Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar 18. maí 2025 15:31 Á hverju ári, þann 18. maí, fögnum við Alþjóðlega safnadeginum, að þessu sinni undir yfirskriftinni Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum. Þennan dag hugsum við um þann kraft sem söfn búa yfir sem mikilvægar samfélagslegar stofnanir sem hjálpa okkur að öðlast dýpri skilning á heiminum og hvert öðru. Á svo róstusömum tímum sem við lifum núna verður hlutverk safna sem vettvangur fyrir samtal, samkennd og skilning mikilvægara enn nokkru sinni fyrr. Þema safnadagsins á þessu ári á sér aðra skírskotun. Það kallast nefnilega á við þema næsta allsherjarþings ICOM, sem haldið er á þriggja ára fresti og fer fram síðar á árinu. Þá mun safnafólk hvaðanæva að koma saman til að velta fyrir sér framtíð safna og hlutverki þeirra í heimi sem tekur sífellt örari breytingum. Hér á Íslandi – þar sem söfn njóta mikils trausts og gegna mikilvægu fræðslu- og varðveisluhlutverki – er þetta kærkomið tækifæri til að staldra við og huga að því hvernig við stöndum okkur bæði í hinu innlenda og alþjóðlega samhengi. Tækifæri til að horfa bæði inn á við, á það sem söfn gera fyrir okkar eigið samfélag, og út á við, á það sem söfn geta gert fyrir heiminn. Dagurinn fyrir safnadaginn, 17. maí, er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Í tilefni dagsins sendu Íslandsdeild ICOM, Alþjóðaráðs safna, og Félag íslenskra safna og safnafólks (FÍSOS) frá sér sameiginlega yfirlýsingu, undirritaða af safnstjórum víðs vegar að af landinu, auk fulltrúa Rannsóknaseturs í safnafræði og safnaráðs. Í yfirlýsingunni er fjallað um mikilvægi þess að fordæma tilraunir valdhafa til að endurskrifa söguna, ritskoða frásagnir safna og jaðarsetja minnihlutahópa enn frekar – sérstaklega trans og intersex fólk, sem er nú skotspónn afturhaldssamra afla víða um heim. Þá ítrekum við að það sé skylda safna að standa vörð um mannréttindi, miðla fjölradda frásögnum og skapa öruggt rými fyrir öll. Söfn eru ekki hlutlaus, á því er enginn vafi. Þau eru samfélagsstofnanir með siðferðilega ábyrgð. Um allan heim höfum við séð mannfjandsamleg viðhorf og orðræðu sækja í sig veðrið, sem svo brýst út í átökum, stríði og linnulausum blóðsúthellingum – frá innrás Pútíns í Úkraínu og þjóðarmorði Netanjahús í Palestínu, til stórskæðrar þjóðernishyggju Trumps og árása hans á samfélagssáttmálann og þau lýðræðisgildi sem mörg okkar hafa jafnvel tekið sem gefnum. Slíkar aðgerðir ógna ekki aðeins friði og mannréttindum, heldur grafa einnig undan öllu því sem við eigum sameiginlegt og er kjarninn í starfi menningar- og menntastofnana líkt og safna, sem reyna að varðveita og túlka sögu okkar allra. Söfn á Íslandi – og víðar – verða að taka afstöðu gegn þessari þróun. Við verðum að standa vörð um akademískt frelsi og réttindi þeirra sem eiga undir högg að sækja, auk þess að vera reiðubúinn að takast á við erfið málefni í fortíð, nútíð og framtíð. Við verðum einnig að leggja rækt við fjölbreytileika – ekki aðeins sem óljóst hugtak, heldur sem útgangspunkt á vegferð okkar til að móta samfélagið í þágu aukinnar inngildingar, tengsla og friðar. Því er mikilvægt að við séum þess ávallt minnug að söfn eru ekki aðeins verndarar fortíðar, heldur vörður sem marka leiðina að réttlátari og friðsamari heimi. Höfundur er formaður Íslandsdeildar ICOM, Alþjóðaráðs safna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Hinsegin Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Á hverju ári, þann 18. maí, fögnum við Alþjóðlega safnadeginum, að þessu sinni undir yfirskriftinni Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum. Þennan dag hugsum við um þann kraft sem söfn búa yfir sem mikilvægar samfélagslegar stofnanir sem hjálpa okkur að öðlast dýpri skilning á heiminum og hvert öðru. Á svo róstusömum tímum sem við lifum núna verður hlutverk safna sem vettvangur fyrir samtal, samkennd og skilning mikilvægara enn nokkru sinni fyrr. Þema safnadagsins á þessu ári á sér aðra skírskotun. Það kallast nefnilega á við þema næsta allsherjarþings ICOM, sem haldið er á þriggja ára fresti og fer fram síðar á árinu. Þá mun safnafólk hvaðanæva að koma saman til að velta fyrir sér framtíð safna og hlutverki þeirra í heimi sem tekur sífellt örari breytingum. Hér á Íslandi – þar sem söfn njóta mikils trausts og gegna mikilvægu fræðslu- og varðveisluhlutverki – er þetta kærkomið tækifæri til að staldra við og huga að því hvernig við stöndum okkur bæði í hinu innlenda og alþjóðlega samhengi. Tækifæri til að horfa bæði inn á við, á það sem söfn gera fyrir okkar eigið samfélag, og út á við, á það sem söfn geta gert fyrir heiminn. Dagurinn fyrir safnadaginn, 17. maí, er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Í tilefni dagsins sendu Íslandsdeild ICOM, Alþjóðaráðs safna, og Félag íslenskra safna og safnafólks (FÍSOS) frá sér sameiginlega yfirlýsingu, undirritaða af safnstjórum víðs vegar að af landinu, auk fulltrúa Rannsóknaseturs í safnafræði og safnaráðs. Í yfirlýsingunni er fjallað um mikilvægi þess að fordæma tilraunir valdhafa til að endurskrifa söguna, ritskoða frásagnir safna og jaðarsetja minnihlutahópa enn frekar – sérstaklega trans og intersex fólk, sem er nú skotspónn afturhaldssamra afla víða um heim. Þá ítrekum við að það sé skylda safna að standa vörð um mannréttindi, miðla fjölradda frásögnum og skapa öruggt rými fyrir öll. Söfn eru ekki hlutlaus, á því er enginn vafi. Þau eru samfélagsstofnanir með siðferðilega ábyrgð. Um allan heim höfum við séð mannfjandsamleg viðhorf og orðræðu sækja í sig veðrið, sem svo brýst út í átökum, stríði og linnulausum blóðsúthellingum – frá innrás Pútíns í Úkraínu og þjóðarmorði Netanjahús í Palestínu, til stórskæðrar þjóðernishyggju Trumps og árása hans á samfélagssáttmálann og þau lýðræðisgildi sem mörg okkar hafa jafnvel tekið sem gefnum. Slíkar aðgerðir ógna ekki aðeins friði og mannréttindum, heldur grafa einnig undan öllu því sem við eigum sameiginlegt og er kjarninn í starfi menningar- og menntastofnana líkt og safna, sem reyna að varðveita og túlka sögu okkar allra. Söfn á Íslandi – og víðar – verða að taka afstöðu gegn þessari þróun. Við verðum að standa vörð um akademískt frelsi og réttindi þeirra sem eiga undir högg að sækja, auk þess að vera reiðubúinn að takast á við erfið málefni í fortíð, nútíð og framtíð. Við verðum einnig að leggja rækt við fjölbreytileika – ekki aðeins sem óljóst hugtak, heldur sem útgangspunkt á vegferð okkar til að móta samfélagið í þágu aukinnar inngildingar, tengsla og friðar. Því er mikilvægt að við séum þess ávallt minnug að söfn eru ekki aðeins verndarar fortíðar, heldur vörður sem marka leiðina að réttlátari og friðsamari heimi. Höfundur er formaður Íslandsdeildar ICOM, Alþjóðaráðs safna
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun