Frans páfi lést í morgun 88 ára að aldri. Þjóðar- og trúarleiðtogar hafa minnst páfans hlýlega og er hann víða rómaður fyrir að hafa verið auðmjúkur og kærleiksríkur.
Halla Tómasdóttir forseti segir í færslu sinni á samfélagsmiðlum að heimurinn hafi misst mikilvægan leiðtoga sem hafði kærleika og umhyggju fyrir þeim sem minnst mega sín í fyrirrúmi. Hann hafi hvatt til ábyrgrar forystu.
„Megi þær áherslur lifa áfram í verkum okkar allra,“ segir Halla.

Uppfært 14:13: Halla hefur nú breytt texta færslunnar þannig að hann samræmist íslenskri málhefð.