Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 23. maí 2025 09:02 Auðlindaskattar, hvort sem þeir eru á sjávarútveg, orkuvinnslu, ferðaþjónustu eða á hvað sem fólki kann að detta í hug að innheimta auðlindaskatt af, eru aldrei að fara að ríða einhvern stórkostlegan baggamun til góðs í ríkisbókhaldinu. Sem dæmi, mun veiðigjaldið, þrátt fyrir boðaða hækkun ekki ná því að verða 2% af tekjum ríkissjóðs. Auðlindaskattar eru í eðli sínu skattar á verðmætasköpun. Hér er þó ekki verið að segja, að ekki eigi að rukka hér veiðigjald eða önnur gjöld af noktun auðlinda í þjóðar eða ríkiseign. Heldur að það sé óskynsamlegt að nota þá skatta sem tæki til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð. Innheimta auðlindaskatta eða gjalda, þarf því að vera í senn hófleg og ekki setja íþyngjandi hömlur á aukna verðmætasköpun þeirra sem auðlindirnar nýta. Hvað sem huglægum ómælanlegum réttlætis og sanngirnisrökum líður. Aukin verðmætasköpun er drifkraftur og forsenda þess að tekjur ríkissjóðs hækki nægjanlega, svo hægt sé að reka þetta ágæta þjóðfélag okkar sómasamlega. Ef farið er of geyst í það að skattleggja verðmætasköpun, getur það haft þau áhrif að tekjur ríkissjóðs lækki í stað þess að hækka, eins og stefnt var að í upphafi með hækkun skattsins. Auk þess sem að íþyngjandi auðlindaskattar geta dregið verulega úr alþjóðlegri samkeppnishæfni okkar og rýrt þar með lífskjör hér verulega. Aukin verðmætasköpun er forsenda þess að fyrirtækin í landinu, geti ráðið fólk í vinnu, greitt því þokkaleg eða jafnvel góð laun og fjárfest í nýsköpun og búnaði til þess að auka við sína verðmætasköpun, ásamt því að efla markaðssetningu á sinni vöru og þjónustu. Aukin verðmætasköpun er jafnframt lykilforsenda þess að hér verði lífskjör áfram með besta móti á heimsvísu. Ef skattlagning þrengir að vexti þeirra fyrirtækja er verðmætin skapa, þá er auðvitað hætta á því að fyrirtækin þurfi að hagræða hjá sér. Fresta eða hætta við nýjar fjárfestingar og hægja á nýjum ráðningum eða jafnvel segja upp starfsfólki til þess að lækka kostnað. Það mun veikja stærstu skattstofna okkar, tekjuskatt og virðisaukaskatt. Gæti veiking skattstofnana hæglega numið hærri upphæð en áætlaður ávinningur ríkissjóðs af auðlindaskattnum eða gjaldinu. Það er því veruleg hætta á því, að ef stjórnmálamenn missa sig í því að toppa réttlætiskennd hvors annars með sífellt "réttlátari" og “sanngjarnari” skattheimtu af verðmætasköpun, að tekjur ríkissjóðs til reksturs allra okkar kerfa, heilbrigðis, velferðar, mennta, samgöngu og fleiri kerfa minnki og verði á endanum ónægar til þess að rekstur ríkissjóðs verði nokkurn tímann sjálfbær. Sanngirni, já – en ekki á kostnað framtíðarinnar. Réttlæti, vissulega – en byggt á raunverulegum verðmætum, ekki pólitískum slagorðum. Ef við viljum samfélag sem stendur undir velferð, menntun og öryggi, þá verðum við að byrja á því að spyrja: Hverjir skapa verðmætin – og hvernig tryggjum við að þeir geti haldið því áfram? Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Auðlindaskattar, hvort sem þeir eru á sjávarútveg, orkuvinnslu, ferðaþjónustu eða á hvað sem fólki kann að detta í hug að innheimta auðlindaskatt af, eru aldrei að fara að ríða einhvern stórkostlegan baggamun til góðs í ríkisbókhaldinu. Sem dæmi, mun veiðigjaldið, þrátt fyrir boðaða hækkun ekki ná því að verða 2% af tekjum ríkissjóðs. Auðlindaskattar eru í eðli sínu skattar á verðmætasköpun. Hér er þó ekki verið að segja, að ekki eigi að rukka hér veiðigjald eða önnur gjöld af noktun auðlinda í þjóðar eða ríkiseign. Heldur að það sé óskynsamlegt að nota þá skatta sem tæki til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð. Innheimta auðlindaskatta eða gjalda, þarf því að vera í senn hófleg og ekki setja íþyngjandi hömlur á aukna verðmætasköpun þeirra sem auðlindirnar nýta. Hvað sem huglægum ómælanlegum réttlætis og sanngirnisrökum líður. Aukin verðmætasköpun er drifkraftur og forsenda þess að tekjur ríkissjóðs hækki nægjanlega, svo hægt sé að reka þetta ágæta þjóðfélag okkar sómasamlega. Ef farið er of geyst í það að skattleggja verðmætasköpun, getur það haft þau áhrif að tekjur ríkissjóðs lækki í stað þess að hækka, eins og stefnt var að í upphafi með hækkun skattsins. Auk þess sem að íþyngjandi auðlindaskattar geta dregið verulega úr alþjóðlegri samkeppnishæfni okkar og rýrt þar með lífskjör hér verulega. Aukin verðmætasköpun er forsenda þess að fyrirtækin í landinu, geti ráðið fólk í vinnu, greitt því þokkaleg eða jafnvel góð laun og fjárfest í nýsköpun og búnaði til þess að auka við sína verðmætasköpun, ásamt því að efla markaðssetningu á sinni vöru og þjónustu. Aukin verðmætasköpun er jafnframt lykilforsenda þess að hér verði lífskjör áfram með besta móti á heimsvísu. Ef skattlagning þrengir að vexti þeirra fyrirtækja er verðmætin skapa, þá er auðvitað hætta á því að fyrirtækin þurfi að hagræða hjá sér. Fresta eða hætta við nýjar fjárfestingar og hægja á nýjum ráðningum eða jafnvel segja upp starfsfólki til þess að lækka kostnað. Það mun veikja stærstu skattstofna okkar, tekjuskatt og virðisaukaskatt. Gæti veiking skattstofnana hæglega numið hærri upphæð en áætlaður ávinningur ríkissjóðs af auðlindaskattnum eða gjaldinu. Það er því veruleg hætta á því, að ef stjórnmálamenn missa sig í því að toppa réttlætiskennd hvors annars með sífellt "réttlátari" og “sanngjarnari” skattheimtu af verðmætasköpun, að tekjur ríkissjóðs til reksturs allra okkar kerfa, heilbrigðis, velferðar, mennta, samgöngu og fleiri kerfa minnki og verði á endanum ónægar til þess að rekstur ríkissjóðs verði nokkurn tímann sjálfbær. Sanngirni, já – en ekki á kostnað framtíðarinnar. Réttlæti, vissulega – en byggt á raunverulegum verðmætum, ekki pólitískum slagorðum. Ef við viljum samfélag sem stendur undir velferð, menntun og öryggi, þá verðum við að byrja á því að spyrja: Hverjir skapa verðmætin – og hvernig tryggjum við að þeir geti haldið því áfram? Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun