Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar 9. maí 2025 08:31 Uppsafnaður halli á grunnrekstri eru að minnsta kosti 5 milljarðar á kjörtímabilinu í Hafnarfirði. Ársreikningur Hafnarfjarðar var samþykktur í bæjarstjórn nýlega. Valdhafar hamra á því að það sé 1200 milljóna afgangur af rekstrinum. Meirihlutinn er glaður og ánægður með árangurinn. Hér er mörgum ólíkum þáttum grautað saman í eina skál og erfitt að átta sig á raunverulegri stöðu bæjarsjóðs. Ég vil aftur á móti meina að hallinn á grunnrekstri bæjarsjóðs sé 650 milljónir og uppsafnaður halli á grunnrekstrinum sé að nálgast 5 milljarða á þremur árum. Það er ljóst að það er langt á milli sjónarmiða. Hvernig má það vera að hægt sé að vera með jafn ólíka sýn á staðreyndir? Svarið er einfalt; samkvæmt 11 gr reglna um ársreikninga sveitarfélaga segir að gatnagerðargjöld skuli ekki færa til rekstrar, þau eiga að koma til frádráttar á fjárfestingum. Þannig ef við sem stjórnvald viljum að farið sé eftir reglum okkar, þá er lágmark að stjórnvaldið fari að reglum. Mín skoðun er sú að ekki eigi að færa söluhagnað lóða til rekstrartekna, þær eiga að mínu viti heima á sama stað og gatnagerðargjöldin. Ástæðan fyrir því að lóðir eru yfir höfuð seldar en ekki úthlutað frítt er að mikil fjárfesting fylgir því að gera lóðir og hverfi klár til úthlutunar og því á söluandvirði lóða að lækka fjárfestingaþörf sveitarfélaga. Með það í huga má halda því fram að grunnrekstur Hafnarfjarðar hafi verið niðurgreiddur af húsbyggjendum í Hafnarfirði um rúma 10 milljarða á kjörtímabilinu. Rekstur sveitarfélaga er þríþættur, stærsti hlutinn er daglegur rekstur, annar þáttur snýr að uppbyggingu innviða (fjárfestingu) og sá þriðji snýr að fjármögnun (lán og skuldir). Grunnreksturinn er fjármagnaður með útsvari, fasteignagjöldum og þjónustugjöldum. Fjárfesting er fjármögnuð með sölu lóða, gatnagerðargjöldum og þeim afgangi sem grunnreksturinn á að skila (rekstrarafgangi). Ef það dugar ekki þarf að taka lán. Rekstrarreikningur bæjarins undanfarin þrjú ár hefur sýnt örlítinn afgang af rekstri. Þeim árangri er náð með því að nota tekjur, sem eru innheimtar í þeim tilgangi að standa undir innviðauppbyggingu (gatnagerðargjöld og lóðasölu), til að koma rekstrinum yfir núllið, en einungis á pappír. Því miður er bæjarfélagið ekki rekið á pappír, það er rekið í raunheimum. En rekstrarreikningurinn segir ekki alla söguna, sjóðsstreymið fyllir í eyðurnar. 11 gr Í sjóðsstreyminu eru hinir þrír hlutar rekstursins aðskildir. Þar eru framkvæmdatekjurnar bakfærðar frá grunnrekstrinum yfir í framkvæmdahlutann. Þá sjáum við svart á hvítu hvernig er í pottinn búið. Þar sjáum við að grunnreksturinn er langt frá því að standa undir sér. Þar sjáum við líka að gatnagerðargjöldin og lóðasala er notað sem frádráttur á fjárfestingu ársins. Það er villandi þar sem þessir peningar hafa þegar verið notaðir til að bæta hinn almenna rekstur. Þarna sést að verið er að nota sömu krónuna tvisvar. Á undanförnum þremur árum hefur Hafnarfjarðarbær tekið hátt í 10 milljarða að láni til að standa undir grunnrekstrinum. Lánið hefur verið tekið hjá húsbyggjendum í Hafnarfirði í formi lóðasölu og gatnagerðargjalda. Þar sem ekki er hægt að eyða sömu krónunni tvisvar þýðir þetta að minna fé getur farið í nauðsynlega fjárfestingu (innviðauppbyggingu). Það þarf því að taka meira að láni en æskilegt er. Það lítur betur út að taka lán fyrir framkvæmdum en rekstri. En í raun og sann er verið að taka lán til að borga með rekstrinum. Bakfærslur í sjóðsstreymi staðfesta það. Þetta fyrirkomulag er ekki sjálfbært og það sem verra er, að svo virðist sem meirihlutinn trúi því að reksturinn sé traustur og góður. Þegar maður trúir því er ekki líklegt að breytingar verði gerðar til að stöðva blæðinguna. Rekstur sveitarfélaga er í grunninn ekki flókinn, en hann er þungur. Þegar ársreikningurinn er flæktur jafn mikið og raun ber vitni er erfitt að ná yfirsýn yfir reksturinn. Á meðan svo er má ekki vænta breytinga til batnaðar. Eitt er þó ljóst, svona fjármálastjórn gengur ekki mikið lengur. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Hafnarfjörður Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Sjá meira
Uppsafnaður halli á grunnrekstri eru að minnsta kosti 5 milljarðar á kjörtímabilinu í Hafnarfirði. Ársreikningur Hafnarfjarðar var samþykktur í bæjarstjórn nýlega. Valdhafar hamra á því að það sé 1200 milljóna afgangur af rekstrinum. Meirihlutinn er glaður og ánægður með árangurinn. Hér er mörgum ólíkum þáttum grautað saman í eina skál og erfitt að átta sig á raunverulegri stöðu bæjarsjóðs. Ég vil aftur á móti meina að hallinn á grunnrekstri bæjarsjóðs sé 650 milljónir og uppsafnaður halli á grunnrekstrinum sé að nálgast 5 milljarða á þremur árum. Það er ljóst að það er langt á milli sjónarmiða. Hvernig má það vera að hægt sé að vera með jafn ólíka sýn á staðreyndir? Svarið er einfalt; samkvæmt 11 gr reglna um ársreikninga sveitarfélaga segir að gatnagerðargjöld skuli ekki færa til rekstrar, þau eiga að koma til frádráttar á fjárfestingum. Þannig ef við sem stjórnvald viljum að farið sé eftir reglum okkar, þá er lágmark að stjórnvaldið fari að reglum. Mín skoðun er sú að ekki eigi að færa söluhagnað lóða til rekstrartekna, þær eiga að mínu viti heima á sama stað og gatnagerðargjöldin. Ástæðan fyrir því að lóðir eru yfir höfuð seldar en ekki úthlutað frítt er að mikil fjárfesting fylgir því að gera lóðir og hverfi klár til úthlutunar og því á söluandvirði lóða að lækka fjárfestingaþörf sveitarfélaga. Með það í huga má halda því fram að grunnrekstur Hafnarfjarðar hafi verið niðurgreiddur af húsbyggjendum í Hafnarfirði um rúma 10 milljarða á kjörtímabilinu. Rekstur sveitarfélaga er þríþættur, stærsti hlutinn er daglegur rekstur, annar þáttur snýr að uppbyggingu innviða (fjárfestingu) og sá þriðji snýr að fjármögnun (lán og skuldir). Grunnreksturinn er fjármagnaður með útsvari, fasteignagjöldum og þjónustugjöldum. Fjárfesting er fjármögnuð með sölu lóða, gatnagerðargjöldum og þeim afgangi sem grunnreksturinn á að skila (rekstrarafgangi). Ef það dugar ekki þarf að taka lán. Rekstrarreikningur bæjarins undanfarin þrjú ár hefur sýnt örlítinn afgang af rekstri. Þeim árangri er náð með því að nota tekjur, sem eru innheimtar í þeim tilgangi að standa undir innviðauppbyggingu (gatnagerðargjöld og lóðasölu), til að koma rekstrinum yfir núllið, en einungis á pappír. Því miður er bæjarfélagið ekki rekið á pappír, það er rekið í raunheimum. En rekstrarreikningurinn segir ekki alla söguna, sjóðsstreymið fyllir í eyðurnar. 11 gr Í sjóðsstreyminu eru hinir þrír hlutar rekstursins aðskildir. Þar eru framkvæmdatekjurnar bakfærðar frá grunnrekstrinum yfir í framkvæmdahlutann. Þá sjáum við svart á hvítu hvernig er í pottinn búið. Þar sjáum við að grunnreksturinn er langt frá því að standa undir sér. Þar sjáum við líka að gatnagerðargjöldin og lóðasala er notað sem frádráttur á fjárfestingu ársins. Það er villandi þar sem þessir peningar hafa þegar verið notaðir til að bæta hinn almenna rekstur. Þarna sést að verið er að nota sömu krónuna tvisvar. Á undanförnum þremur árum hefur Hafnarfjarðarbær tekið hátt í 10 milljarða að láni til að standa undir grunnrekstrinum. Lánið hefur verið tekið hjá húsbyggjendum í Hafnarfirði í formi lóðasölu og gatnagerðargjalda. Þar sem ekki er hægt að eyða sömu krónunni tvisvar þýðir þetta að minna fé getur farið í nauðsynlega fjárfestingu (innviðauppbyggingu). Það þarf því að taka meira að láni en æskilegt er. Það lítur betur út að taka lán fyrir framkvæmdum en rekstri. En í raun og sann er verið að taka lán til að borga með rekstrinum. Bakfærslur í sjóðsstreymi staðfesta það. Þetta fyrirkomulag er ekki sjálfbært og það sem verra er, að svo virðist sem meirihlutinn trúi því að reksturinn sé traustur og góður. Þegar maður trúir því er ekki líklegt að breytingar verði gerðar til að stöðva blæðinguna. Rekstur sveitarfélaga er í grunninn ekki flókinn, en hann er þungur. Þegar ársreikningurinn er flæktur jafn mikið og raun ber vitni er erfitt að ná yfirsýn yfir reksturinn. Á meðan svo er má ekki vænta breytinga til batnaðar. Eitt er þó ljóst, svona fjármálastjórn gengur ekki mikið lengur. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun