Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar 17. maí 2025 07:02 Neikvæð umræða og aðgerðir stjórnvalda gagnvart hinsegin fólki, í löndum sem við höfum almennt borið okkur saman við, hafa ekki farið fram hjá neinu okkar. Aðför stjórnmálafólks og skipulagðra þrýstihópa að réttindum og tilverurétti hinsegin fólks er með þeim hætti í Bandaríkjunum, Bretlandi, Ungverjalandi, Georgíu og fleiri löndum að það er ómögulegt annað en að finna til sorgar, reiði og jafnvel vanmáttar yfir stöðunni. Við vitum að þessari alþjóðlegu bylgju er ekki lokið, en það er ekkert sem segir að þróunin þurfi að verða sams konar á Íslandi. Á meðan réttindi hinsegin fólks skerðast víða um heim heldur Ísland nefnilega áfram í rétta átt. Árlega gefa ILGA-Europe, regnhlífarsamtök hinsegin fólks í Evrópu, út Regnbogakortið sem greinir lagalega stöðu í öllum löndum Evrópu. Í vikunni birtist uppfærð útgáfa kortsins og féll Ísland úr öðru sæti niður í það þriðja, þrátt fyrir að bæta við sig á milli ára. Belgía fer upp fyrir okkur í annað sæti Regnbogakortsins fyrst og fremst vegna aðgerða stjórnvalda þar í landi gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Tækifæri eru því til staðar fyrir Ísland að skipa sér í allra fremstu röð í heiminum og það er sjálfsögð krafa hinsegin samfélagsins að þangað skuli áfram stefnt. Það er mögulegt á aðeins einu ári ef ný ríkisstjórn hefur kjark og vilja til þess. Íslensk stjórnvöld geta til dæmis fylgt fordæmi Belga og stigið inn með afgerandi hætti með aðgerðum gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Einnig þarf að bæta lagalega umgjörð til að tryggja líkamlega friðhelgi intersex fólks og loks réttindi fólks sem þarf á alþjóðlegri vernd að halda. Þegar andstæðingar mannréttinda hinsegin fólks ýta á móti er aðeins ein fær leið fyrir frjálslynt lýðræðisríki: Áfram. Í dag er alþjóðlegur dagur gegn hinsegin fordómum og fyrsta Hamingjuhlaupið er hlaupið af því tilefni í Elliðaárdalnum. Dagurinn í dag er einnig merkilegur fyrir þær sakir að Samtökin ‘78 munu veita Herði Torfasyni heiðursmerki félagsins við hátíðlega athöfn á Hótel Borg kl. 18. Hörður Torfason er sannkallaður brautryðjandi. Hann markaði veginn fyrir manneskjur eins og mig og fleiri sem á eftir komu. Fyrir fimmtíu árum síðan steig hann fram sem hommi í tímamótaviðtali, stoltur af sjálfum sér og baðst ekki afsökunar á neinu. Hörður og mörg fleiri sem mótuðu upphafsár Samtakanna ‘78 urðu fyrir miklu mótlæti. Þrátt fyrir það höfðu þau hugrekki til þess að berjast fyrir eigin tilveru - og þar með fyrir frelsi okkar allra. Sagan gengur í hringi. Mótlætið sem hinsegin fólk finnur fyrir þessa dagana, ekki síst trans fólk, er birtingarmynd sömu fordómanna og ranghugmyndanna sem brautryðjendur hinsegin réttinda á Íslandi þurftu að takast á við. Það er ráðist með markvissum hætti að réttindum okkar um allan heim og áhrif þess ná auðvitað líka hingað til Íslands. En gleymum því aldrei að við höfum séð það svartara og höfum það hugfast að við munum sjá það bjartara. Samtökin ‘78 standa í fæturna, sterkari en nokkru sinni fyrr. Við munum aldrei fela okkur aftur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Málefni trans fólks Kári Garðarsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Neikvæð umræða og aðgerðir stjórnvalda gagnvart hinsegin fólki, í löndum sem við höfum almennt borið okkur saman við, hafa ekki farið fram hjá neinu okkar. Aðför stjórnmálafólks og skipulagðra þrýstihópa að réttindum og tilverurétti hinsegin fólks er með þeim hætti í Bandaríkjunum, Bretlandi, Ungverjalandi, Georgíu og fleiri löndum að það er ómögulegt annað en að finna til sorgar, reiði og jafnvel vanmáttar yfir stöðunni. Við vitum að þessari alþjóðlegu bylgju er ekki lokið, en það er ekkert sem segir að þróunin þurfi að verða sams konar á Íslandi. Á meðan réttindi hinsegin fólks skerðast víða um heim heldur Ísland nefnilega áfram í rétta átt. Árlega gefa ILGA-Europe, regnhlífarsamtök hinsegin fólks í Evrópu, út Regnbogakortið sem greinir lagalega stöðu í öllum löndum Evrópu. Í vikunni birtist uppfærð útgáfa kortsins og féll Ísland úr öðru sæti niður í það þriðja, þrátt fyrir að bæta við sig á milli ára. Belgía fer upp fyrir okkur í annað sæti Regnbogakortsins fyrst og fremst vegna aðgerða stjórnvalda þar í landi gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Tækifæri eru því til staðar fyrir Ísland að skipa sér í allra fremstu röð í heiminum og það er sjálfsögð krafa hinsegin samfélagsins að þangað skuli áfram stefnt. Það er mögulegt á aðeins einu ári ef ný ríkisstjórn hefur kjark og vilja til þess. Íslensk stjórnvöld geta til dæmis fylgt fordæmi Belga og stigið inn með afgerandi hætti með aðgerðum gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Einnig þarf að bæta lagalega umgjörð til að tryggja líkamlega friðhelgi intersex fólks og loks réttindi fólks sem þarf á alþjóðlegri vernd að halda. Þegar andstæðingar mannréttinda hinsegin fólks ýta á móti er aðeins ein fær leið fyrir frjálslynt lýðræðisríki: Áfram. Í dag er alþjóðlegur dagur gegn hinsegin fordómum og fyrsta Hamingjuhlaupið er hlaupið af því tilefni í Elliðaárdalnum. Dagurinn í dag er einnig merkilegur fyrir þær sakir að Samtökin ‘78 munu veita Herði Torfasyni heiðursmerki félagsins við hátíðlega athöfn á Hótel Borg kl. 18. Hörður Torfason er sannkallaður brautryðjandi. Hann markaði veginn fyrir manneskjur eins og mig og fleiri sem á eftir komu. Fyrir fimmtíu árum síðan steig hann fram sem hommi í tímamótaviðtali, stoltur af sjálfum sér og baðst ekki afsökunar á neinu. Hörður og mörg fleiri sem mótuðu upphafsár Samtakanna ‘78 urðu fyrir miklu mótlæti. Þrátt fyrir það höfðu þau hugrekki til þess að berjast fyrir eigin tilveru - og þar með fyrir frelsi okkar allra. Sagan gengur í hringi. Mótlætið sem hinsegin fólk finnur fyrir þessa dagana, ekki síst trans fólk, er birtingarmynd sömu fordómanna og ranghugmyndanna sem brautryðjendur hinsegin réttinda á Íslandi þurftu að takast á við. Það er ráðist með markvissum hætti að réttindum okkar um allan heim og áhrif þess ná auðvitað líka hingað til Íslands. En gleymum því aldrei að við höfum séð það svartara og höfum það hugfast að við munum sjá það bjartara. Samtökin ‘78 standa í fæturna, sterkari en nokkru sinni fyrr. Við munum aldrei fela okkur aftur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar