Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 15. maí 2025 17:31 Ég hef nú mælt fyrir mikilvægu frumvarpi á Alþingi um veiðistjórn á grásleppu sem færir veiðistjórnina í fyrra horf með dagakerfi sem tryggir sjómönnum aftur rétt sinn til veiða og afnemur þau ólög sem sett voru á 2024 með kvótasetningu og framsal. Frumkvæðismál atvinnuveganefndar Meirihluti atvinnuveganefndar flytur þetta frumkvæðismál en annar meirihluti atvinnuveganefndar í fyrra vor flutti einnig það lagafrumvarp sem nú eru í gildi og hefur svipt fjölda sjómanna atvinnurétti sínum til grásleppuveiða og gert fjárfestingar þeirra verðlausar í kjölfarið sem er í raun eignaupptaka fyrir fjölmargar minni útgerðir og fjölskyldufyrirtæki. Núverandi lög þjóna hvorki hagsmunum atvinnugreinarinnar né nytjastofnum og þar með ekki hagsmunum sjávarbyggðanna né almennings. Veiðistýring með dögum tekin upp aftur Með frumvarpinu verði aftur tekin upp veiðistýring með útgáfu leyfa og fjölda veiðidaga sem tekur mið af leyfilegum heildarafla ,þátttöku í veiðunum og þróun veiða á fyrstu vikum vertíðar. Frumvarpið hefur það markmið að tryggja aftur þeim sjómönnum rétt til veiða sem stundað hafa þessar veiðar um árabil og einnig nýliðum sem hafa verið að fjárfesta í greininni og fengu enga eða það litla úthlutun kvóta með núverandi lögum að þeir eiga enga möguleika á að stunda veiðar að óbreyttu. Stærðarmörk báta Veiðarnar myndu með þessu laga frumvarpi takmarkast við ákveðna stærð báta sem tryggir tilveru smærri útgerða og hinna dreifðu sjávarbyggða. Í núverandi ólögum eru engin stærðarmörk á bátum sem þýðir áframhaldandi samþjöppun í sjávarútvegi í þágu stórútgerða og kvótaeigenda með því framsali sem sett var á og er strax farið að sýna á sér klærnar. Ef ekkert verður að gert má reikna með að grásleppuréttindi færist yfir á stór skip og farið er að ræða um veiðar á grásleppu í botnvörpu á úthafinu sem er algjörlega á skjön við aðvaranir hins þekkta vísindamanns Davids Attenborough gegn botnvörpuveiðum sem fara illa með lífríki sjávar og hvetur hann til eflingar umhverfisvænna veiða smábáta með umhverfisvæn veiðarfæri eins og netaveiðar og krókaveiðar eru við strendur landsins. Veiðiráðgjöf Hafró áhyggjuefni Það er áhyggjuefni hve Hafró hefur í raun litlar rannsóknir til að byggja á varðandi veiði ráðgjöf um stofnstærð grásleppunnar og eingöngu sé byggt á togararalli en ekki á sama hátt og aðrar uppsjávartegundir. Mikilvægt er að taka fleiri þætti inn í rannsóknir svo byggja megi á traustri ráðgjöf. Ég treysti því að með því að færa veiðistjórnina í fyrra horf og lagfæra það sem þarf til hagsbóta fyrir greinina séum við að treysta smábátaútgerð og atvinnu í landsbyggðunum með samspili grásleppu og strandveiða. Höfundur er þingismaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Flokkur fólksins Sjávarútvegur Strandveiðar Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Ég hef nú mælt fyrir mikilvægu frumvarpi á Alþingi um veiðistjórn á grásleppu sem færir veiðistjórnina í fyrra horf með dagakerfi sem tryggir sjómönnum aftur rétt sinn til veiða og afnemur þau ólög sem sett voru á 2024 með kvótasetningu og framsal. Frumkvæðismál atvinnuveganefndar Meirihluti atvinnuveganefndar flytur þetta frumkvæðismál en annar meirihluti atvinnuveganefndar í fyrra vor flutti einnig það lagafrumvarp sem nú eru í gildi og hefur svipt fjölda sjómanna atvinnurétti sínum til grásleppuveiða og gert fjárfestingar þeirra verðlausar í kjölfarið sem er í raun eignaupptaka fyrir fjölmargar minni útgerðir og fjölskyldufyrirtæki. Núverandi lög þjóna hvorki hagsmunum atvinnugreinarinnar né nytjastofnum og þar með ekki hagsmunum sjávarbyggðanna né almennings. Veiðistýring með dögum tekin upp aftur Með frumvarpinu verði aftur tekin upp veiðistýring með útgáfu leyfa og fjölda veiðidaga sem tekur mið af leyfilegum heildarafla ,þátttöku í veiðunum og þróun veiða á fyrstu vikum vertíðar. Frumvarpið hefur það markmið að tryggja aftur þeim sjómönnum rétt til veiða sem stundað hafa þessar veiðar um árabil og einnig nýliðum sem hafa verið að fjárfesta í greininni og fengu enga eða það litla úthlutun kvóta með núverandi lögum að þeir eiga enga möguleika á að stunda veiðar að óbreyttu. Stærðarmörk báta Veiðarnar myndu með þessu laga frumvarpi takmarkast við ákveðna stærð báta sem tryggir tilveru smærri útgerða og hinna dreifðu sjávarbyggða. Í núverandi ólögum eru engin stærðarmörk á bátum sem þýðir áframhaldandi samþjöppun í sjávarútvegi í þágu stórútgerða og kvótaeigenda með því framsali sem sett var á og er strax farið að sýna á sér klærnar. Ef ekkert verður að gert má reikna með að grásleppuréttindi færist yfir á stór skip og farið er að ræða um veiðar á grásleppu í botnvörpu á úthafinu sem er algjörlega á skjön við aðvaranir hins þekkta vísindamanns Davids Attenborough gegn botnvörpuveiðum sem fara illa með lífríki sjávar og hvetur hann til eflingar umhverfisvænna veiða smábáta með umhverfisvæn veiðarfæri eins og netaveiðar og krókaveiðar eru við strendur landsins. Veiðiráðgjöf Hafró áhyggjuefni Það er áhyggjuefni hve Hafró hefur í raun litlar rannsóknir til að byggja á varðandi veiði ráðgjöf um stofnstærð grásleppunnar og eingöngu sé byggt á togararalli en ekki á sama hátt og aðrar uppsjávartegundir. Mikilvægt er að taka fleiri þætti inn í rannsóknir svo byggja megi á traustri ráðgjöf. Ég treysti því að með því að færa veiðistjórnina í fyrra horf og lagfæra það sem þarf til hagsbóta fyrir greinina séum við að treysta smábátaútgerð og atvinnu í landsbyggðunum með samspili grásleppu og strandveiða. Höfundur er þingismaður Flokks fólksins.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar