Málið áfall fyrir lögreglu Atli Ísleifsson skrifar 30. apríl 2025 06:41 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að um leið og embættið hafi fengið veður af nýjum öngum málsins nú hafi það verið tilkynnt itl embættis ríkissaksóknara. Vísir/Vilhelm Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari og fyrrverandi sérstakur saksóknari, segir að njósnamálið sem Kveikur fjallaði um í gærkvöldi sé áfall fyrir saksóknaraembættið. Það sem lýst sé í þættinum gangi gegn öllum gildum og siðferði innan lögreglunnar. Þetta segir Ólafur Þór í samtali við mbl.is í gær. „Í okkar huga er þetta afar slæmt tilvik og erum í rauninni í hálfgerðu áfalli yfir þessu öllu,“ segir Ólafur Þór. Málið snýr að því að Björgólfur Thor Björgólfsson, ríkasti maður landsins, hafi greitt starfandi og fyrrverandi lögreglumönnum fyrir að njósna um hóp fyrrverandi hluthafa Landbankans, sem þá voru í málaferlum gegn Björgólfi sem var stærsti hluthafi bankans. Njósnirnar eiga að hafa staðið á þriggja mánaða tímabili haustið 2012. Ólafur segir að embætti héraðssaksóknara hafi tilkynnt um nýja anga málsins sem fjallað var um í Kveik til ríkissaksóknara um leið og það hafi fengið veður af málinu. Grunaðir um að hafa stolið gögnum Starfsmenn saksóknaraembættisins sem um ræddi voru þeir Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, og Guðmundur Haukur Gunnarsson lögmaður, en hann lést árið 2020. Þeir hættu báðir hjá embætti sérstaks saksóknara í árslok 2011 og stofnuðu þá njósnafyrirtækið PPP sf. Grunur lék á sínum tíma á að þeir félagar hafi stolið gögnum frá embætti sérstaks saksóknara áður en þeir hættu störfum. Þeir voru kærðir vegna þessa vorið 2012 og hófst rannsókn sem ríkissaksóknari felldi að lokum niður. Í Kveik kom fram að málið hafi orðið til þess að varðstjóri, sem enn starfar hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og tók þátt í njósnaaðgerðunum, hafi nú verið leystur undan vinnuskyldu. Vildi ná myndum af Róberti með Vilhjálmi og Ólafi Fram kom að Björgólfur hafi beðið um upplýsingar um mennina sem fóru fyrir hópmálsókninni frá félaginu PPP sf og að hann hafi jafnframt talið að hlutahafahópurinn sem stóð í málaferlum gegn sér tengdist Róberti Wessman. Björgólfur hafi með aðgerðunum viljað færa á því sönnur, auk þess að komast að því hvernig félagið hefði fengið gögnin sem stefna þess byggði á. Aðalmarkmiðið hafi verið að ná myndum af Róberti Wessman og Vilhjálmi Bjarnasyni, fyrrverandi þingmanni, og Ólafi Kristinssyni lögmanni saman, en þeir Vilhjálmur og Ólafur voru í hópi þeirra sem fóru fyrir hópmálsókninni á sínum tíma. Máli Björgólfs Thors og hluthafahópsins lauk á síðasta ári með um milljarðs sáttagreiðslu Björgólfs til hópsins. Björgólfur Thor viðurkenndi þó ekki sök, en hann var sakaður um að hafa leynt hluthöfum bankans mikilvægum upplýsingum. Lögreglumál Lögreglan Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Þetta segir Ólafur Þór í samtali við mbl.is í gær. „Í okkar huga er þetta afar slæmt tilvik og erum í rauninni í hálfgerðu áfalli yfir þessu öllu,“ segir Ólafur Þór. Málið snýr að því að Björgólfur Thor Björgólfsson, ríkasti maður landsins, hafi greitt starfandi og fyrrverandi lögreglumönnum fyrir að njósna um hóp fyrrverandi hluthafa Landbankans, sem þá voru í málaferlum gegn Björgólfi sem var stærsti hluthafi bankans. Njósnirnar eiga að hafa staðið á þriggja mánaða tímabili haustið 2012. Ólafur segir að embætti héraðssaksóknara hafi tilkynnt um nýja anga málsins sem fjallað var um í Kveik til ríkissaksóknara um leið og það hafi fengið veður af málinu. Grunaðir um að hafa stolið gögnum Starfsmenn saksóknaraembættisins sem um ræddi voru þeir Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, og Guðmundur Haukur Gunnarsson lögmaður, en hann lést árið 2020. Þeir hættu báðir hjá embætti sérstaks saksóknara í árslok 2011 og stofnuðu þá njósnafyrirtækið PPP sf. Grunur lék á sínum tíma á að þeir félagar hafi stolið gögnum frá embætti sérstaks saksóknara áður en þeir hættu störfum. Þeir voru kærðir vegna þessa vorið 2012 og hófst rannsókn sem ríkissaksóknari felldi að lokum niður. Í Kveik kom fram að málið hafi orðið til þess að varðstjóri, sem enn starfar hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og tók þátt í njósnaaðgerðunum, hafi nú verið leystur undan vinnuskyldu. Vildi ná myndum af Róberti með Vilhjálmi og Ólafi Fram kom að Björgólfur hafi beðið um upplýsingar um mennina sem fóru fyrir hópmálsókninni frá félaginu PPP sf og að hann hafi jafnframt talið að hlutahafahópurinn sem stóð í málaferlum gegn sér tengdist Róberti Wessman. Björgólfur hafi með aðgerðunum viljað færa á því sönnur, auk þess að komast að því hvernig félagið hefði fengið gögnin sem stefna þess byggði á. Aðalmarkmiðið hafi verið að ná myndum af Róberti Wessman og Vilhjálmi Bjarnasyni, fyrrverandi þingmanni, og Ólafi Kristinssyni lögmanni saman, en þeir Vilhjálmur og Ólafur voru í hópi þeirra sem fóru fyrir hópmálsókninni á sínum tíma. Máli Björgólfs Thors og hluthafahópsins lauk á síðasta ári með um milljarðs sáttagreiðslu Björgólfs til hópsins. Björgólfur Thor viðurkenndi þó ekki sök, en hann var sakaður um að hafa leynt hluthöfum bankans mikilvægum upplýsingum.
Lögreglumál Lögreglan Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira