„Ástandið er að versna“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. maí 2025 23:39 Arnór Sigurjónsson sérfræðingur í varnarmálum ræddi hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir Sérfræðingur í varnarmálum segir ljóst að með auknum hernaðaraðgerðum Ísraelshers á Gasa ætli Ísrael að ganga endanlega milli bols og höfuðs á Hamas-samtökunum, og reyna bjarga þeim gíslum sem enn kunnu að vera á lífi, um 25 manns. Hann segir erfitt að stunda umfangsmiklar hernaðaraðgerðir í þéttbýli á þröngu og litlu svæði eins og Gasa, og það hafi óneitanlega í för með sér mikið mannfall og mannskaða. Stjórnvöld í Ísrael hafa samþykkt hernaðaraðgerðir sem felast í aukinni viðveru hersins á Gasa. Haft er eftir heimildamönnum að Ísraelar ætli að leggja svæðið undir sig og halda því um óákveðinn tíma en talsmaður Ísraelsstjórnar hafnaði því þó í dag að um hernám væri að ræða. Tugþúsundir varaliða hafa verið kallaðir til og á myndum sem teknar voru við Gasa í dag má sjá fjölda ísraelska skriðdreka. Benjamín Netanyahu forsætisráðherra staðfesti í dag að Palestínumenn á Gasa verði fluttir í þágu eigin öryggis, en tók ekki fram hvernig eða hvert. Sagt hefur verið að Ísraelar stefni að því að koma fólki fyrir á suðurhluta Gasa. Talsmaður Ísraelsstjórnar, David Mencer, segir að hernaðaraðgerðirnar séu til þess fallnar að auka þrýsting á Hamas til að láta gíslana lausa. „Í vikunni boða stjórnvöld í Ísrael tugþúsundir varaliðsmanna til herþjónustu í því skyni að styrkja og færa út aðgerðir okkar á Gasa. Ekki til að hernema svæðið, heldur til að efla hernaðaraðgerðir. Af hverju? Til að auka þrýsting á Hamas til að láta gísla okkar lausa. Á öðrum svæðum mun Ísrael tortíma öllum hryðjuverkainnviðum bæði ofan- og neðanjarðar,“ sagði David Mencer. Ný hernaðaráætlun samþykkt á fundi þjóðaröryggisráðs Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, segir að þessar hernaðaraðgerðir séu hernaðaráætlun sem þjóðaröryggisráð Ísrael tók ákvörðun um í gær. Yfirmaður ísraelska hersins hafi talað lauslega um hana, ekki ítarlega. „En það felst meðal annars í því eins og kom fram áðan, að þeir ætla sér að ganga endanlega milli bols og höfuðs á hamas samtökunum, og þeir ætla reyna bjarga þessum gíslum sem ennþá kunnu að vera á lífi, sirka 25 manns,“ sagði hann, en hann var viðmælandi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá hafi verið talað um flutning fólks frá norðurhluta Gasa til suðurs. „Hvernig það á svo eftir að ganga fyrir sig á eftir að koma í ljós.“ Hvað bíður þessa fólks? Þetta eru ekki frábærar aðstæður sem verið er að flytja það í? „Skelfilegt var það áður og búið að vera í langan tíma, og ekki verður það skárra, því það er mjög erfitt að stunda svona umfangsmiklar hernaraðgerðir í þéttbýli á svona þröngu og litlu svæði eins og Gasa er.“ „Það hefur óneitanlega í för með sér meiri mannfall og mannskaða,“ sagði Arnór. Hann segir að blikur séu á lofti hvaða áhrif þetta muni koma til með að hafa á Ísraelsmenn burtséð frá Gasa. Flokksátökin hjá þeim séu að aukast, og yfirmaður ísraelsku öryggisþjónustunnar hafi verið að segja af sér vegna ágreinings við Netanjahú forsætisráðherra. Svo hafi Ísraelar verið að framkvæma miklar loftárásir á Jemen í dag, sem svar við eldflaugaárás Húta á aðalflugvöll Ísraela í gær. „Ástandið er bara að versna,“ sagði hann. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Ísraelar munu ekki hörfa aftur frá Gasaströndinni, jafnvel þó gerður verður annar samningur um fangaskipti við Hamas-samtökin. Þetta segir Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, en hann segir að Ísraelar eigi að hætta að óttast orðið „hernám“. 5. maí 2025 11:47 Ætla að hernema Gasaströndina Ríkisstjórn Ísrael samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Auka á árásir á svæðið og hafa tugir þúsunda varaliðsmanna verið kallaðir til herþjónustu. 5. maí 2025 07:58 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Stjórnvöld í Ísrael hafa samþykkt hernaðaraðgerðir sem felast í aukinni viðveru hersins á Gasa. Haft er eftir heimildamönnum að Ísraelar ætli að leggja svæðið undir sig og halda því um óákveðinn tíma en talsmaður Ísraelsstjórnar hafnaði því þó í dag að um hernám væri að ræða. Tugþúsundir varaliða hafa verið kallaðir til og á myndum sem teknar voru við Gasa í dag má sjá fjölda ísraelska skriðdreka. Benjamín Netanyahu forsætisráðherra staðfesti í dag að Palestínumenn á Gasa verði fluttir í þágu eigin öryggis, en tók ekki fram hvernig eða hvert. Sagt hefur verið að Ísraelar stefni að því að koma fólki fyrir á suðurhluta Gasa. Talsmaður Ísraelsstjórnar, David Mencer, segir að hernaðaraðgerðirnar séu til þess fallnar að auka þrýsting á Hamas til að láta gíslana lausa. „Í vikunni boða stjórnvöld í Ísrael tugþúsundir varaliðsmanna til herþjónustu í því skyni að styrkja og færa út aðgerðir okkar á Gasa. Ekki til að hernema svæðið, heldur til að efla hernaðaraðgerðir. Af hverju? Til að auka þrýsting á Hamas til að láta gísla okkar lausa. Á öðrum svæðum mun Ísrael tortíma öllum hryðjuverkainnviðum bæði ofan- og neðanjarðar,“ sagði David Mencer. Ný hernaðaráætlun samþykkt á fundi þjóðaröryggisráðs Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, segir að þessar hernaðaraðgerðir séu hernaðaráætlun sem þjóðaröryggisráð Ísrael tók ákvörðun um í gær. Yfirmaður ísraelska hersins hafi talað lauslega um hana, ekki ítarlega. „En það felst meðal annars í því eins og kom fram áðan, að þeir ætla sér að ganga endanlega milli bols og höfuðs á hamas samtökunum, og þeir ætla reyna bjarga þessum gíslum sem ennþá kunnu að vera á lífi, sirka 25 manns,“ sagði hann, en hann var viðmælandi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá hafi verið talað um flutning fólks frá norðurhluta Gasa til suðurs. „Hvernig það á svo eftir að ganga fyrir sig á eftir að koma í ljós.“ Hvað bíður þessa fólks? Þetta eru ekki frábærar aðstæður sem verið er að flytja það í? „Skelfilegt var það áður og búið að vera í langan tíma, og ekki verður það skárra, því það er mjög erfitt að stunda svona umfangsmiklar hernaraðgerðir í þéttbýli á svona þröngu og litlu svæði eins og Gasa er.“ „Það hefur óneitanlega í för með sér meiri mannfall og mannskaða,“ sagði Arnór. Hann segir að blikur séu á lofti hvaða áhrif þetta muni koma til með að hafa á Ísraelsmenn burtséð frá Gasa. Flokksátökin hjá þeim séu að aukast, og yfirmaður ísraelsku öryggisþjónustunnar hafi verið að segja af sér vegna ágreinings við Netanjahú forsætisráðherra. Svo hafi Ísraelar verið að framkvæma miklar loftárásir á Jemen í dag, sem svar við eldflaugaárás Húta á aðalflugvöll Ísraela í gær. „Ástandið er bara að versna,“ sagði hann.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Ísraelar munu ekki hörfa aftur frá Gasaströndinni, jafnvel þó gerður verður annar samningur um fangaskipti við Hamas-samtökin. Þetta segir Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, en hann segir að Ísraelar eigi að hætta að óttast orðið „hernám“. 5. maí 2025 11:47 Ætla að hernema Gasaströndina Ríkisstjórn Ísrael samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Auka á árásir á svæðið og hafa tugir þúsunda varaliðsmanna verið kallaðir til herþjónustu. 5. maí 2025 07:58 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Ísraelar munu ekki hörfa aftur frá Gasaströndinni, jafnvel þó gerður verður annar samningur um fangaskipti við Hamas-samtökin. Þetta segir Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, en hann segir að Ísraelar eigi að hætta að óttast orðið „hernám“. 5. maí 2025 11:47
Ætla að hernema Gasaströndina Ríkisstjórn Ísrael samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Auka á árásir á svæðið og hafa tugir þúsunda varaliðsmanna verið kallaðir til herþjónustu. 5. maí 2025 07:58