Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar 13. maí 2025 22:31 Enn einu sinni erum við að upplifa hallærisleg gífuryrði í íslenskri umræðu. Nú er fullyrt í ræðu og riti að landsbyggðin fari rakleitt á höfuðið með hörmulegum afleiðingum ef veiðigjöld verði hækkuð eitthvað smáræði hjá nokkrum fjölskyldum og Kaupfélagi Skagfirðinga. Þá taki við hræðilegar hörmungar og hamfarir fyrir land og lýð sem jafna megi við móðuharðindi af mannavöldum. Óvíst hvort hægt verði að lifa í landinu ef þessi sjálfsagða leiðrétting verði gerð og landflótti fram undan. Þessi ummæli minna á samskonar fullyrðingar sem nokkrir þingmenn létu falla fyrir röskum þrjátíu árum þegar EES-samningurinn við Evrópusambandið var til umræðu. Þá voru stóru orðin heldur ekki spöruð hjá þeim sem lögðust gegn samningnum og vildu fella hann á þingi. Páll Pétursson alþingismaður sagði að ef við samþykktum hann afsöluðum við okkur frumburðarrétti okkar Íslendinga til lands og sjávar, samningurinn myndi „færa okkur ósjálfstæði, atvinnuleysi, fátækt og auðnuleysi.” Hvorki meira né minna! Stefán Guðmundsson, samþingmaður hans sagði að með því að samþykkja hann myndum við opna landhelgi Íslands fyrir flota Evrópubandalagsins. Guðni Ágústsson tók undir það og fullyrti að þær þjóðir sem við hröktum úr íslenskri landhelgi á sínum tíma myndu taka við fiskveiðilykli úr hendi íslenskra stjórnvalda og fara sínu fram í fiskveiðilandhelginni. Margir tóku þessar dómdagsspár alvarlega og urðu skelfingu lostnir þegar þingið samþykkti EES-samninginn eftir miklar umræður. Nú eru langflestir hins vegar sammála um að þessi samningur hafi reynst vel og stuðlað að einhverju mesta framfaraskeiði í íslenskri sögu. Reynslan sýnir að dómsdagsspárnar voru allar eins og hvert annað óráðstal út í loftið og að engu hafandi. Og nú er sami steinninn klappaður af miklum ákafa og tilheyrandi gífuryrðum um að allt fari lóðrétt til helvítis hér á landi ef við leiðréttum hvernig veiðigjöldin í núverandi kvótakerfi eru reiknuð út og tryggjum eðlilegan hlut fólksins í landinu af þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar. Meira að segja þær útgerðir sem hafa síðustu árin fært miklar veiðiheimildir frá minni stöðum úti á landi á staði sér þóknanlega mega nú ekki vatni halda af hneykslan yfir því að breyta útreikningsaðferð og segja að nú sé verið að ráðast á landsbyggðina af meira offorsi en þeir gerðu sjálfir á sínum tíma! Ef þetta er ekki tvískinnungur þá hefur það hugtak verið upprætt úr íslenska tungumálinu. Eftir stendur hræsnin ein í sinni ámátlegu nekt. Vonandi verður þetta mál afgreitt hiklaust og örugglega frá alþingi á næstu dögum. Þá getum við brosað í kampinn eftir nokkur ár yfir þeim fjarstæðum sem bornar voru á borð í umræðunum rétt eins og við gerum í dag vegna gífuryrðanna um EES-samninginn um árið sem reyndust svo hlægilegt bull. Eftir stendur sú staðreynd að sá samningur er almennt viðurkenndur sem ein farsælasta stjórnvaldsaðgerð sem lýðveldissagan kann frá að greina. Villuljós hafa hins vegar aldrei verið góður leiðarvísir fyrir íslenska þjóð. Áfram veginn. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Enn einu sinni erum við að upplifa hallærisleg gífuryrði í íslenskri umræðu. Nú er fullyrt í ræðu og riti að landsbyggðin fari rakleitt á höfuðið með hörmulegum afleiðingum ef veiðigjöld verði hækkuð eitthvað smáræði hjá nokkrum fjölskyldum og Kaupfélagi Skagfirðinga. Þá taki við hræðilegar hörmungar og hamfarir fyrir land og lýð sem jafna megi við móðuharðindi af mannavöldum. Óvíst hvort hægt verði að lifa í landinu ef þessi sjálfsagða leiðrétting verði gerð og landflótti fram undan. Þessi ummæli minna á samskonar fullyrðingar sem nokkrir þingmenn létu falla fyrir röskum þrjátíu árum þegar EES-samningurinn við Evrópusambandið var til umræðu. Þá voru stóru orðin heldur ekki spöruð hjá þeim sem lögðust gegn samningnum og vildu fella hann á þingi. Páll Pétursson alþingismaður sagði að ef við samþykktum hann afsöluðum við okkur frumburðarrétti okkar Íslendinga til lands og sjávar, samningurinn myndi „færa okkur ósjálfstæði, atvinnuleysi, fátækt og auðnuleysi.” Hvorki meira né minna! Stefán Guðmundsson, samþingmaður hans sagði að með því að samþykkja hann myndum við opna landhelgi Íslands fyrir flota Evrópubandalagsins. Guðni Ágústsson tók undir það og fullyrti að þær þjóðir sem við hröktum úr íslenskri landhelgi á sínum tíma myndu taka við fiskveiðilykli úr hendi íslenskra stjórnvalda og fara sínu fram í fiskveiðilandhelginni. Margir tóku þessar dómdagsspár alvarlega og urðu skelfingu lostnir þegar þingið samþykkti EES-samninginn eftir miklar umræður. Nú eru langflestir hins vegar sammála um að þessi samningur hafi reynst vel og stuðlað að einhverju mesta framfaraskeiði í íslenskri sögu. Reynslan sýnir að dómsdagsspárnar voru allar eins og hvert annað óráðstal út í loftið og að engu hafandi. Og nú er sami steinninn klappaður af miklum ákafa og tilheyrandi gífuryrðum um að allt fari lóðrétt til helvítis hér á landi ef við leiðréttum hvernig veiðigjöldin í núverandi kvótakerfi eru reiknuð út og tryggjum eðlilegan hlut fólksins í landinu af þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar. Meira að segja þær útgerðir sem hafa síðustu árin fært miklar veiðiheimildir frá minni stöðum úti á landi á staði sér þóknanlega mega nú ekki vatni halda af hneykslan yfir því að breyta útreikningsaðferð og segja að nú sé verið að ráðast á landsbyggðina af meira offorsi en þeir gerðu sjálfir á sínum tíma! Ef þetta er ekki tvískinnungur þá hefur það hugtak verið upprætt úr íslenska tungumálinu. Eftir stendur hræsnin ein í sinni ámátlegu nekt. Vonandi verður þetta mál afgreitt hiklaust og örugglega frá alþingi á næstu dögum. Þá getum við brosað í kampinn eftir nokkur ár yfir þeim fjarstæðum sem bornar voru á borð í umræðunum rétt eins og við gerum í dag vegna gífuryrðanna um EES-samninginn um árið sem reyndust svo hlægilegt bull. Eftir stendur sú staðreynd að sá samningur er almennt viðurkenndur sem ein farsælasta stjórnvaldsaðgerð sem lýðveldissagan kann frá að greina. Villuljós hafa hins vegar aldrei verið góður leiðarvísir fyrir íslenska þjóð. Áfram veginn. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar