Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar 16. maí 2025 08:01 Ég get ekki gefið einfalt svar við spurningunni sem er yfirskrift þessarar greinar, jafnvel þótt ég leiði tölvunarfræðideild í háskóla. Spurningin virðist einföld, en býr yfir dýpri merkingu en mörg gera sér grein fyrir. Það er vissulega gagnlegt að kunna að forrita – en það er ekki nóg á tímum gervigreindar. Reyndar hefur það aldrei verið nóg. Það sem er raunverulega gagnlegt er að öðlast hæfni sem tölvunarfræði veitir. Það sem skiptir máli eru hæfileikar eins og rökhugsun, sköpunargáfa og getan til að greina og leysa vandamál, því tölvukerfi geta verið gríðarlega flókin. Ekki síður skipta samskiptahæfileikar máli, vegna þess að þróun hugbúnaðar og tæknilausna fer nánast aldrei fram í einrúmi. Tölvunarfræðingar vinna oft í þverfaglegum teymum þar sem mikilvægt er að geta miðlað hugmyndum, hlustað á aðra og átt uppbyggileg samskipti. Þessir hæfileikar hafa ávallt verið mikilvægir – og eru það jafnvel enn frekar í heimi þar sem gervigreind getur skrifað forrit, búið til myndir og svarað spurningum með sannfærandi hætti. Tölvunarfræði hefur aldrei einungis snúist um að kunna ákveðið forritunarmál eða muna ákveðnar skipanir. Í tölvunarfræði lærir fólk hvernig tölvur virka, hvernig við getum nýtt þær til að leysa flókin vandamál og hvernig hanna má tæknilausnir sem eru bæði öflugar og öruggar. Í kjarna sínum snýst tölvunarfræði um að skilja og móta heiminn – ekki bara hamra á lyklaborðið og ýta á „Enter“. Hún býður nemendum tækifæri til að breyta samfélaginu til hins betra, hjálpa fólki og skapa verkfæri sem nýtast öðrum – hvort sem það eru notendavænar smáforritalausnir, gagnagreining í þágu læknavísinda, eða nýjar aðferðir til að miðla menningu og þekkingu. Það er líka pláss fyrir ólík áhugamál og nálganir innan greinarinnar. Sum vilja þróa sjálft fræðasviðið, þar með talið gervigreind, áfram með nýrri þekkingu og skilningi. Önnur nýta þau tól sem þegar eru til – eins og gagnavísindi, gervigreind, eða skýjalausnir – til að byggja hugbúnað sem þjónar fólki á margvíslegan hátt. Bæði hlutverkin eru jafn mikilvæg. Í dag, þegar gervigreind tekur yfir sífellt fleiri verk sem áður töldust háþróuð, þarf fólk sem getur skilgreint vandamál, metið samhengi og afleiðingar, og notað tæknina af skynsemi, innsæi og ábyrgð. Tölvunarfræði veitir þau verkfæri – og forritun er aðeins eitt þeirra. Gervigreind er ekki töfralausn, heldur nýtt tæki í verkfærakistu þeirra sem hafa haldgóða þekkingu á tölvunarfræði. Það er ekki spurning um hvort það sé gott að kunna að forrita, heldur hvort við kunnum að hugsa eins og tölvunarfræðingar – með forvitni, rökhugsun og frumleika. Höfundur er deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Henning Arnór Úlfarsson Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Ég get ekki gefið einfalt svar við spurningunni sem er yfirskrift þessarar greinar, jafnvel þótt ég leiði tölvunarfræðideild í háskóla. Spurningin virðist einföld, en býr yfir dýpri merkingu en mörg gera sér grein fyrir. Það er vissulega gagnlegt að kunna að forrita – en það er ekki nóg á tímum gervigreindar. Reyndar hefur það aldrei verið nóg. Það sem er raunverulega gagnlegt er að öðlast hæfni sem tölvunarfræði veitir. Það sem skiptir máli eru hæfileikar eins og rökhugsun, sköpunargáfa og getan til að greina og leysa vandamál, því tölvukerfi geta verið gríðarlega flókin. Ekki síður skipta samskiptahæfileikar máli, vegna þess að þróun hugbúnaðar og tæknilausna fer nánast aldrei fram í einrúmi. Tölvunarfræðingar vinna oft í þverfaglegum teymum þar sem mikilvægt er að geta miðlað hugmyndum, hlustað á aðra og átt uppbyggileg samskipti. Þessir hæfileikar hafa ávallt verið mikilvægir – og eru það jafnvel enn frekar í heimi þar sem gervigreind getur skrifað forrit, búið til myndir og svarað spurningum með sannfærandi hætti. Tölvunarfræði hefur aldrei einungis snúist um að kunna ákveðið forritunarmál eða muna ákveðnar skipanir. Í tölvunarfræði lærir fólk hvernig tölvur virka, hvernig við getum nýtt þær til að leysa flókin vandamál og hvernig hanna má tæknilausnir sem eru bæði öflugar og öruggar. Í kjarna sínum snýst tölvunarfræði um að skilja og móta heiminn – ekki bara hamra á lyklaborðið og ýta á „Enter“. Hún býður nemendum tækifæri til að breyta samfélaginu til hins betra, hjálpa fólki og skapa verkfæri sem nýtast öðrum – hvort sem það eru notendavænar smáforritalausnir, gagnagreining í þágu læknavísinda, eða nýjar aðferðir til að miðla menningu og þekkingu. Það er líka pláss fyrir ólík áhugamál og nálganir innan greinarinnar. Sum vilja þróa sjálft fræðasviðið, þar með talið gervigreind, áfram með nýrri þekkingu og skilningi. Önnur nýta þau tól sem þegar eru til – eins og gagnavísindi, gervigreind, eða skýjalausnir – til að byggja hugbúnað sem þjónar fólki á margvíslegan hátt. Bæði hlutverkin eru jafn mikilvæg. Í dag, þegar gervigreind tekur yfir sífellt fleiri verk sem áður töldust háþróuð, þarf fólk sem getur skilgreint vandamál, metið samhengi og afleiðingar, og notað tæknina af skynsemi, innsæi og ábyrgð. Tölvunarfræði veitir þau verkfæri – og forritun er aðeins eitt þeirra. Gervigreind er ekki töfralausn, heldur nýtt tæki í verkfærakistu þeirra sem hafa haldgóða þekkingu á tölvunarfræði. Það er ekki spurning um hvort það sé gott að kunna að forrita, heldur hvort við kunnum að hugsa eins og tölvunarfræðingar – með forvitni, rökhugsun og frumleika. Höfundur er deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun