Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar 23. maí 2025 08:01 Hvað ef röddin þín heyrðist ekki – og skilaboðin kæmust aldrei á leiðarenda? Hvað ef upplýsingarnar sem þú þarft til að lifa sjálfstæðu lífi væru óaðgengilegar – eða einfaldlega ekki til staðar? Þetta er veruleiki fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu (daufblindu) á Íslandi í dag. Bréf þetta er beint til ykkar sem farið með vald og ábyrgð – og berið skyldu til að tryggja að við höfum jafnt aðgengi að samfélaginu og aðrir. Samkvæmt 4. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) ber ríkinu skýr lagaleg og siðferðileg skylda til að virða og vernda mannréttindi allra einstaklinga, óháð skerðingu – í orði og verki. Samfélagið er okkar allra. En við njótum þess ekki til fulls. Þess vegna krefjumst við þess að þið hlustið – og bregðist við. Samþætt sjón- og heyrnarskerðing er ein samfelld og alvarleg skerðing, ekki tvær aðskildar fatlanir. Hún er skilgreind sem slík í lögum – en samt er þjónusta við okkur dreifð á milli þriggja ráðuneyta: heyrnl undir heilbrigðisráðuneyti, sjón undir félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, og táknmál og menntamál undirMenningar- nýsköpunar og haskólaráðuneytið Formlega séð föllum við þó undir þjónustu Þekkingar- og þjónustumiðstöðvar sjónskertra, blindra og einstaklinga með samþætta skerðingu. En í reynd fáum við enga heildstæða þjónustu þar. Við í stjórn Fjólu – félags fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu – höfum upplifað hvernig okkur er kastað á milli kerfa án þess að nokkur beri raunverulega ábyrgð. Það skortir sérfræðiþekkingu, skýra stefnu og samþætta þjónustu innan stjórnkerfisins. Afleiðingarnar eru alvarlegar: við föllum á milli laga,reglugerða og úrræða – og rödd okkar verður ósýnileg og óheyrileg. Samþætt skerðing hefur áhrif á allt daglegt líf Hún takmarkar aðgengi að upplýsingum, dregur úr möguleikum til samskipta og torveldar umferli og leiðsögn. En með viðeigandi aðstoð og tækni getum við tekið fullan þátt í samfélaginu. Það sem hindrar okkur er ekki skerðingin – heldur skortur á úrræðum, aðgengi og faglegum skilningi. Þessar hindranir eru ekki náttúrulegar. Þær eru mannanna verk – og stjórnvalda að leiðrétta. Samkvæmt skuldbindingum Íslands samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF), einkum 9., 21. og 29. grein, ber stjórnvöldum að: Tryggja að samfélagið, upplýsingatækni og byggingar séu aðgengileg. Gera tjáningu og samskipti möguleg með viðeigandi stuðningi. Tryggja að við getum tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Við teljum löngu tímabært að Ísland fylgi fordæmi hinna Norðurlandanna og tryggi fólki með samþætta skerðingu heildstæða, sérhæfða þjónustu á einum stað – með skýra ábyrgð, fjármögnuð úrræði og faglega þekkingu. Við leggjum sérstaka áherslu á eftirfarandi aðgerðir: Auka aðgengi og menntun í táknmálstúlkun fyrir daufblinda. Bæta verulega aðgengi að heyrnartækjum og samskiptatækni. Tryggja stöðugildi heyrnarfræðings á Sjónstöðinni - Þjónustu - og þekkingarmiðstöð sjónskertra,blindra og einstaklinga með samþætta sjón - og heyrnarskerðingu í samræmi við lögbundið hlutverk hennar gagnvart þessum hópi. Við óskum eftir opnu, fræðandi samtali við stjórnvöld þar sem reynsla okkar fær vægi. Við krefjumst þess að stofnaður verði starfshópur sem hefur það hlutverk að finna okkar hópi raunverulegt „heimili“ innan stjórnsýslunnar – og að Fjóla eigi þar fulltrúa með innsýn og þekkingu af fyrstu hendi. Þetta er ekki beiðni um sérmeðferð. Þetta er árétting um sjálfsögð réttindi. Við biðjum ekki um vorkunn – heldur um virðingu, öryggi og raunveruleg tækifæri til þátttöku. Með samstarfi, raunverulegri þekkingu og pólitískum vilja er hægt að leiðrétta óréttlætið – og færa réttindin nær veruleikanum. Virðingarfyllst, Stjórn Fjólu Höfundur situr í stjórn Fjólu félag fólks með samþætta sjón - og heyrnarskerðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Hvað ef röddin þín heyrðist ekki – og skilaboðin kæmust aldrei á leiðarenda? Hvað ef upplýsingarnar sem þú þarft til að lifa sjálfstæðu lífi væru óaðgengilegar – eða einfaldlega ekki til staðar? Þetta er veruleiki fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu (daufblindu) á Íslandi í dag. Bréf þetta er beint til ykkar sem farið með vald og ábyrgð – og berið skyldu til að tryggja að við höfum jafnt aðgengi að samfélaginu og aðrir. Samkvæmt 4. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) ber ríkinu skýr lagaleg og siðferðileg skylda til að virða og vernda mannréttindi allra einstaklinga, óháð skerðingu – í orði og verki. Samfélagið er okkar allra. En við njótum þess ekki til fulls. Þess vegna krefjumst við þess að þið hlustið – og bregðist við. Samþætt sjón- og heyrnarskerðing er ein samfelld og alvarleg skerðing, ekki tvær aðskildar fatlanir. Hún er skilgreind sem slík í lögum – en samt er þjónusta við okkur dreifð á milli þriggja ráðuneyta: heyrnl undir heilbrigðisráðuneyti, sjón undir félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, og táknmál og menntamál undirMenningar- nýsköpunar og haskólaráðuneytið Formlega séð föllum við þó undir þjónustu Þekkingar- og þjónustumiðstöðvar sjónskertra, blindra og einstaklinga með samþætta skerðingu. En í reynd fáum við enga heildstæða þjónustu þar. Við í stjórn Fjólu – félags fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu – höfum upplifað hvernig okkur er kastað á milli kerfa án þess að nokkur beri raunverulega ábyrgð. Það skortir sérfræðiþekkingu, skýra stefnu og samþætta þjónustu innan stjórnkerfisins. Afleiðingarnar eru alvarlegar: við föllum á milli laga,reglugerða og úrræða – og rödd okkar verður ósýnileg og óheyrileg. Samþætt skerðing hefur áhrif á allt daglegt líf Hún takmarkar aðgengi að upplýsingum, dregur úr möguleikum til samskipta og torveldar umferli og leiðsögn. En með viðeigandi aðstoð og tækni getum við tekið fullan þátt í samfélaginu. Það sem hindrar okkur er ekki skerðingin – heldur skortur á úrræðum, aðgengi og faglegum skilningi. Þessar hindranir eru ekki náttúrulegar. Þær eru mannanna verk – og stjórnvalda að leiðrétta. Samkvæmt skuldbindingum Íslands samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF), einkum 9., 21. og 29. grein, ber stjórnvöldum að: Tryggja að samfélagið, upplýsingatækni og byggingar séu aðgengileg. Gera tjáningu og samskipti möguleg með viðeigandi stuðningi. Tryggja að við getum tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Við teljum löngu tímabært að Ísland fylgi fordæmi hinna Norðurlandanna og tryggi fólki með samþætta skerðingu heildstæða, sérhæfða þjónustu á einum stað – með skýra ábyrgð, fjármögnuð úrræði og faglega þekkingu. Við leggjum sérstaka áherslu á eftirfarandi aðgerðir: Auka aðgengi og menntun í táknmálstúlkun fyrir daufblinda. Bæta verulega aðgengi að heyrnartækjum og samskiptatækni. Tryggja stöðugildi heyrnarfræðings á Sjónstöðinni - Þjónustu - og þekkingarmiðstöð sjónskertra,blindra og einstaklinga með samþætta sjón - og heyrnarskerðingu í samræmi við lögbundið hlutverk hennar gagnvart þessum hópi. Við óskum eftir opnu, fræðandi samtali við stjórnvöld þar sem reynsla okkar fær vægi. Við krefjumst þess að stofnaður verði starfshópur sem hefur það hlutverk að finna okkar hópi raunverulegt „heimili“ innan stjórnsýslunnar – og að Fjóla eigi þar fulltrúa með innsýn og þekkingu af fyrstu hendi. Þetta er ekki beiðni um sérmeðferð. Þetta er árétting um sjálfsögð réttindi. Við biðjum ekki um vorkunn – heldur um virðingu, öryggi og raunveruleg tækifæri til þátttöku. Með samstarfi, raunverulegri þekkingu og pólitískum vilja er hægt að leiðrétta óréttlætið – og færa réttindin nær veruleikanum. Virðingarfyllst, Stjórn Fjólu Höfundur situr í stjórn Fjólu félag fólks með samþætta sjón - og heyrnarskerðingu.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun