Málið áfall fyrir lögreglu Atli Ísleifsson skrifar 30. apríl 2025 06:41 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að um leið og embættið hafi fengið veður af nýjum öngum málsins nú hafi það verið tilkynnt itl embættis ríkissaksóknara. Vísir/Vilhelm Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari og fyrrverandi sérstakur saksóknari, segir að njósnamálið sem Kveikur fjallaði um í gærkvöldi sé áfall fyrir saksóknaraembættið. Það sem lýst sé í þættinum gangi gegn öllum gildum og siðferði innan lögreglunnar. Þetta segir Ólafur Þór í samtali við mbl.is í gær. „Í okkar huga er þetta afar slæmt tilvik og erum í rauninni í hálfgerðu áfalli yfir þessu öllu,“ segir Ólafur Þór. Málið snýr að því að Björgólfur Thor Björgólfsson, ríkasti maður landsins, hafi greitt starfandi og fyrrverandi lögreglumönnum fyrir að njósna um hóp fyrrverandi hluthafa Landbankans, sem þá voru í málaferlum gegn Björgólfi sem var stærsti hluthafi bankans. Njósnirnar eiga að hafa staðið á þriggja mánaða tímabili haustið 2012. Ólafur segir að embætti héraðssaksóknara hafi tilkynnt um nýja anga málsins sem fjallað var um í Kveik til ríkissaksóknara um leið og það hafi fengið veður af málinu. Grunaðir um að hafa stolið gögnum Starfsmenn saksóknaraembættisins sem um ræddi voru þeir Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, og Guðmundur Haukur Gunnarsson lögmaður, en hann lést árið 2020. Þeir hættu báðir hjá embætti sérstaks saksóknara í árslok 2011 og stofnuðu þá njósnafyrirtækið PPP sf. Grunur lék á sínum tíma á að þeir félagar hafi stolið gögnum frá embætti sérstaks saksóknara áður en þeir hættu störfum. Þeir voru kærðir vegna þessa vorið 2012 og hófst rannsókn sem ríkissaksóknari felldi að lokum niður. Í Kveik kom fram að málið hafi orðið til þess að varðstjóri, sem enn starfar hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og tók þátt í njósnaaðgerðunum, hafi nú verið leystur undan vinnuskyldu. Vildi ná myndum af Róberti með Vilhjálmi og Ólafi Fram kom að Björgólfur hafi beðið um upplýsingar um mennina sem fóru fyrir hópmálsókninni frá félaginu PPP sf og að hann hafi jafnframt talið að hlutahafahópurinn sem stóð í málaferlum gegn sér tengdist Róberti Wessman. Björgólfur hafi með aðgerðunum viljað færa á því sönnur, auk þess að komast að því hvernig félagið hefði fengið gögnin sem stefna þess byggði á. Aðalmarkmiðið hafi verið að ná myndum af Róberti Wessman og Vilhjálmi Bjarnasyni, fyrrverandi þingmanni, og Ólafi Kristinssyni lögmanni saman, en þeir Vilhjálmur og Ólafur voru í hópi þeirra sem fóru fyrir hópmálsókninni á sínum tíma. Máli Björgólfs Thors og hluthafahópsins lauk á síðasta ári með um milljarðs sáttagreiðslu Björgólfs til hópsins. Björgólfur Thor viðurkenndi þó ekki sök, en hann var sakaður um að hafa leynt hluthöfum bankans mikilvægum upplýsingum. Lögreglumál Lögreglan Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Þetta segir Ólafur Þór í samtali við mbl.is í gær. „Í okkar huga er þetta afar slæmt tilvik og erum í rauninni í hálfgerðu áfalli yfir þessu öllu,“ segir Ólafur Þór. Málið snýr að því að Björgólfur Thor Björgólfsson, ríkasti maður landsins, hafi greitt starfandi og fyrrverandi lögreglumönnum fyrir að njósna um hóp fyrrverandi hluthafa Landbankans, sem þá voru í málaferlum gegn Björgólfi sem var stærsti hluthafi bankans. Njósnirnar eiga að hafa staðið á þriggja mánaða tímabili haustið 2012. Ólafur segir að embætti héraðssaksóknara hafi tilkynnt um nýja anga málsins sem fjallað var um í Kveik til ríkissaksóknara um leið og það hafi fengið veður af málinu. Grunaðir um að hafa stolið gögnum Starfsmenn saksóknaraembættisins sem um ræddi voru þeir Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, og Guðmundur Haukur Gunnarsson lögmaður, en hann lést árið 2020. Þeir hættu báðir hjá embætti sérstaks saksóknara í árslok 2011 og stofnuðu þá njósnafyrirtækið PPP sf. Grunur lék á sínum tíma á að þeir félagar hafi stolið gögnum frá embætti sérstaks saksóknara áður en þeir hættu störfum. Þeir voru kærðir vegna þessa vorið 2012 og hófst rannsókn sem ríkissaksóknari felldi að lokum niður. Í Kveik kom fram að málið hafi orðið til þess að varðstjóri, sem enn starfar hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og tók þátt í njósnaaðgerðunum, hafi nú verið leystur undan vinnuskyldu. Vildi ná myndum af Róberti með Vilhjálmi og Ólafi Fram kom að Björgólfur hafi beðið um upplýsingar um mennina sem fóru fyrir hópmálsókninni frá félaginu PPP sf og að hann hafi jafnframt talið að hlutahafahópurinn sem stóð í málaferlum gegn sér tengdist Róberti Wessman. Björgólfur hafi með aðgerðunum viljað færa á því sönnur, auk þess að komast að því hvernig félagið hefði fengið gögnin sem stefna þess byggði á. Aðalmarkmiðið hafi verið að ná myndum af Róberti Wessman og Vilhjálmi Bjarnasyni, fyrrverandi þingmanni, og Ólafi Kristinssyni lögmanni saman, en þeir Vilhjálmur og Ólafur voru í hópi þeirra sem fóru fyrir hópmálsókninni á sínum tíma. Máli Björgólfs Thors og hluthafahópsins lauk á síðasta ári með um milljarðs sáttagreiðslu Björgólfs til hópsins. Björgólfur Thor viðurkenndi þó ekki sök, en hann var sakaður um að hafa leynt hluthöfum bankans mikilvægum upplýsingum.
Lögreglumál Lögreglan Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira