Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. apríl 2025 22:47 Sigrún Helga Lund, prófessor í tölfræði, Anna Helga Jónsdóttir, prófessor í tölfræði, og Valentina Giangreco Puletti, prófessor í stærðfræðilegri eðlisfræði. Háskóli Íslands Fyrstu konurnar til að vera skipaðar í stöðu prófessors við námsbraut í stærðfræði kalla eftir því að enn fleiri konur skrái sig í stærðfræðinám og segja það helbera mýtu að stærðfræðingar kunni ekki að skemmta sér. Þrjár konur hafa nýverið verið skipaðar í stöðu prófessors í stærðfræði við Háskóla Íslands en um er að ræða fyrstu konurnar til að gegna prófessorsstöðu við námsbrautina. Boðað var til fögnuðar í Veröld húsi Vigdísar vegna þessa þar sem konurnar þrjár fóru yfir feril sinn. Valentina var fyrst þeirra til að verða prófessor. Stoltar og kalla eftir að fleiri konur feti í þeirra fótspor „Ég er mjög spennt fyrir því og það hefur verið mjög gaman,“ segir Valentina Giangreco Puletti, prófessor í stærðfræðilegri eðlisfræði. „Jú þetta er bara æðislegt, frábært að feta í fótspor Valentínu, fyrst kvenna til að verða prófessor við námsbraut í stærðfræði. Við erum mjög stoltar af því og við fögnum saman í dag allar orðnar prófessorar,“ segir Anna Helga Jónsdóttir, prófessor í tölfræði. Frá athöfninni í Veröld, húsi Vigdísar.vísir Fjórar konur starfa nú við kennslu í stærðfræði við HÍ en prófessorarnir kalla eftir því að enn fleiri konur skrái sig í stærðfræði. „Núna erum við margar konur við námsbrautina og við erum komnar með svo gott kynjahlutfall og það er svo gaman. Og það er svo gaman hjá nemendum okkar. Það er þetta sem við erum svo glöð að sjá. Að það sé verið að afmá stimpil um að stærðfræði sé bara fyrir eitthvað ófélagslynt fólk sem vill bara vera heima hjá sér,“ segir Sigrún Helga Lund, prófessor í tölfræði. Búið að bóka efri hæðina á Röntgen Þær segja það vera mýtu að stærðfræði og fjör eigi ekki samleið. „Það verður fagnað í kvöld, það er alveg á hreinu. Við ætlum að byrja hér í Veröld og vera með smá fyrirlestur um okkur. Fáum að tala um okkur sjálfar í lengri tíma. Svo verður farið niður í bæ og haft ægilega gaman,“ segir Anna Helga. „Við erum búin að bóka efri hæðina á Röntgen og verðum þar í góðu fjöri,“ segir Sigrún Helga. Það er mikið talað um Valkyrjur og Kryddpíur þessa daganna er eitthvað nafn fyrir stærðfræði prófessora? „Jú reyndar, það er nafn. Því ég heiti Sigrún Helga, Anna Helga og .. Valentina Helga,“ segir Sigrún kímin. Þið eruð stærðfræði Helgunar? „Já,“ svöruðu þær og hlógu dátt. Skóla- og menntamál Háskólar Jafnréttismál Vistaskipti Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Þrjár konur hafa nýverið verið skipaðar í stöðu prófessors í stærðfræði við Háskóla Íslands en um er að ræða fyrstu konurnar til að gegna prófessorsstöðu við námsbrautina. Boðað var til fögnuðar í Veröld húsi Vigdísar vegna þessa þar sem konurnar þrjár fóru yfir feril sinn. Valentina var fyrst þeirra til að verða prófessor. Stoltar og kalla eftir að fleiri konur feti í þeirra fótspor „Ég er mjög spennt fyrir því og það hefur verið mjög gaman,“ segir Valentina Giangreco Puletti, prófessor í stærðfræðilegri eðlisfræði. „Jú þetta er bara æðislegt, frábært að feta í fótspor Valentínu, fyrst kvenna til að verða prófessor við námsbraut í stærðfræði. Við erum mjög stoltar af því og við fögnum saman í dag allar orðnar prófessorar,“ segir Anna Helga Jónsdóttir, prófessor í tölfræði. Frá athöfninni í Veröld, húsi Vigdísar.vísir Fjórar konur starfa nú við kennslu í stærðfræði við HÍ en prófessorarnir kalla eftir því að enn fleiri konur skrái sig í stærðfræði. „Núna erum við margar konur við námsbrautina og við erum komnar með svo gott kynjahlutfall og það er svo gaman. Og það er svo gaman hjá nemendum okkar. Það er þetta sem við erum svo glöð að sjá. Að það sé verið að afmá stimpil um að stærðfræði sé bara fyrir eitthvað ófélagslynt fólk sem vill bara vera heima hjá sér,“ segir Sigrún Helga Lund, prófessor í tölfræði. Búið að bóka efri hæðina á Röntgen Þær segja það vera mýtu að stærðfræði og fjör eigi ekki samleið. „Það verður fagnað í kvöld, það er alveg á hreinu. Við ætlum að byrja hér í Veröld og vera með smá fyrirlestur um okkur. Fáum að tala um okkur sjálfar í lengri tíma. Svo verður farið niður í bæ og haft ægilega gaman,“ segir Anna Helga. „Við erum búin að bóka efri hæðina á Röntgen og verðum þar í góðu fjöri,“ segir Sigrún Helga. Það er mikið talað um Valkyrjur og Kryddpíur þessa daganna er eitthvað nafn fyrir stærðfræði prófessora? „Jú reyndar, það er nafn. Því ég heiti Sigrún Helga, Anna Helga og .. Valentina Helga,“ segir Sigrún kímin. Þið eruð stærðfræði Helgunar? „Já,“ svöruðu þær og hlógu dátt.
Skóla- og menntamál Háskólar Jafnréttismál Vistaskipti Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira