Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar 13. maí 2025 11:16 Það var eitt sinnið að ég var í fermingarveislu. Svo sem ósköp venjuleg fermingarveisla með kökum og öðru kruðeríi og síst eftirminnilegri en aðrar fermingarveislur. Eitt atvik varð þó mér að minni. Þar sem setið var að snæðingi hleypur ungur drengur um, nokkuð lágvaxinn og nettur. Verður þá einum frændanum, nokkuð hvellt, að orði við hann; „Ætlar þú ekkert að stækka vinur minn?“ Drengnum varð fátt að orði, enda lítið við svona spurningu að segja. Það var líka á fasi hans að sjá, að svona athugasemdir voru honum síst ókunnar. Þá gerðist nokkuð merkilegt. Annar frændi drengsins mælti til hans svo allir viðstaddir heyrðu til; „Mundu það frændi minn. Að stærð er ekki mæld í sentimetrum!“. Gekk piltur nokkuð sáttur frá þessum orðum. Flestir kímdu við, utan hinum hvellmælta frænda sem saup snúðugur kaffið sitt. Forysta Viðreisnar Mér varð hugsað til þessarar litlu sögu, þar sem ég hlustaði á ræðu Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins, undir liðnum „störf þingsins“ þann 7. maí síðastliðinn. Þar var honum að innblásnu hugðarefni þátttaka utanríkisráðherra í sameiginlegri yfirlýsingu sex utanríkisráðherra, þar sem ísraelsk stjórnvöld voru hvött til að hverfa frá áformum um útvíkkun hernaðaraðgerða sinna á Gaza. Auk þessa hvöttu þessir ráðherrar til ný vopnahlés á Gaza, lausn allra gísla og að matar- og neyðaraðstoð bærist inn á Gaza svæðið. Af máli Karls Gauta að dæma, felst í þessari yfirlýsingu hinna sex utanríkisráðherra (Íslands, Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar) að „alið sé á andúð í garð Ísraels“ og að utanríkisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hefði borið að ráðfæra sig við utanríkismálanefnd. Hvoru tveggja er vitaskuld þvaður og firra. Að hvetja Ísraelsk stjórnvöld til að hafa hemil á hernaðaraðgerðum sínum jafngildir ekki því að ala á andúð á Ísrael. Í yfirlýsingunni er heldur ekki að finna neina stefnubreytingu á utanríkisstefnu Íslands. Hún er að öllu leiti til samræmis við ályktun Alþingis um afstöðu Íslands vegna átaka fyrir botni Miðjarðarhafs sem samþykkt var á þingi 9. nóvember 2023. Þá er og sérstaklega ljúft að fræða þingmann Miðflokksins um það að, að utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar ekki einasta er þáttakandi í nefndri yfirlýsingu. Yfirlýsingin kemur beinlínis til eftir samskipti hennar við utanríkisráðherra Noregs. Hlutskipti Íslands Ræða þingmanns Miðflokksins var vond ræða og versnaði er á leið. Sýnu verst voru lokaorðin: „Gerir hæstv. utanríkisráðherra sér ekki grein fyrir því að hún er utanríkisráðherra lítillar smáþjóðar norður í Atlantshafi sem vinnur við það að selja fisk? Okkar hlutskipti í veröldinni er að tala fyrir friði og selja fisk.“ Það er engin nýlunda að þingmanni Miðflokksins og flokkssystkinum hans telji að Ísland eigi ekki að vera mjög virkur þáttakandi í alþjóðasamstarfi. Hér slær þó við alveg nýjan tón. Það er leitun að stjórnmálafólki sem talar með jafn smættuðum hætti til þjóðar sinnar og þingmaður Miðflokksins gerir hér, þar sem hann augsýnilega telur að stærð Íslands skuli mæld út frá fjölda fólks sem þar býr. Rétt eins og hvellni frændinn taldi að mæla ætti stærð fólks út frá sentimetrunum. Viðreisn telur að stærð þjóða sé metin út frá gerðum þeirra og hvernig þau beri sig að í alþjóðastarfi. Ef farið væri að orðum Karls Gauta Hjaltasonar og Íslendingar gerðu ekkert annað en að selja fisk og tala fyrir friði hefðu Íslendingar ekki gerst stofnaðilar að NATO og ekki viðurkennt sjálfstæði Litháens, fyrst allra ríkja. Raunar er ekkert líklegt að Ísland hefði slitið konungsambandi við Danmörku og lýst yfir sjálfstæði 1944. Enda þarftu ekkert sjálfstæði til að selja fisk og tala fyrir friði. Svo lengi sem Viðreisn talar um Ísland, verður hlutskipti Íslands í veröldinni eitthvað annað og stærra en bara „að tala fyrir friði og selja fisk“. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Alþingi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Það var eitt sinnið að ég var í fermingarveislu. Svo sem ósköp venjuleg fermingarveisla með kökum og öðru kruðeríi og síst eftirminnilegri en aðrar fermingarveislur. Eitt atvik varð þó mér að minni. Þar sem setið var að snæðingi hleypur ungur drengur um, nokkuð lágvaxinn og nettur. Verður þá einum frændanum, nokkuð hvellt, að orði við hann; „Ætlar þú ekkert að stækka vinur minn?“ Drengnum varð fátt að orði, enda lítið við svona spurningu að segja. Það var líka á fasi hans að sjá, að svona athugasemdir voru honum síst ókunnar. Þá gerðist nokkuð merkilegt. Annar frændi drengsins mælti til hans svo allir viðstaddir heyrðu til; „Mundu það frændi minn. Að stærð er ekki mæld í sentimetrum!“. Gekk piltur nokkuð sáttur frá þessum orðum. Flestir kímdu við, utan hinum hvellmælta frænda sem saup snúðugur kaffið sitt. Forysta Viðreisnar Mér varð hugsað til þessarar litlu sögu, þar sem ég hlustaði á ræðu Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins, undir liðnum „störf þingsins“ þann 7. maí síðastliðinn. Þar var honum að innblásnu hugðarefni þátttaka utanríkisráðherra í sameiginlegri yfirlýsingu sex utanríkisráðherra, þar sem ísraelsk stjórnvöld voru hvött til að hverfa frá áformum um útvíkkun hernaðaraðgerða sinna á Gaza. Auk þessa hvöttu þessir ráðherrar til ný vopnahlés á Gaza, lausn allra gísla og að matar- og neyðaraðstoð bærist inn á Gaza svæðið. Af máli Karls Gauta að dæma, felst í þessari yfirlýsingu hinna sex utanríkisráðherra (Íslands, Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar) að „alið sé á andúð í garð Ísraels“ og að utanríkisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hefði borið að ráðfæra sig við utanríkismálanefnd. Hvoru tveggja er vitaskuld þvaður og firra. Að hvetja Ísraelsk stjórnvöld til að hafa hemil á hernaðaraðgerðum sínum jafngildir ekki því að ala á andúð á Ísrael. Í yfirlýsingunni er heldur ekki að finna neina stefnubreytingu á utanríkisstefnu Íslands. Hún er að öllu leiti til samræmis við ályktun Alþingis um afstöðu Íslands vegna átaka fyrir botni Miðjarðarhafs sem samþykkt var á þingi 9. nóvember 2023. Þá er og sérstaklega ljúft að fræða þingmann Miðflokksins um það að, að utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar ekki einasta er þáttakandi í nefndri yfirlýsingu. Yfirlýsingin kemur beinlínis til eftir samskipti hennar við utanríkisráðherra Noregs. Hlutskipti Íslands Ræða þingmanns Miðflokksins var vond ræða og versnaði er á leið. Sýnu verst voru lokaorðin: „Gerir hæstv. utanríkisráðherra sér ekki grein fyrir því að hún er utanríkisráðherra lítillar smáþjóðar norður í Atlantshafi sem vinnur við það að selja fisk? Okkar hlutskipti í veröldinni er að tala fyrir friði og selja fisk.“ Það er engin nýlunda að þingmanni Miðflokksins og flokkssystkinum hans telji að Ísland eigi ekki að vera mjög virkur þáttakandi í alþjóðasamstarfi. Hér slær þó við alveg nýjan tón. Það er leitun að stjórnmálafólki sem talar með jafn smættuðum hætti til þjóðar sinnar og þingmaður Miðflokksins gerir hér, þar sem hann augsýnilega telur að stærð Íslands skuli mæld út frá fjölda fólks sem þar býr. Rétt eins og hvellni frændinn taldi að mæla ætti stærð fólks út frá sentimetrunum. Viðreisn telur að stærð þjóða sé metin út frá gerðum þeirra og hvernig þau beri sig að í alþjóðastarfi. Ef farið væri að orðum Karls Gauta Hjaltasonar og Íslendingar gerðu ekkert annað en að selja fisk og tala fyrir friði hefðu Íslendingar ekki gerst stofnaðilar að NATO og ekki viðurkennt sjálfstæði Litháens, fyrst allra ríkja. Raunar er ekkert líklegt að Ísland hefði slitið konungsambandi við Danmörku og lýst yfir sjálfstæði 1944. Enda þarftu ekkert sjálfstæði til að selja fisk og tala fyrir friði. Svo lengi sem Viðreisn talar um Ísland, verður hlutskipti Íslands í veröldinni eitthvað annað og stærra en bara „að tala fyrir friði og selja fisk“. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar