Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 20. maí 2025 20:02 Ein rótgrónasta vintage fatabúð miðborgarinnar Gyllti kötturinn hefur nýverið tilkynnt flótta sinn úr Austurstræti yfir á Fiskislóð. Þetta er ekki einstakt tilvik heldur hluti af langvarandi þróun sem æ fleiri taka eftir. Þróun þar sem verslanir, sem eitt sinn einkenndu miðborgina, voru hluti af sögu hennar og gerðu hana lifandi og manneskjulega, hverfa hver af annarri. Einu sinni var að finna pósthús, apótek og allskyns verslanir og þjónustu í miðbænum en það hefur ört breyst. Ég elska Gyllta köttinn. Þar hef ég klappað Bakkusi miðbæjarkettinum víðfræga og keypt marga tímalausa kjóla. Það er því sárt að sjá hana hverfa úr hjarta borgarinnar vegna tillitsleysis og yfirgangs borgaryfirvalda gagnvart rekstraraðilum. Í Austurstræti hafa árum saman staðið risastór steypuklumpaskilti í bílastæðum fyrir framan búðina. Þau eru ekki sett upp til að fegra götumyndina, heldur einungis til að loka bílastæðum sem eru skuggamegin í þokkabót. Ég hef fengið fjölmargar kvartanir frá veitinga- og verslunarfólki í hverfinu vegna þessa og í kjölfarið bæði vakið máls á þessu í Borgarráði og lagt fram tillögu um að steypuskilti verði fjarlægð og stæðin gerð aðgengileg. Tillagan hefur ekki verið afgreidd. Að meirihlutinn skuli kjósa það að festa steypuklumpa í götumyndina í stað þess að hlusta á rekstraraðila, er lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi og smáum rekstri. Stefnan um steypuklumpa í bílastæðum Fyrir ári síðan var ég með stóra könnun á upplifun íbúa á þeim breytingum sem hafa orðið á bílastæðamálum undanfarin ár. Í könnuninni, sem meirihlutinn hefur í heilt ár frestað umræðu um í Borgarstjórn, kom skýrt fram að margir veigra sér við að sækja verslanir þar sem aðgengi er lélegt eða kostnaðarsamt að leggja bílnum. Og það þarf ekki einu sinni könnun til að sjá það: aðgengi skiptir máli. Það er ekki bara þessi eina verslun sem hefur flúið miðborgina. Guðsteinn Eyjólfsson, ein elsta herrafataverslun landsins, flutti frá Laugavegi í Ármúla eftir rúmlega 100 ára starf í miðborginni. Herrahúsið fór sömu leið – eftir hálfa öld á Laugavegi. Verslunin Kúnígúnd sameinaði starfsemi sína í Kringlunni eftir 37 ár í miðbænum og Frank Michelsen, úrsmiður, lokaði eftir 76 ára viðveru á Laugavegi og færði sig á Hafnartorg þar sem verslunin er beint fyrir ofan bílakjallarann. Þessar verslanir voru vörður í sögu götumyndarinnar sem hafa horfið – ekki vegna þess að viðskiptin eru ekki til staðar, heldur vegna þess að rekstrarskilyrðin versna með hverju árinu. Veri það vegna götuframkvæmda sem dragast óheyrilega á langinn þar sem rekstraraðilar fá litlar sem engar upplýsingar eða hálfdrættings götulokanir og steypuklumpaskilti í bílastæðum. Og ekki bara skilti því víða er búið að koma fyrir steypuklumpa-blómapottum í bílastæðum í miðbænum. Tilgangurinn er ekki að útbúa setusvæði heldur einungis að torvelda aðgengi. En steypuklumpa-blómapottanna má finna í fleiri hverfum. Erlendis tíðkast að planta trjám á gangstéttarhornum en í Reykjavík eru víða geymdir risastórir steypuklumpa-blómapottar með engu nema mold meirihluta ársins. Reglulegar fréttir af fyrirtækjum á flótta er ekki tilviljun Sumir vilja gera lítið úr þessum flótta og segja upplifun og frásagnir verslunarrekanda ekki gjaldgengar enda samræmast þær ekki trú þeirra sem sem síst vilja horfast í augu við þessa þróun. En þegar sjálfstæðar verslanir með langa sögu á svæðinu hverfa hver af fætur annarri þangað sem aðgengi er betra þá er ljóst að eitthvað er bogið. Í stað þess að hlusta á rekstraraðila og taka tillit til þeirra eru þeir snuðaðir. Ábendingar þeirra og ákall eftir samvinnu við borgina er afgreitt sem marklaust raus, ef ekki bara pólitísk pilla gegn réttlátum valdboðurum. Þegar meirihlutinn kýs að festa steypuklumpa í götumyndina í stað þess að hlusta á rekstraraðila, þá er það lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi og smáum rekstri. Það er sárt að sjá. Því þetta snýst ekki bara um bílastæði. Þetta snýst um framtíð miðborgarinnar. Hvort við viljum að hún sé lifandi, fjölbreytt og aðlaðandi – eða hvort hún verði áfram vettvangur steypuklumpa, einsleitinna lundabúða og tómra verslunarrýma. Það er hægt að snúa þessari þróun við. En það krefst þess að við förum að hlusta á rekstraraðila, taka mark á þeim og taka tillit til fjölbreytilegra þarfa þeirra og í guðanna bænum fjarlægjum þessa steypuklumpa. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Verslun Skipulag Mest lesið Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ein rótgrónasta vintage fatabúð miðborgarinnar Gyllti kötturinn hefur nýverið tilkynnt flótta sinn úr Austurstræti yfir á Fiskislóð. Þetta er ekki einstakt tilvik heldur hluti af langvarandi þróun sem æ fleiri taka eftir. Þróun þar sem verslanir, sem eitt sinn einkenndu miðborgina, voru hluti af sögu hennar og gerðu hana lifandi og manneskjulega, hverfa hver af annarri. Einu sinni var að finna pósthús, apótek og allskyns verslanir og þjónustu í miðbænum en það hefur ört breyst. Ég elska Gyllta köttinn. Þar hef ég klappað Bakkusi miðbæjarkettinum víðfræga og keypt marga tímalausa kjóla. Það er því sárt að sjá hana hverfa úr hjarta borgarinnar vegna tillitsleysis og yfirgangs borgaryfirvalda gagnvart rekstraraðilum. Í Austurstræti hafa árum saman staðið risastór steypuklumpaskilti í bílastæðum fyrir framan búðina. Þau eru ekki sett upp til að fegra götumyndina, heldur einungis til að loka bílastæðum sem eru skuggamegin í þokkabót. Ég hef fengið fjölmargar kvartanir frá veitinga- og verslunarfólki í hverfinu vegna þessa og í kjölfarið bæði vakið máls á þessu í Borgarráði og lagt fram tillögu um að steypuskilti verði fjarlægð og stæðin gerð aðgengileg. Tillagan hefur ekki verið afgreidd. Að meirihlutinn skuli kjósa það að festa steypuklumpa í götumyndina í stað þess að hlusta á rekstraraðila, er lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi og smáum rekstri. Stefnan um steypuklumpa í bílastæðum Fyrir ári síðan var ég með stóra könnun á upplifun íbúa á þeim breytingum sem hafa orðið á bílastæðamálum undanfarin ár. Í könnuninni, sem meirihlutinn hefur í heilt ár frestað umræðu um í Borgarstjórn, kom skýrt fram að margir veigra sér við að sækja verslanir þar sem aðgengi er lélegt eða kostnaðarsamt að leggja bílnum. Og það þarf ekki einu sinni könnun til að sjá það: aðgengi skiptir máli. Það er ekki bara þessi eina verslun sem hefur flúið miðborgina. Guðsteinn Eyjólfsson, ein elsta herrafataverslun landsins, flutti frá Laugavegi í Ármúla eftir rúmlega 100 ára starf í miðborginni. Herrahúsið fór sömu leið – eftir hálfa öld á Laugavegi. Verslunin Kúnígúnd sameinaði starfsemi sína í Kringlunni eftir 37 ár í miðbænum og Frank Michelsen, úrsmiður, lokaði eftir 76 ára viðveru á Laugavegi og færði sig á Hafnartorg þar sem verslunin er beint fyrir ofan bílakjallarann. Þessar verslanir voru vörður í sögu götumyndarinnar sem hafa horfið – ekki vegna þess að viðskiptin eru ekki til staðar, heldur vegna þess að rekstrarskilyrðin versna með hverju árinu. Veri það vegna götuframkvæmda sem dragast óheyrilega á langinn þar sem rekstraraðilar fá litlar sem engar upplýsingar eða hálfdrættings götulokanir og steypuklumpaskilti í bílastæðum. Og ekki bara skilti því víða er búið að koma fyrir steypuklumpa-blómapottum í bílastæðum í miðbænum. Tilgangurinn er ekki að útbúa setusvæði heldur einungis að torvelda aðgengi. En steypuklumpa-blómapottanna má finna í fleiri hverfum. Erlendis tíðkast að planta trjám á gangstéttarhornum en í Reykjavík eru víða geymdir risastórir steypuklumpa-blómapottar með engu nema mold meirihluta ársins. Reglulegar fréttir af fyrirtækjum á flótta er ekki tilviljun Sumir vilja gera lítið úr þessum flótta og segja upplifun og frásagnir verslunarrekanda ekki gjaldgengar enda samræmast þær ekki trú þeirra sem sem síst vilja horfast í augu við þessa þróun. En þegar sjálfstæðar verslanir með langa sögu á svæðinu hverfa hver af fætur annarri þangað sem aðgengi er betra þá er ljóst að eitthvað er bogið. Í stað þess að hlusta á rekstraraðila og taka tillit til þeirra eru þeir snuðaðir. Ábendingar þeirra og ákall eftir samvinnu við borgina er afgreitt sem marklaust raus, ef ekki bara pólitísk pilla gegn réttlátum valdboðurum. Þegar meirihlutinn kýs að festa steypuklumpa í götumyndina í stað þess að hlusta á rekstraraðila, þá er það lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi og smáum rekstri. Það er sárt að sjá. Því þetta snýst ekki bara um bílastæði. Þetta snýst um framtíð miðborgarinnar. Hvort við viljum að hún sé lifandi, fjölbreytt og aðlaðandi – eða hvort hún verði áfram vettvangur steypuklumpa, einsleitinna lundabúða og tómra verslunarrýma. Það er hægt að snúa þessari þróun við. En það krefst þess að við förum að hlusta á rekstraraðila, taka mark á þeim og taka tillit til fjölbreytilegra þarfa þeirra og í guðanna bænum fjarlægjum þessa steypuklumpa. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun