulrótum, þó svo að merkimiðinn á dósinni segi gulrætur!“ Arna Magnea segist ekki eiga að þurfa í sífellu að verja sig og sína tilvist. „Ég hefði ekki átt að þurfa að berjast fyrir því allt mitt líf að finna leiðina að sjálfri mér vegna fordóma, fáfræðis og haturs samfélagsins. Og ég hefði ekki átt að þurfa að sanna fyrir allskonar fólki, þar með heilbrigðisstarfsfólki að ég væri sú sem ég er og hef alltaf verið.“ „Trans fólk er ekki undirtegund mennskunnar og er ekki ógn við einn eða neinn og hver einasti fullorðni einstaklingur sem er trans, var eitt sinn trans barn sem í all flestum tilvikum fékk ekki að blómstra sem sitt sanna sjálf og það tráma er algjörlega á ábyrgð samfélagsins og hefði mátt forðast. Þessvegna er það að fullorðið trans fólk í dag er að berjast fyrir réttindum trans barna til að þau þurfi ekki að burðast með slíkt andlegt sár út allt sitt líf.“ Það velji enginn að vera trans. „Af hverju ættum við að velja að vera afmennskuð í tíma og ótíma? Af hverju ættum við að velja líf þar sem við búum við ótta og þurfum í sífellu að vera sett í það hlutverk að fræða og berjast gegn fáfræði og fordómum?“ Hennar líf sé vissulega miklu betra eftir að hún kom út sem hún sjálf. „Því ég er ekki með fjall af vanlíðan vegna kynama og sjálfsásakana, sektarkennd og skömm vegna hinseginleika minns, lengur. Mítt líf er betra af því ég er frjáls og ég er ekki lengur að þykjast vera „hann“ bara til að þóknast öðru fólki og til að lifa af. En það er ekki auðvelt líf og ég hefði aldrei, aldrei, valið að vera trans. Enda vissi ég löngu áður en ég fékk þetta orð „trans“ í orðabókina mína og löngu áður en ég vissi eitthvað um trans, að ég var stelpa í röngu kynhlutverki og mín upplifun var alltaf, eins lengi og ég man eftir mér, að ég var í röngum líkama. Fangi í líkama og kynhlutverki sem hentaði mér aldrei.“ Hún segist deila ummælum sem hafi verið skrifuð um hana og trans fólk svo fólk geti sjálft dæmt hversu eftirsóknarvert það sé að vera trans. „Og ef þið haldið að ég sé að berjast fyrir athyglina, þá gætuð þið ekki haft meira rangt fyrir ykkur, því þetta er ekki athyglin sem ég þarf. Hatrið neyddi mig til að berjast og vera sýnileg, því ég get ekki leyft óttanum, fáfræðinni og fordómunum að buga mig aftur eins og það gerði í mörg ár vegna þess ofbeldis sem ég varð fyrir vegna þess að ég var „öðruvísi“!“ Hún lýkur máli sínu á fjórum fullyrðingum: „Það er ekki skoðun að kalla trans fólk hugmyndafræði! Það er ekki skoðun að rangkynja trans fólk! Það er ekki skoðun að afmennska annað fólk! Þetta er hatur!“ Að neðan má sjá skjáskot af ummælum sem Arna Magnea birti á Facebook.
Mannréttindi Málefni trans fólks Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels