„Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. apríl 2025 14:51 Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra og Hlín Jóhannesdóttir, rektor Kvikmyndaskóla íslands. Samsett/Vilhelm Mennta og barnamálaráðherra hafnar alfarið ásökunum um valdníðslu af hálfu rektors Kvikmyndaskóla Íslands. Umtalsverðu fjármagni hafi verið veitt í skólann fyrir áramót sem hafi átt að duga út árið. Það sé við engan að sakast nema Kvikmyndaskólann. Rafmennt hefur boðist til að taka við rekstri skólans og gagnrýnir ráðuneytið einnig fyrir að funda ekki með stjórn Rafmenntar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ráðherra segist þó hafa fundað með rafmennt og að samstarf við Tækniskólann hafi verið það eina í stöðunni. Kvikmyndaskólinn sé einkaskóli og því eigi Rafmennt að ræða skólann en ekki ráðuneytið. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur leitað eftir því að nemendur í Kvikmyndaskóla íslands fái að ljúka námi sínu frá Tækniskólanum en Kvikmyndaskólinn var tekinn til gjaldþrotameðferðar í mars. Í tvo mánuði hafa starfsmenn skólans starfað launalaust til að sjá til þess að nemendur útskrifist í vor. „Ég hef aldrei komið að þessum skóla“ Útspil ráðuneytisins hefur mætt töluverðri gagnrýni frá starfsfólki skólans. Rektor skólans sagði ákvörðunina valdníðslu og endurspegla mikla vanþekkingu. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta og barnamálaráðherra, gefur lítið fyrir gagnrýnina. „Ég get ekki séð hvernig valdníðslan getur verið hjá mér þegar þetta er einkaskóli og ég hef aldrei komið að þessum skóla á einn eða annan hátt. Hann var gjaldþrota þegar ég kom inn í ráðuneytið. Hvernig getur þetta verið mér að kenna.“ Fjármagn sem átti að duga allt námsárið Það sé við engan að sakast nema Kvikmyndaskólann að mati Guðmundar. „Ég veit að það var settur hellingur af peningum í þennan skóla fyrir áramót, áður en þessi ríkisstjórn kom til. Það átti að duga allt árið en það virðist ekki hafa gert það, dugði ekki nema í nokkra mánuði. Það væri ábyrgðarleysi af mér að dæla peningum í einkaskóla sem ég veit ekkert hvað skilar.“ Hefur ekkert með framtíð Kvikmyndaskólans að gera Rafmennt, sem sinnir fræðslu fyrir raf- og tækniiðnað á Íslandi og er að hluta í eigu Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ), hefur lýst yfir vilja til að taka við kennslu Kvikmyndaskólans. Rafmennt búi yfir aðstöðu og fjármunum til að taka við rekstrinum. Í tilkynningu frá RSÍ segir að ráðuneytið vilji ekki grípa tækifærið þrátt fyrir tilraunir um að ganga til viðræðna við mennta- og barnamálaráðuneytið. Guðmundur segir að fundað hafi verið með rafmennt en að þau þurfi að komast að samkomulagi við Kvikmyndaskólann ef þau vilja taka við rekstrinum. „Þetta er einkaskóli kvikmyndaskólinn og hann uppfyllir ekki skilyrði til að vera með nemendur á fjórða stigi framhaldsskóla, þetta er bara einkaskóli. Ég vil hjálpa nemendum á allan hátt sem ég get. Þess vegna varð þetta lausnin. Þetta er bara einkaskóli eins og ég segi. Ég hef ekkert með einkaskóla að gera. Hvorki rekstur hans eða framtíð.“ Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Rafmennt hefur boðist til að taka við rekstri skólans og gagnrýnir ráðuneytið einnig fyrir að funda ekki með stjórn Rafmenntar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ráðherra segist þó hafa fundað með rafmennt og að samstarf við Tækniskólann hafi verið það eina í stöðunni. Kvikmyndaskólinn sé einkaskóli og því eigi Rafmennt að ræða skólann en ekki ráðuneytið. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur leitað eftir því að nemendur í Kvikmyndaskóla íslands fái að ljúka námi sínu frá Tækniskólanum en Kvikmyndaskólinn var tekinn til gjaldþrotameðferðar í mars. Í tvo mánuði hafa starfsmenn skólans starfað launalaust til að sjá til þess að nemendur útskrifist í vor. „Ég hef aldrei komið að þessum skóla“ Útspil ráðuneytisins hefur mætt töluverðri gagnrýni frá starfsfólki skólans. Rektor skólans sagði ákvörðunina valdníðslu og endurspegla mikla vanþekkingu. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta og barnamálaráðherra, gefur lítið fyrir gagnrýnina. „Ég get ekki séð hvernig valdníðslan getur verið hjá mér þegar þetta er einkaskóli og ég hef aldrei komið að þessum skóla á einn eða annan hátt. Hann var gjaldþrota þegar ég kom inn í ráðuneytið. Hvernig getur þetta verið mér að kenna.“ Fjármagn sem átti að duga allt námsárið Það sé við engan að sakast nema Kvikmyndaskólann að mati Guðmundar. „Ég veit að það var settur hellingur af peningum í þennan skóla fyrir áramót, áður en þessi ríkisstjórn kom til. Það átti að duga allt árið en það virðist ekki hafa gert það, dugði ekki nema í nokkra mánuði. Það væri ábyrgðarleysi af mér að dæla peningum í einkaskóla sem ég veit ekkert hvað skilar.“ Hefur ekkert með framtíð Kvikmyndaskólans að gera Rafmennt, sem sinnir fræðslu fyrir raf- og tækniiðnað á Íslandi og er að hluta í eigu Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ), hefur lýst yfir vilja til að taka við kennslu Kvikmyndaskólans. Rafmennt búi yfir aðstöðu og fjármunum til að taka við rekstrinum. Í tilkynningu frá RSÍ segir að ráðuneytið vilji ekki grípa tækifærið þrátt fyrir tilraunir um að ganga til viðræðna við mennta- og barnamálaráðuneytið. Guðmundur segir að fundað hafi verið með rafmennt en að þau þurfi að komast að samkomulagi við Kvikmyndaskólann ef þau vilja taka við rekstrinum. „Þetta er einkaskóli kvikmyndaskólinn og hann uppfyllir ekki skilyrði til að vera með nemendur á fjórða stigi framhaldsskóla, þetta er bara einkaskóli. Ég vil hjálpa nemendum á allan hátt sem ég get. Þess vegna varð þetta lausnin. Þetta er bara einkaskóli eins og ég segi. Ég hef ekkert með einkaskóla að gera. Hvorki rekstur hans eða framtíð.“
Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira