Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar 21. maí 2025 10:31 Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á óstjórn og ófremdarástandi í útlendingamálum. Tilraunir síðustu tveggja dómsmálaráðherra flokksins miðuðu að því að á Íslandi giltu sömu reglur og á Norðurlöndunum. Það er skoðun undirritaðs að það viðmið hafi falið í sér of litlar breytingar sem auk þess urðu allt of seint. Vildu íslenskir kjósendur virkilega fara sömu leið og Norðurlöndin í útlendingamálum? Nú kveður við nýtt sósíaldemókratískt Viðreisnarviðmið frá dómsmálaráðuneytinu. Farið er úr öskunni í eldinn. Fram undan eru breytingar í útlendingamálum og á landamærunum, meðal annars innleiðing nýs verndar-og fólksflutningasamkomulags Evrópusambandsins. Vilja íslenskir kjósendur nú fara sömu leið og Evrópusambandið í útlendingamálum? Sýnist mönnum ástandið heilt yfir vera gott í Evrópu? Ísland er fullvalda ríki, að minnsta kosti ennþá, og þarf hvorki að spyrja kóng né prest að því hverjir megi koma til Íslands eða dveljast hér. Í stað þess að eltast við fyrirmyndir frá Norðurlöndunum eða Evrópusambandinu, þar sem illa hefur tekist til, ættu Íslendingar að hafa vit á að hugsa sjálfstætt. Íslenskum stjórnmálamönnum ber að setja hagsmuni íslenskra kjósenda í fyrsta sæti. Fjöldi útlendinga á Íslandi þarf að vera viðráðanlegur í öllu tilliti. Annað er óábyrgt gagnvart öllum aðilum. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á óstjórn og ófremdarástandi í útlendingamálum. Tilraunir síðustu tveggja dómsmálaráðherra flokksins miðuðu að því að á Íslandi giltu sömu reglur og á Norðurlöndunum. Það er skoðun undirritaðs að það viðmið hafi falið í sér of litlar breytingar sem auk þess urðu allt of seint. Vildu íslenskir kjósendur virkilega fara sömu leið og Norðurlöndin í útlendingamálum? Nú kveður við nýtt sósíaldemókratískt Viðreisnarviðmið frá dómsmálaráðuneytinu. Farið er úr öskunni í eldinn. Fram undan eru breytingar í útlendingamálum og á landamærunum, meðal annars innleiðing nýs verndar-og fólksflutningasamkomulags Evrópusambandsins. Vilja íslenskir kjósendur nú fara sömu leið og Evrópusambandið í útlendingamálum? Sýnist mönnum ástandið heilt yfir vera gott í Evrópu? Ísland er fullvalda ríki, að minnsta kosti ennþá, og þarf hvorki að spyrja kóng né prest að því hverjir megi koma til Íslands eða dveljast hér. Í stað þess að eltast við fyrirmyndir frá Norðurlöndunum eða Evrópusambandinu, þar sem illa hefur tekist til, ættu Íslendingar að hafa vit á að hugsa sjálfstætt. Íslenskum stjórnmálamönnum ber að setja hagsmuni íslenskra kjósenda í fyrsta sæti. Fjöldi útlendinga á Íslandi þarf að vera viðráðanlegur í öllu tilliti. Annað er óábyrgt gagnvart öllum aðilum. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar