Skýrslan sé „full af lygum“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. apríl 2025 13:57 Brot úr myndbandi þar sem sjá má sjúkrabíla Rauða hálfmánans með blikkandi ljós rétt áður en ísraelskir hermenn hófu skothríð á bílana. AP Palestínsku samtökin Rauði hálfmáninn segja skýrslu ísraelska hersins um morð á fimmtán hjálparstarfsmönnum „fulla af lygum.“ Herinn gaf út skýrslu sem sagði að „fagleg mistök“ hafi átt sér stað og var varaherforingja vikið úr starfi. Hjálparstarfsmenn, sem voru alls sautján, á vegum Rauða hálfmánans, Palestínsku varnarsveitanna og Sameinuðu þjóðanna voru að störfum á merktum bifreiðum þegar fimmtán þeirra voru skotnir til bana af hermönnum Ísraelshers. Lík þeirra voru grafin í grunna gröf og flök bifreiðanna skilin eftir skammt frá. Tveir menn lifðu af, annar þeirra var barinn og pyntaður, en hinn tekinn til fanga af hermönnunum. Skýrsla Ísraelshers var gefin út í gær þar sem þeir viðurkenna áðurnefnd „fagleg mistök“ en neita að hafa reynt að fela atvikið. Einn herforingi fékk áminningu vegna málsins og varaherforingja vikið úr starfi. Þá kemur fram að mennirnir fimmtán voru grafnir til að „koma í veg fyrir frekari sakaða“ og að „ákvörðunin hafi verið skynsamleg vegna aðstæðna.“ Gröfin fannst viku eftir andlát þeirra. Ísraelsher hélt því fyrst fram að bílalest hjálparstarfsmannanna hefði verið grunsamleg og lélegt skyggni hafi verið svo hermennirnir sáu ekki að um sjúkrabíl hafi verið að ræða. Myndbandsupptaka af svæðinu afsannaði það og sjást bílarnir rækilega merktir hjálparsamtökunum og vel upplýstir. Ísraelsher leiðrétti rangfærslurnar. Talsmaður Rauða hálfmánans sagði skýrslu hersins „ógilda“ þar sem herinn tekur ekki ábyrgð á atvikinu heldur kennir einstaklingum um. Jonathan Whittall, yfirmaður mannúðarmála í Gasa hjá Sameinuðu þjóðunum, segir rannsóknina ekki hafa verið nægilega ítarleg. „Skortur á ábyrgð grefur undan alþjóðalögum og gerir heiminn á að hættulegri stað,“ sagði Whittall samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hjálparstarf Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Hjálparstarfsmenn, sem voru alls sautján, á vegum Rauða hálfmánans, Palestínsku varnarsveitanna og Sameinuðu þjóðanna voru að störfum á merktum bifreiðum þegar fimmtán þeirra voru skotnir til bana af hermönnum Ísraelshers. Lík þeirra voru grafin í grunna gröf og flök bifreiðanna skilin eftir skammt frá. Tveir menn lifðu af, annar þeirra var barinn og pyntaður, en hinn tekinn til fanga af hermönnunum. Skýrsla Ísraelshers var gefin út í gær þar sem þeir viðurkenna áðurnefnd „fagleg mistök“ en neita að hafa reynt að fela atvikið. Einn herforingi fékk áminningu vegna málsins og varaherforingja vikið úr starfi. Þá kemur fram að mennirnir fimmtán voru grafnir til að „koma í veg fyrir frekari sakaða“ og að „ákvörðunin hafi verið skynsamleg vegna aðstæðna.“ Gröfin fannst viku eftir andlát þeirra. Ísraelsher hélt því fyrst fram að bílalest hjálparstarfsmannanna hefði verið grunsamleg og lélegt skyggni hafi verið svo hermennirnir sáu ekki að um sjúkrabíl hafi verið að ræða. Myndbandsupptaka af svæðinu afsannaði það og sjást bílarnir rækilega merktir hjálparsamtökunum og vel upplýstir. Ísraelsher leiðrétti rangfærslurnar. Talsmaður Rauða hálfmánans sagði skýrslu hersins „ógilda“ þar sem herinn tekur ekki ábyrgð á atvikinu heldur kennir einstaklingum um. Jonathan Whittall, yfirmaður mannúðarmála í Gasa hjá Sameinuðu þjóðunum, segir rannsóknina ekki hafa verið nægilega ítarleg. „Skortur á ábyrgð grefur undan alþjóðalögum og gerir heiminn á að hættulegri stað,“ sagði Whittall samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hjálparstarf Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira