Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar 14. maí 2025 19:03 Þegar erindrekar hlutaðeigandi deiluaðila koma saman í Istanbul á morgun, verður það í fyrsta skipti síðan í mars 2022 sem þeir ræða augliti til auglitis um möguleg endalok átakanna í Úkraínu. Samkoman sem slík gæti markað skref í rétta átt, þó ekki væri nema vegna þess að friði í heiminum hefur um nokkurt skeið stafað vaxandi hætta af því eldfima staðgöngustríði sem vestræn ríki og Rússlandi hafa háð á vígvöllum Úkraínu á síðustu ellefu árum. Horfurnar á því að samningar takist gefa þó einungis takmarkað tilefni til bjartsýni. Þegar samninganefndir ræddust við í borginni fögru við Sæviðarsund fyrir þremur árum var staðan öll önnur. Þá þóttust vestræn ríki, undir forystu Bandaríkjanna og Bretlands, þess fullviss að Úkraína gæti í skjóli þeirra sjálfra sigrast á rússneska innrásarliðinu. Undir því yfirskyni tókst m.a. þáverandi forsætisráðherra Bretlands að fá Úkraínumenn ofan af því að fullgera samkomulag sem haft hefði í för með sér, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, að Rússar drægju herlið sitt til baka. Hálfu ári síðar höfðu Rússar innlimað fjögur héruð, til viðbótar Krímskaga, sem áður tilheyrðu Úkraínu. Síðan þá hefur rússneska mulningsvélin skriðið fram jafnt og þétt, en varnir Úkraínu, sem líða fyrir skort á bæði mannafla og skotfærum, að sama skapi látið undan síga. Í ljósi þess að Rússar hafa yfirhöndina, eins og bandarísk stjórnvöld hafa nú opinberlega gengist við, verður að telja hverfandi líkur á að Úkraínu bjóðist sömu býti og í Istanbul síðast. Þessar breyttu aðstæður varpa mikilvægu ljósi á málstað deiluaðila um þessar mundir. Líkt og þeir gerðu áður, leggja Rússar á það megináherslu að grafist verði fyrir rætur átakanna, svo sem boðaða aðild Úkraínu að NATO og áframhaldandi hervæðingu landsins í grennd við rússnesku landamærin. Verði það ekki gert, telja Rússar það litlum tilgangi þjóna að semja um tímabundið vopnahlé, sem Úkraína, studd vestrænum ríkjum, muni vafalítið nota til að endurnýja herafla sinn og þar með framlengja frekar en stytta átökin. Minna þeir á að einmitt það hafi gerst eftir að samið var um Minsk-samkomulagið 2015. Af hálfu vestrænna ríkja, en þó einkum aðildarríkja ESB og Bretlands, er aftur á móti gerð krafa um að samið verði fyrst um sinn um tímabundið vopnahlé og því síðan fylgt eftir með viðræðum um varanlegan frið. Skýringanna er ekki langt að leita. Samkomulag deiluaðila um frið í Úkraínu hefði það óumflýjanlega í för með sér að ganga þyrfti að meginkröfum Rússa, ekki síst um landtöku, en þar með yrði auðmýkjandi uppgjöf Úkraínumanna og bandamanna svo gott sem endanlega færð til bókar. Hafa því Evrópuríkin, en þó einkum valdhafar sem lagt hafa pólitíska stöðu sína að veði, talið mikið til þess vinnandi að koma í veg fyrir beinar samningaviðræður, en reyna þess í stað að "frysta" átökin um óákveðinn tíma. Atburðarás undanfarinna daga bendir til að þessi umdeilanlega afstaða Evrópuríkjanna hafi nú ratað í ógöngur. Í kjölfar fundar fjögurra leiðtoga með Úkraínuforseta í Kænugarði síðastliðinn laugardag ákváðu ríkin að setja Rússum "afarkosti " um að ganga að kröfu þeirra um 30 daga vopnahlé eða sæta að öðrum kosti vængstýfandi refsiaðgerðum til viðbótar þeim meira en þrjátíu þúsund aðgerðum sem Rússum hefur þegar verið gert að sæta með einungis takmörkuðum árangri. Með þessu ófimlega uppátæki sínu virðast Evrópuríkin nú hafa skorað eftirtektarvert sjálfsmark eftir að Rússar svöruðu með gagntilboði þess efnis að deiluaðilar settust að samningaborði í Istanbul. Bandaríkin sem virtust um stundarsakir styðja hótun Evrópuríkjanna hafa fagnað útspilinu. Af afarkostum Evrópuríkjanna hefur ekki heyrst meira síðan. Þótt samkoman í Istanbul gefi veika von um að takast megi að koma beinum samningaviðræðum um endalok stríðsins í Úkraínu á laggirnar, ber hún þess merki fyrirfram að hún sé þáttur í pólitískri refskák deiluaðila sem fullvissa vilja heimsbyggðina, hver á sinn hátt, um staðfastan vilja sinn til að koma á friði. Til allrar óhamingju bendir þó fátt til þess að tekist hafi að framkalla þann gagnkvæma skilning, hvað þá traust, sem nauðsynlegur er til að sætta megi hin ólíku sjónarmið, hvað þá skera á hnútinn. Breytist það ekki, virðist full ástæða til að óttast að Rússar fari áfram sínu fram á vígvöllum Úkraínu uns samið verði um frið á forsendum sem þeir sjálfir ákveða. Höfundur er fyrrverandi sendiherra Íslands, m.a. hjá NATO, S.þ., CSCE og ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tyrkland NATO Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þegar erindrekar hlutaðeigandi deiluaðila koma saman í Istanbul á morgun, verður það í fyrsta skipti síðan í mars 2022 sem þeir ræða augliti til auglitis um möguleg endalok átakanna í Úkraínu. Samkoman sem slík gæti markað skref í rétta átt, þó ekki væri nema vegna þess að friði í heiminum hefur um nokkurt skeið stafað vaxandi hætta af því eldfima staðgöngustríði sem vestræn ríki og Rússlandi hafa háð á vígvöllum Úkraínu á síðustu ellefu árum. Horfurnar á því að samningar takist gefa þó einungis takmarkað tilefni til bjartsýni. Þegar samninganefndir ræddust við í borginni fögru við Sæviðarsund fyrir þremur árum var staðan öll önnur. Þá þóttust vestræn ríki, undir forystu Bandaríkjanna og Bretlands, þess fullviss að Úkraína gæti í skjóli þeirra sjálfra sigrast á rússneska innrásarliðinu. Undir því yfirskyni tókst m.a. þáverandi forsætisráðherra Bretlands að fá Úkraínumenn ofan af því að fullgera samkomulag sem haft hefði í för með sér, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, að Rússar drægju herlið sitt til baka. Hálfu ári síðar höfðu Rússar innlimað fjögur héruð, til viðbótar Krímskaga, sem áður tilheyrðu Úkraínu. Síðan þá hefur rússneska mulningsvélin skriðið fram jafnt og þétt, en varnir Úkraínu, sem líða fyrir skort á bæði mannafla og skotfærum, að sama skapi látið undan síga. Í ljósi þess að Rússar hafa yfirhöndina, eins og bandarísk stjórnvöld hafa nú opinberlega gengist við, verður að telja hverfandi líkur á að Úkraínu bjóðist sömu býti og í Istanbul síðast. Þessar breyttu aðstæður varpa mikilvægu ljósi á málstað deiluaðila um þessar mundir. Líkt og þeir gerðu áður, leggja Rússar á það megináherslu að grafist verði fyrir rætur átakanna, svo sem boðaða aðild Úkraínu að NATO og áframhaldandi hervæðingu landsins í grennd við rússnesku landamærin. Verði það ekki gert, telja Rússar það litlum tilgangi þjóna að semja um tímabundið vopnahlé, sem Úkraína, studd vestrænum ríkjum, muni vafalítið nota til að endurnýja herafla sinn og þar með framlengja frekar en stytta átökin. Minna þeir á að einmitt það hafi gerst eftir að samið var um Minsk-samkomulagið 2015. Af hálfu vestrænna ríkja, en þó einkum aðildarríkja ESB og Bretlands, er aftur á móti gerð krafa um að samið verði fyrst um sinn um tímabundið vopnahlé og því síðan fylgt eftir með viðræðum um varanlegan frið. Skýringanna er ekki langt að leita. Samkomulag deiluaðila um frið í Úkraínu hefði það óumflýjanlega í för með sér að ganga þyrfti að meginkröfum Rússa, ekki síst um landtöku, en þar með yrði auðmýkjandi uppgjöf Úkraínumanna og bandamanna svo gott sem endanlega færð til bókar. Hafa því Evrópuríkin, en þó einkum valdhafar sem lagt hafa pólitíska stöðu sína að veði, talið mikið til þess vinnandi að koma í veg fyrir beinar samningaviðræður, en reyna þess í stað að "frysta" átökin um óákveðinn tíma. Atburðarás undanfarinna daga bendir til að þessi umdeilanlega afstaða Evrópuríkjanna hafi nú ratað í ógöngur. Í kjölfar fundar fjögurra leiðtoga með Úkraínuforseta í Kænugarði síðastliðinn laugardag ákváðu ríkin að setja Rússum "afarkosti " um að ganga að kröfu þeirra um 30 daga vopnahlé eða sæta að öðrum kosti vængstýfandi refsiaðgerðum til viðbótar þeim meira en þrjátíu þúsund aðgerðum sem Rússum hefur þegar verið gert að sæta með einungis takmörkuðum árangri. Með þessu ófimlega uppátæki sínu virðast Evrópuríkin nú hafa skorað eftirtektarvert sjálfsmark eftir að Rússar svöruðu með gagntilboði þess efnis að deiluaðilar settust að samningaborði í Istanbul. Bandaríkin sem virtust um stundarsakir styðja hótun Evrópuríkjanna hafa fagnað útspilinu. Af afarkostum Evrópuríkjanna hefur ekki heyrst meira síðan. Þótt samkoman í Istanbul gefi veika von um að takast megi að koma beinum samningaviðræðum um endalok stríðsins í Úkraínu á laggirnar, ber hún þess merki fyrirfram að hún sé þáttur í pólitískri refskák deiluaðila sem fullvissa vilja heimsbyggðina, hver á sinn hátt, um staðfastan vilja sinn til að koma á friði. Til allrar óhamingju bendir þó fátt til þess að tekist hafi að framkalla þann gagnkvæma skilning, hvað þá traust, sem nauðsynlegur er til að sætta megi hin ólíku sjónarmið, hvað þá skera á hnútinn. Breytist það ekki, virðist full ástæða til að óttast að Rússar fari áfram sínu fram á vígvöllum Úkraínu uns samið verði um frið á forsendum sem þeir sjálfir ákveða. Höfundur er fyrrverandi sendiherra Íslands, m.a. hjá NATO, S.þ., CSCE og ESB.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar