Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar 13. maí 2025 10:31 Það vekur sérstaka athygli þegar fyrrverandi dómsmálaráðherra og lögfræðimenntuð þingkona, Sigríður Á. Andersen, heldur því fram í þættinum Spursmál að eini tilgangur skattlagningar sé að „afla ríkissjóði tekna“ – og að „menn laga ekki siðferði með sköttum“. Það er vissulega gagnlegt að fá áminningu um svona einfalda hagfræðilega nálgun frá þeim sem eitt sinn bar ábyrgð á dómskerfi landsins. Maður skyldi ætla að lögfræðingur – hvað þá fyrrverandi ráðherra – hefði einhverja yfirsýn yfir meginreglur laga, stjórnarskrá og siðferðilegar skyldur stjórnvalda. En annað virðist raunin. Sem borgari og fagmaður í félags- og samfélagsmálum verð ég að mótmæla þessari þröngu og í raun hættulegu sýn á samfélagið. Ríkið er ekki peningavél. Það hefur siðferðislegar skyldur, sérstaklega þegar kemur að ráðstöfun auðlinda og jafnræði í samfélaginu. Skattlagning er ekki bara bókhald – hún er pólitísk og siðferðileg yfirlýsing um hvað við viljum standa fyrir sem samfélag. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 kveður skýrt á um það hlutverk stjórnvalda að gæta jafnræðis og mannréttinda. Í 1. gr. er fjallað um að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn, og í 65. gr. kemur skýrt fram að allir skuli vera jafnir fyrir lögum. Það er ekki hægt að fella þessar grundvallarreglur í einhvers konar pólitískan minimalisma sem gengur út á að „skattur er bara skattur“. Þegar Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, bendir á að veiðigjöld snúist líka um siðferði, þá er hann í raun að minna okkur á að þjóðin á auðlindirnar – ekki útgerðirnar. Þá ber að nýta á sanngjarnan og ábyrgan hátt, þannig að samfélagið í heild njóti góðs af, ekki bara örfáir aðilar sem hafa haft tangarhald á fiskimiðum og áhrif í gegnum valdakerfi landsins. Og já – það er siðferðislegt mál. Af hverju ætti það ekki að vera það? Það sem Sigríður kallar „ranghugmyndir“ eru í raun lýðræðislegar kröfur um gagnsæi, ábyrgð og félagslegt réttlæti. Ef við förum að líta á allar slíkar kröfur sem „misskilning á hlutverki skatta“, þá höfum við misst sjónar á því hvað ríkið á að vera – samfélagsleg samábyrgð, ekki þjónusta fyrir útvalda. Það er þessi hugsun – að siðferði eigi ekki heima í stjórnmálum eða skattamálum – sem leiðir til vantrausts á stjórnmálamenn og vaxandi fjarlægðar milli almennings og valdhafa. Þegar siðferðileg ábyrgð víkur fyrir markaðslegri hugsun, þá verður lýðræðið veikara. Það er engin tilviljun að slík ummæli koma frá þingmanni Sjálfstæðisflokksins, flokks sem hefur lengi átt í tilfinningasambandi við sérhagsmuni sjávarútvegsins og stundað pólitískt afneitunarferli gagnvart gagnrýni almennings. Það má vera að Sigríður telji skattlagningu ekki vera siðferðilegt mál – en í því felst bæði vanmat og virðingarleysi gagnvart lýðræðislegu samtali, hlutverki stjórnmálamanna og ábyrgð þeirra gagnvart þjóðinni. Stjórnendur bera ekki aðeins lagalega ábyrgð – heldur líka siðferðislega. Og það ætti lögmaður að vita. En í ljósi þess að Sigríður hefur einungis réttindi til að fara með mál í héraðsdómi, þá er það nokkuð víst að hún hafi ekki það gott vald á megininnihaldi laganna og hvernig eigi að túlka þau. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það vekur sérstaka athygli þegar fyrrverandi dómsmálaráðherra og lögfræðimenntuð þingkona, Sigríður Á. Andersen, heldur því fram í þættinum Spursmál að eini tilgangur skattlagningar sé að „afla ríkissjóði tekna“ – og að „menn laga ekki siðferði með sköttum“. Það er vissulega gagnlegt að fá áminningu um svona einfalda hagfræðilega nálgun frá þeim sem eitt sinn bar ábyrgð á dómskerfi landsins. Maður skyldi ætla að lögfræðingur – hvað þá fyrrverandi ráðherra – hefði einhverja yfirsýn yfir meginreglur laga, stjórnarskrá og siðferðilegar skyldur stjórnvalda. En annað virðist raunin. Sem borgari og fagmaður í félags- og samfélagsmálum verð ég að mótmæla þessari þröngu og í raun hættulegu sýn á samfélagið. Ríkið er ekki peningavél. Það hefur siðferðislegar skyldur, sérstaklega þegar kemur að ráðstöfun auðlinda og jafnræði í samfélaginu. Skattlagning er ekki bara bókhald – hún er pólitísk og siðferðileg yfirlýsing um hvað við viljum standa fyrir sem samfélag. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 kveður skýrt á um það hlutverk stjórnvalda að gæta jafnræðis og mannréttinda. Í 1. gr. er fjallað um að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn, og í 65. gr. kemur skýrt fram að allir skuli vera jafnir fyrir lögum. Það er ekki hægt að fella þessar grundvallarreglur í einhvers konar pólitískan minimalisma sem gengur út á að „skattur er bara skattur“. Þegar Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, bendir á að veiðigjöld snúist líka um siðferði, þá er hann í raun að minna okkur á að þjóðin á auðlindirnar – ekki útgerðirnar. Þá ber að nýta á sanngjarnan og ábyrgan hátt, þannig að samfélagið í heild njóti góðs af, ekki bara örfáir aðilar sem hafa haft tangarhald á fiskimiðum og áhrif í gegnum valdakerfi landsins. Og já – það er siðferðislegt mál. Af hverju ætti það ekki að vera það? Það sem Sigríður kallar „ranghugmyndir“ eru í raun lýðræðislegar kröfur um gagnsæi, ábyrgð og félagslegt réttlæti. Ef við förum að líta á allar slíkar kröfur sem „misskilning á hlutverki skatta“, þá höfum við misst sjónar á því hvað ríkið á að vera – samfélagsleg samábyrgð, ekki þjónusta fyrir útvalda. Það er þessi hugsun – að siðferði eigi ekki heima í stjórnmálum eða skattamálum – sem leiðir til vantrausts á stjórnmálamenn og vaxandi fjarlægðar milli almennings og valdhafa. Þegar siðferðileg ábyrgð víkur fyrir markaðslegri hugsun, þá verður lýðræðið veikara. Það er engin tilviljun að slík ummæli koma frá þingmanni Sjálfstæðisflokksins, flokks sem hefur lengi átt í tilfinningasambandi við sérhagsmuni sjávarútvegsins og stundað pólitískt afneitunarferli gagnvart gagnrýni almennings. Það má vera að Sigríður telji skattlagningu ekki vera siðferðilegt mál – en í því felst bæði vanmat og virðingarleysi gagnvart lýðræðislegu samtali, hlutverki stjórnmálamanna og ábyrgð þeirra gagnvart þjóðinni. Stjórnendur bera ekki aðeins lagalega ábyrgð – heldur líka siðferðislega. Og það ætti lögmaður að vita. En í ljósi þess að Sigríður hefur einungis réttindi til að fara með mál í héraðsdómi, þá er það nokkuð víst að hún hafi ekki það gott vald á megininnihaldi laganna og hvernig eigi að túlka þau. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagmálum.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar