Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar 12. apríl 2025 12:01 Undanfarin tvö ár hefur mikil og markviss vinna farið fram við að endurskipuleggja starfsemi leikskólans í Vík. Tillögur starfshóps sem settur var á laggirnar voru teknar upp fyrir skólaárið 2024–2025, og meginmarkmiðið var skýrt: að byggja upp öflugt leikskólastarf sem stuðlar bæði að bættri vellíðan barna og aukinni ánægju starfsfólks. Nýjustu niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins gefa sterka mynd af því hve vel hefur tekist til. Ánægja foreldra með leikskólann hefur aukist verulega – úr 43,8% árið 2023 í 100% árið 2025. Ánægja með stjórnun hefur einnig stóraukist og vinnubrögð starfsfólks fá nú 100% ánægjuhlutfall. Samhliða þessum umbótum hefur leikskólinn flutt í nýtt og glæsilegt skólahúsnæði sem byggt var á síðasta ári. Það hefur sannarlega haft sitt að segja, enda er skemmtilegt að vera í fallegu og þægilegu náms- og starfsumhverfi þar sem hljóðvist er góð og aðstaðan örugg. Húsnæði eru þó ekki endilega mikilvægustu innviðir skólastarfs, heldur mannauðurinn. Í umbótastarfinu var lögð áhersla á skýrar reglur um vistunartíma, skipulagt skóladagatal og aukinn undirbúningstíma fyrir faglegt starf. Hámarksvistunartími var styttur í 36 klst á viku og starfsfólki gefið aukið svigrúm til faglegs starfs. Þessar aðgerðir hafa skilað sér í betri starfsanda, auðveldað mönnun og stóraukið gæði skólastarfsins. Árangurinn er engum einum að þakka, heldur er hann afrakstur samhents átaks innan stjórnkerfis Mýrdalshrepps, hjá starfsfólki skólans og foreldrum – að ógleymdu mikilvægu framlagi barnanna sjálfra í að halda uppi góðum skólabrag. Það geta allir sem komið hafa að þessu verkefni verið stoltir af því að bjóða börnum í sveitarfélaginu upp á gott námsumhverfi og starfsfólki upp á gott og gefandi starfsumhverfi. Gæfuríkt samstarf um málefni skóla í sveitarfélaginu hefur haft mikið að segja. Á meðan við viðhöldum þeim góða árangri sem hefur náðst í leikskólastarfi er mikilvægt að við horfum einnig til annarra skólastiga. Víða er vakin athygli á auknum áskorunum í skólastarfi, meðal annars í tengslum við agamál. Í því ljósi er mikilvægt að sveitarfélögin styðji enn frekar við kennara og skólasamfélagið, og vinni með þeim að því að finna farsælar leiðir til að mæta þessum áskorunum. Reynslan úr leikskólanum sýnir að með samvinnu og markvissum aðgerðum má ná fram raunverulegum umbótum – og það hugarfar ætti að vera leiðarljós okkar í öllu skólastarfi. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Mýrdalshreppur Leikskólar Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Undanfarin tvö ár hefur mikil og markviss vinna farið fram við að endurskipuleggja starfsemi leikskólans í Vík. Tillögur starfshóps sem settur var á laggirnar voru teknar upp fyrir skólaárið 2024–2025, og meginmarkmiðið var skýrt: að byggja upp öflugt leikskólastarf sem stuðlar bæði að bættri vellíðan barna og aukinni ánægju starfsfólks. Nýjustu niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins gefa sterka mynd af því hve vel hefur tekist til. Ánægja foreldra með leikskólann hefur aukist verulega – úr 43,8% árið 2023 í 100% árið 2025. Ánægja með stjórnun hefur einnig stóraukist og vinnubrögð starfsfólks fá nú 100% ánægjuhlutfall. Samhliða þessum umbótum hefur leikskólinn flutt í nýtt og glæsilegt skólahúsnæði sem byggt var á síðasta ári. Það hefur sannarlega haft sitt að segja, enda er skemmtilegt að vera í fallegu og þægilegu náms- og starfsumhverfi þar sem hljóðvist er góð og aðstaðan örugg. Húsnæði eru þó ekki endilega mikilvægustu innviðir skólastarfs, heldur mannauðurinn. Í umbótastarfinu var lögð áhersla á skýrar reglur um vistunartíma, skipulagt skóladagatal og aukinn undirbúningstíma fyrir faglegt starf. Hámarksvistunartími var styttur í 36 klst á viku og starfsfólki gefið aukið svigrúm til faglegs starfs. Þessar aðgerðir hafa skilað sér í betri starfsanda, auðveldað mönnun og stóraukið gæði skólastarfsins. Árangurinn er engum einum að þakka, heldur er hann afrakstur samhents átaks innan stjórnkerfis Mýrdalshrepps, hjá starfsfólki skólans og foreldrum – að ógleymdu mikilvægu framlagi barnanna sjálfra í að halda uppi góðum skólabrag. Það geta allir sem komið hafa að þessu verkefni verið stoltir af því að bjóða börnum í sveitarfélaginu upp á gott námsumhverfi og starfsfólki upp á gott og gefandi starfsumhverfi. Gæfuríkt samstarf um málefni skóla í sveitarfélaginu hefur haft mikið að segja. Á meðan við viðhöldum þeim góða árangri sem hefur náðst í leikskólastarfi er mikilvægt að við horfum einnig til annarra skólastiga. Víða er vakin athygli á auknum áskorunum í skólastarfi, meðal annars í tengslum við agamál. Í því ljósi er mikilvægt að sveitarfélögin styðji enn frekar við kennara og skólasamfélagið, og vinni með þeim að því að finna farsælar leiðir til að mæta þessum áskorunum. Reynslan úr leikskólanum sýnir að með samvinnu og markvissum aðgerðum má ná fram raunverulegum umbótum – og það hugarfar ætti að vera leiðarljós okkar í öllu skólastarfi. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun