Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar 17. maí 2025 13:32 Umræðan um sölu ríkiseigna á Íslandi er á nýjan leik í brennidepli. Í kjölfar sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur þegar verið farið að kalla eftir sölu á annarri stóreign ríkisins, Landsbankanum. Þessi þróun sýnir að spurningarnar sem vakna við sölu sameiginlegra eigna eru ekki nýjar en áður hafa raddir kallað á sölu Landsvirkjunar og Isavia. Hér eru velt upp nokkrum grundvallarspurningum um slíkar ákvarðanir. Ríkið ákvað að selja alla sína hluti í Íslandsbanka og er bankinn þar með ekki lengur í opinberri eigu. Útboðið var á markaði þar sem borgarar og fagfjárfestar gátu tekið þátt en gagnrýni hefur beinst að ójöfnu aðgengi og upplýsingagjöf. Margar spurningar vakna – ekki aðeins um fjárhagslegan ávinning eða framkvæmd útboðsins, heldur einnig um dýpri merkingu: Hvað þýðir sala ríkiseignar sem áður var sameign? Og hvað segir slík ákvörðun um samband ríkis og borgara? Hver á ríkið – og í hvaða tilgangi? Hugtakið „ríkiseign“ gefur til kynna að eigandinn sé ríkið sjálft en í lýðræðisríki eins og Íslandi er ríkið fulltrúi þjóðarinnar. Lög og stjórnarskrá gera ráð fyrir forræði ríkisins yfir sameign þjóðarinnar en það á að fara með hana sem umsjónaraðili, ekki einkaaðili. Ríkið er þannig tæki í þágu heildarinnar. Samt sem áður er það ekki þjóðin sjálf sem tekur beinar ákvarðanir, heldur kjörnir fulltrúar og embættismenn. Þar með getur skapast fjarlægð milli borgaranna og þeirra ákvarðana sem teknar eru. Eignarhald ríkisins á fyrirtækjum og auðlindum er ekki hefðbundið eignarhald heldur trúnaðarsamband: ríkisvaldið fer með sameiginleg verðmæti fyrir hönd allra. Þegar slík eign er seld breytist sambandið: Eign sem var til staðar í nafni heildarinnar verður hluti af markaði og tekur á sig nýja merkingu. Er rétt að umbreyta sameign í hlutafé á markaði? Hefur ríkið – með tímabundið umboð frá borgurunum – rétt til slíkra ákvarðana og með hvaða rökum? Þetta eru ekki einfaldar spurningar og svara sér ekki sjálfar. En það er mikilvægt að öllum spurningum sé svarað. Þjóðin selur þjóðinni? Í umræðum um sölu ríkiseigna heyrum við stundum setningar eins og að „þjóðin selji þjóðinni“. Það hljómar vel en á það við? Í raun eru það aðeins sumir sem taka þátt – þeir sem hafa fjármagn og þekkingu. Margir aðrir eru áhorfendur. Þeir voru þó hluti af þeirri heild sem átti eignina áður. Þegar breyting á eignarhaldi á sér stað án þess að jafnt aðgengi sé tryggt, skapast ójafnvægi. Þetta er ekki endilega gagnrýni heldur spurningar um forsendur og framkvæmd slíkra breytinga. Þurfum við skýrari skýringar á tilgangi slíkra ákvarðana? Getum við eflt traust og skilning á eignarhaldsbreytingum? Hvert fór eign þeirra sem ekki keyptu í bankanum? Ábyrgð, rökhugsun og sanngirni Stjórnvöld bera ábyrgð á meðferð sameigna enda sú ábyrgð bæði praktísk og siðferðileg. Borgarinn spyr eðlilega: Var undirbúningur nægur? Hverjar voru forsendurnar? Voru markmið skýr? Var kynningin næg? Skila breytingarnar ávinningi fyrir samfélagið í heild? Auk lagalegs umboðs þarf einnig samfélagslegt leyfi – siðferðilega og samfélagslega samþykkt sem þjóðin veitir aðilum sem fara með sameign hennar og það á ekki síður við um ríkisvald en einkaaðila. Þrátt fyrir formlegar heimildir – eins og samþykkt Alþingis eða löglegt útboð – getur skortur á trausti og þátttöku grafið undan réttmæti slíkra ákvarðana. Þegar eigendaskipti snerta djúp samfélagsgildi er rétt að spyrja: Fannst borgurunum þeir eiga raunverulegan hlut að máli? Var traust og trú á ferlið til staðar? Hugmyndir heimspekinga minna á að sanngirni felur í sér jafnræði í bráð og tryggingu fyrir ákvörðunum teknar með hagsmuni allra að leiðarljósi – sérstaklega þeirra sem standa veikar að vígi. Sú hugsun á fullt erindi inn í okkar tíma. Traust er mikilvægast í slíku ferli. Lýðræði er ekki bara atkvæðagreiðsla heldur viðvarandi samtal stjórnvalda og borgara. Þegar ákvörðun snertir samfélagið djúpt – eins og bankasala – skipta skýringar og nálgun öllu máli. Við eignarhaldsbreytingu breytist ekki aðeins eigandinn heldur einnig samhengi, merking og upplifun. Lokaorð - mörk meirihlutavalds Að lokum snýst málið um meira en hagkvæmni. Það snýst um traust fólks á varðveislu og fyrirhyggju fyrir ráðstöfun sameiginlegra verðmæta. Sala ríkiseigna sem margir telja „tilheyra öllum“ þarf að standast bæði siðferðilegt og skynsemispróf. Siðferðilega prófið spyr: Er þetta sanngjarnt gagnvart þjóðinni? Skynsemisprófið spyr: Er þetta skynsamlegt til lengri tíma fyrir samfélagið? Í tilfelli Íslandsbanka verða svörin að hluta huglæg. Sumir telja að ríkið eigi ekki að reka banka og því sé eðlilegt að einkaaðilar taki við – jafnvel þótt ríkið sé í raun að selja þjóðinni banka sem hún bjargaði á sínum tíma. Aðrir benda á að þjóðareign á mikilvægum innviðum tryggi betri yfirsýn, auki öryggi, lýðræðislega stjórn og sanngjarnari skiptingu ágóða. Báðir hóparnir geta fært rök fyrir sínu máli. Gagnrýnin hugsun og opin umræða eru lykilatriði. Í slíku andrúmslofti geta borgarar tekið afstöðu. Í krafti gagnrýninnar umræðu og lýðræðislegrar þátttöku tryggjum við frekar sanngjarna, skynsama og virðingarverða meðferð sameiginlegra þjóðareigna. Þurfum við ekki einnig að spyrja hvort pólitísk skoðun – eða einfaldur meirihluti á Alþingi – sé réttmæt undirstaða fyrir sölu sameiginlegra eigna eins og Íslandsbanka? Nú þegar er kallað eftir sölu á Landsbankanum. Hefur hver flokkur nægjan stuðning? Dugir einfaldur meirihluti til mikilvægra ákvarðana? Það sem virðist einfalt út frá hagkvæmni getur haft áhrif á tilfinningu fólks fyrir eignarhaldi, sanngirni, þátttöku í samfélaginu og tilurð lýðveldisins eins og það var hugsað. Þessar spurningar um eignarhald, sanngirni og lýðræðislega þátttöku munu án efa einnig verða áleitnar varðandi mögulega sölu annarra ríkiseigna sem gegna lykilhlutverki í samfélaginu – eins og Landsvirkjunar og Isavia. Það er á ábyrgð okkar allra að tryggja að ákvarðanir um sameiginlegar eignir séu teknar af yfirvegun og með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Höfundur er stefnulegur ráðgjafi í samanburði og aðgreiningu á markaði, meðstofnandi og landsstjóri Cohn & Wolfe PR Comm á Íslandi og meðstofnandi og stjórnarformaður EssenceMediacom á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Umræðan um sölu ríkiseigna á Íslandi er á nýjan leik í brennidepli. Í kjölfar sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur þegar verið farið að kalla eftir sölu á annarri stóreign ríkisins, Landsbankanum. Þessi þróun sýnir að spurningarnar sem vakna við sölu sameiginlegra eigna eru ekki nýjar en áður hafa raddir kallað á sölu Landsvirkjunar og Isavia. Hér eru velt upp nokkrum grundvallarspurningum um slíkar ákvarðanir. Ríkið ákvað að selja alla sína hluti í Íslandsbanka og er bankinn þar með ekki lengur í opinberri eigu. Útboðið var á markaði þar sem borgarar og fagfjárfestar gátu tekið þátt en gagnrýni hefur beinst að ójöfnu aðgengi og upplýsingagjöf. Margar spurningar vakna – ekki aðeins um fjárhagslegan ávinning eða framkvæmd útboðsins, heldur einnig um dýpri merkingu: Hvað þýðir sala ríkiseignar sem áður var sameign? Og hvað segir slík ákvörðun um samband ríkis og borgara? Hver á ríkið – og í hvaða tilgangi? Hugtakið „ríkiseign“ gefur til kynna að eigandinn sé ríkið sjálft en í lýðræðisríki eins og Íslandi er ríkið fulltrúi þjóðarinnar. Lög og stjórnarskrá gera ráð fyrir forræði ríkisins yfir sameign þjóðarinnar en það á að fara með hana sem umsjónaraðili, ekki einkaaðili. Ríkið er þannig tæki í þágu heildarinnar. Samt sem áður er það ekki þjóðin sjálf sem tekur beinar ákvarðanir, heldur kjörnir fulltrúar og embættismenn. Þar með getur skapast fjarlægð milli borgaranna og þeirra ákvarðana sem teknar eru. Eignarhald ríkisins á fyrirtækjum og auðlindum er ekki hefðbundið eignarhald heldur trúnaðarsamband: ríkisvaldið fer með sameiginleg verðmæti fyrir hönd allra. Þegar slík eign er seld breytist sambandið: Eign sem var til staðar í nafni heildarinnar verður hluti af markaði og tekur á sig nýja merkingu. Er rétt að umbreyta sameign í hlutafé á markaði? Hefur ríkið – með tímabundið umboð frá borgurunum – rétt til slíkra ákvarðana og með hvaða rökum? Þetta eru ekki einfaldar spurningar og svara sér ekki sjálfar. En það er mikilvægt að öllum spurningum sé svarað. Þjóðin selur þjóðinni? Í umræðum um sölu ríkiseigna heyrum við stundum setningar eins og að „þjóðin selji þjóðinni“. Það hljómar vel en á það við? Í raun eru það aðeins sumir sem taka þátt – þeir sem hafa fjármagn og þekkingu. Margir aðrir eru áhorfendur. Þeir voru þó hluti af þeirri heild sem átti eignina áður. Þegar breyting á eignarhaldi á sér stað án þess að jafnt aðgengi sé tryggt, skapast ójafnvægi. Þetta er ekki endilega gagnrýni heldur spurningar um forsendur og framkvæmd slíkra breytinga. Þurfum við skýrari skýringar á tilgangi slíkra ákvarðana? Getum við eflt traust og skilning á eignarhaldsbreytingum? Hvert fór eign þeirra sem ekki keyptu í bankanum? Ábyrgð, rökhugsun og sanngirni Stjórnvöld bera ábyrgð á meðferð sameigna enda sú ábyrgð bæði praktísk og siðferðileg. Borgarinn spyr eðlilega: Var undirbúningur nægur? Hverjar voru forsendurnar? Voru markmið skýr? Var kynningin næg? Skila breytingarnar ávinningi fyrir samfélagið í heild? Auk lagalegs umboðs þarf einnig samfélagslegt leyfi – siðferðilega og samfélagslega samþykkt sem þjóðin veitir aðilum sem fara með sameign hennar og það á ekki síður við um ríkisvald en einkaaðila. Þrátt fyrir formlegar heimildir – eins og samþykkt Alþingis eða löglegt útboð – getur skortur á trausti og þátttöku grafið undan réttmæti slíkra ákvarðana. Þegar eigendaskipti snerta djúp samfélagsgildi er rétt að spyrja: Fannst borgurunum þeir eiga raunverulegan hlut að máli? Var traust og trú á ferlið til staðar? Hugmyndir heimspekinga minna á að sanngirni felur í sér jafnræði í bráð og tryggingu fyrir ákvörðunum teknar með hagsmuni allra að leiðarljósi – sérstaklega þeirra sem standa veikar að vígi. Sú hugsun á fullt erindi inn í okkar tíma. Traust er mikilvægast í slíku ferli. Lýðræði er ekki bara atkvæðagreiðsla heldur viðvarandi samtal stjórnvalda og borgara. Þegar ákvörðun snertir samfélagið djúpt – eins og bankasala – skipta skýringar og nálgun öllu máli. Við eignarhaldsbreytingu breytist ekki aðeins eigandinn heldur einnig samhengi, merking og upplifun. Lokaorð - mörk meirihlutavalds Að lokum snýst málið um meira en hagkvæmni. Það snýst um traust fólks á varðveislu og fyrirhyggju fyrir ráðstöfun sameiginlegra verðmæta. Sala ríkiseigna sem margir telja „tilheyra öllum“ þarf að standast bæði siðferðilegt og skynsemispróf. Siðferðilega prófið spyr: Er þetta sanngjarnt gagnvart þjóðinni? Skynsemisprófið spyr: Er þetta skynsamlegt til lengri tíma fyrir samfélagið? Í tilfelli Íslandsbanka verða svörin að hluta huglæg. Sumir telja að ríkið eigi ekki að reka banka og því sé eðlilegt að einkaaðilar taki við – jafnvel þótt ríkið sé í raun að selja þjóðinni banka sem hún bjargaði á sínum tíma. Aðrir benda á að þjóðareign á mikilvægum innviðum tryggi betri yfirsýn, auki öryggi, lýðræðislega stjórn og sanngjarnari skiptingu ágóða. Báðir hóparnir geta fært rök fyrir sínu máli. Gagnrýnin hugsun og opin umræða eru lykilatriði. Í slíku andrúmslofti geta borgarar tekið afstöðu. Í krafti gagnrýninnar umræðu og lýðræðislegrar þátttöku tryggjum við frekar sanngjarna, skynsama og virðingarverða meðferð sameiginlegra þjóðareigna. Þurfum við ekki einnig að spyrja hvort pólitísk skoðun – eða einfaldur meirihluti á Alþingi – sé réttmæt undirstaða fyrir sölu sameiginlegra eigna eins og Íslandsbanka? Nú þegar er kallað eftir sölu á Landsbankanum. Hefur hver flokkur nægjan stuðning? Dugir einfaldur meirihluti til mikilvægra ákvarðana? Það sem virðist einfalt út frá hagkvæmni getur haft áhrif á tilfinningu fólks fyrir eignarhaldi, sanngirni, þátttöku í samfélaginu og tilurð lýðveldisins eins og það var hugsað. Þessar spurningar um eignarhald, sanngirni og lýðræðislega þátttöku munu án efa einnig verða áleitnar varðandi mögulega sölu annarra ríkiseigna sem gegna lykilhlutverki í samfélaginu – eins og Landsvirkjunar og Isavia. Það er á ábyrgð okkar allra að tryggja að ákvarðanir um sameiginlegar eignir séu teknar af yfirvegun og með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Höfundur er stefnulegur ráðgjafi í samanburði og aðgreiningu á markaði, meðstofnandi og landsstjóri Cohn & Wolfe PR Comm á Íslandi og meðstofnandi og stjórnarformaður EssenceMediacom á Íslandi
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar