Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Lovísa Arnardóttir skrifar 7. maí 2025 16:08 Gylfi Ólafsson er formaður stjórnar Vestfjarðarstofu. Aðsend Stjórn Vestfjarðastofu lýsir þungum áhyggjum af frumvarpi ríkisstjórnarinnar um hækkun á veiðigjaldi og væntanlegum áhrifum þess á atvinnulíf og samfélög á Vestfjörðum. Stjórnin skorar á stjórvöld að kanna áhrifin af hærra veiðigjaldi á samfélög á Vestfjörðum með ítarlegum hætti áður en frumvarpið er samþykkt. Umræðu um frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld á sjávarútvegsfyrirtækin var frestað á Alþingi um klukkan tíu í gærkvöldi eftir tveggja daga umræðu. Stjórn Vestfjarðarstofu segir í yfirlýsingu sinni það ljóst miðað við forsendur frumvarpsins að áhrifin verði geti orðið mjög íþyngjandi og geti komið afar hart niður á litlum og meðalstórum bolfiskútgerðum. „Á Vestfjörðum eru eingöngu litlar og meðalstórar útgerðir í bolfiskveiðum og vinnslu. Þrátt fyrir að frítekjumark hafi verið hækkað, þá verður sú hækkun étin upp að miklu leyti upp vegna aukins þunga í gjaldtöku á þorsk og ýsu í nýjustu breytingum frumvarpsins. Misræmi milli útreikninga ráðuneytis og SFS verður að skýra til þess að hægt sé að treysta útreikningum vegna áhrifa af frumvarpinu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir enn fremur að miðað við greiningar Deloitte og fyrirtækjanna sjálfra á nýjustu ársreikningum Vestfirskra sjávarútvegsfyrirtækja sé hækkunin óásættanleg með tilliti til mögulegrar skerðingar á samkeppnishæfni og framlegð þessara fyrirtækja og að það verði að það verði að taka alvarlega áhyggjur forsvarsmanna fyrirtækjanna. „Eftir miklar umræður undanfarnar vikur um hækkun veiðigjalda hefur ríkisstjórnin ekki svarað því hvernig staðinn verði vörður um samkeppnishæfni fyrirtækja og samfélaga á Vestfjörðum. Breytingum á frítekjumarki frá fyrstu drögum fylgja aðrar breytingar á útreikningum með tilheyrandi óvissu um endanlega niðurstöðu,“ segir í yfirlýsingunni og að aðrar íþyngjandi tillögur eins og innviðagjald á skemmtiferðaskip, kolefnisgjald og hækkun á sérstökum laxaskatti í ofanálag leggist ofan á allt annað og dragi úr „þeim viðnámsþrótti sem hefur einkennt síðustu ár á Vestfjörðum.“ Stjórnin skorar á stjórnvöld að bregðast hratt við og endurskoða tillögu um hækkun veiðigjalds og taki tillit til áhyggja atvinnulífs og sveitarfélaga á Vestfjörðum. „Það er lágmarkskrafa að áhrifin af hærra veiðigjaldi á samfélög á Vestfjörðum verði könnuð með ítarlegri hætti áður en lengra er haldið,“ segir að lokum. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Byggðamál Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Þingmenn takast enn á um nýtt frumvarp um veiðigjöld á þingi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir Alþingi hafa mistekist að tryggja þjóðinni sinn hlut en það verði nú lagað. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ekki megi skemma verðmætasköpun með álögum. 6. maí 2025 22:15 „Þetta er salami-leiðin“ Formaður Framsóknarflokksins vill frekar að þrepaskiptur tekjuskattur verði lagður á sjávarútvegsfyrirtæki heldur en að sjá frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld verða að veruleika. Slíkt kerfi vill hann meina að sé líklegra til að tryggja að stærri og efnameiri fyrirtæki sem hagnast mest greiði meira af auðlindinni til samfélagsins en lítil og meðalstór fyrirtæki. Hann telur áform ríkisstjórnarinnar „andlandsbyggðarlega“ „salami-aðferð“ til að sækja tekjur af greininni. 6. maí 2025 08:29 „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Hildur Sverrisdóttir segir að ríkisstjórnin ætli að ráðast í stórkostlegar kerfisbreytingar á sjávarútvegi án greiningar og samráðs við sveitarfélög, lífeyrissjóði og fyrirtæki tengd sjávarútvegi. Forsætisráðherra segir það engin kúvending að mæla hlutina með réttari hætti en áður. 5. maí 2025 19:18 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Umræðu um frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld á sjávarútvegsfyrirtækin var frestað á Alþingi um klukkan tíu í gærkvöldi eftir tveggja daga umræðu. Stjórn Vestfjarðarstofu segir í yfirlýsingu sinni það ljóst miðað við forsendur frumvarpsins að áhrifin verði geti orðið mjög íþyngjandi og geti komið afar hart niður á litlum og meðalstórum bolfiskútgerðum. „Á Vestfjörðum eru eingöngu litlar og meðalstórar útgerðir í bolfiskveiðum og vinnslu. Þrátt fyrir að frítekjumark hafi verið hækkað, þá verður sú hækkun étin upp að miklu leyti upp vegna aukins þunga í gjaldtöku á þorsk og ýsu í nýjustu breytingum frumvarpsins. Misræmi milli útreikninga ráðuneytis og SFS verður að skýra til þess að hægt sé að treysta útreikningum vegna áhrifa af frumvarpinu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir enn fremur að miðað við greiningar Deloitte og fyrirtækjanna sjálfra á nýjustu ársreikningum Vestfirskra sjávarútvegsfyrirtækja sé hækkunin óásættanleg með tilliti til mögulegrar skerðingar á samkeppnishæfni og framlegð þessara fyrirtækja og að það verði að það verði að taka alvarlega áhyggjur forsvarsmanna fyrirtækjanna. „Eftir miklar umræður undanfarnar vikur um hækkun veiðigjalda hefur ríkisstjórnin ekki svarað því hvernig staðinn verði vörður um samkeppnishæfni fyrirtækja og samfélaga á Vestfjörðum. Breytingum á frítekjumarki frá fyrstu drögum fylgja aðrar breytingar á útreikningum með tilheyrandi óvissu um endanlega niðurstöðu,“ segir í yfirlýsingunni og að aðrar íþyngjandi tillögur eins og innviðagjald á skemmtiferðaskip, kolefnisgjald og hækkun á sérstökum laxaskatti í ofanálag leggist ofan á allt annað og dragi úr „þeim viðnámsþrótti sem hefur einkennt síðustu ár á Vestfjörðum.“ Stjórnin skorar á stjórnvöld að bregðast hratt við og endurskoða tillögu um hækkun veiðigjalds og taki tillit til áhyggja atvinnulífs og sveitarfélaga á Vestfjörðum. „Það er lágmarkskrafa að áhrifin af hærra veiðigjaldi á samfélög á Vestfjörðum verði könnuð með ítarlegri hætti áður en lengra er haldið,“ segir að lokum.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Byggðamál Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Þingmenn takast enn á um nýtt frumvarp um veiðigjöld á þingi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir Alþingi hafa mistekist að tryggja þjóðinni sinn hlut en það verði nú lagað. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ekki megi skemma verðmætasköpun með álögum. 6. maí 2025 22:15 „Þetta er salami-leiðin“ Formaður Framsóknarflokksins vill frekar að þrepaskiptur tekjuskattur verði lagður á sjávarútvegsfyrirtæki heldur en að sjá frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld verða að veruleika. Slíkt kerfi vill hann meina að sé líklegra til að tryggja að stærri og efnameiri fyrirtæki sem hagnast mest greiði meira af auðlindinni til samfélagsins en lítil og meðalstór fyrirtæki. Hann telur áform ríkisstjórnarinnar „andlandsbyggðarlega“ „salami-aðferð“ til að sækja tekjur af greininni. 6. maí 2025 08:29 „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Hildur Sverrisdóttir segir að ríkisstjórnin ætli að ráðast í stórkostlegar kerfisbreytingar á sjávarútvegi án greiningar og samráðs við sveitarfélög, lífeyrissjóði og fyrirtæki tengd sjávarútvegi. Forsætisráðherra segir það engin kúvending að mæla hlutina með réttari hætti en áður. 5. maí 2025 19:18 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Þingmenn takast enn á um nýtt frumvarp um veiðigjöld á þingi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir Alþingi hafa mistekist að tryggja þjóðinni sinn hlut en það verði nú lagað. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ekki megi skemma verðmætasköpun með álögum. 6. maí 2025 22:15
„Þetta er salami-leiðin“ Formaður Framsóknarflokksins vill frekar að þrepaskiptur tekjuskattur verði lagður á sjávarútvegsfyrirtæki heldur en að sjá frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld verða að veruleika. Slíkt kerfi vill hann meina að sé líklegra til að tryggja að stærri og efnameiri fyrirtæki sem hagnast mest greiði meira af auðlindinni til samfélagsins en lítil og meðalstór fyrirtæki. Hann telur áform ríkisstjórnarinnar „andlandsbyggðarlega“ „salami-aðferð“ til að sækja tekjur af greininni. 6. maí 2025 08:29
„Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Hildur Sverrisdóttir segir að ríkisstjórnin ætli að ráðast í stórkostlegar kerfisbreytingar á sjávarútvegi án greiningar og samráðs við sveitarfélög, lífeyrissjóði og fyrirtæki tengd sjávarútvegi. Forsætisráðherra segir það engin kúvending að mæla hlutina með réttari hætti en áður. 5. maí 2025 19:18