Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar 23. maí 2025 12:02 Það er hvorki einfalt né réttlætanlegt að styðja umfang aðgerða Ísraels á Gasa, þar sem ótal saklausir borgarar, þar á meðal tugþúsundir barna, hafa látið lífið. Ósk flestra er einfaldlega sú að ofbeldið hætti. Samt sem áður er brýnt að varpa ljósi á þætti deilunnar sem sjaldan fá umfjöllun – sérstaklega þegar umræða fjölmiðla og stjórnmálamanna draga upp þá einföldu mynd að um sé að ræða einhliða kúgun og slátrun Ísraels á Palestínumönnum. Þann 7. október 2023 hóf Hamas – alþjóðlega skilgreint sem hryðjuverkasamtök – skipulagða og grimmilega innrás í Ísrael. Árásin var umfangsmikil: yfir 1.200 óbreyttir borgarar voru myrtir, þar á meðal börn, fjölskyldur og eldri borgarar. Um 250 manns voru teknir í gíslingu. Þetta var stærsta árás á Ísrael síðan 1948 og leiddi af sér hörð viðbrögð Ísraelsríkis. Í kjölfarið var reynt að ná vopnahléi. Samkomulagið byggði á skilyrðum – gíslaskilum frá Hamas gegn hléi á loftárásum og aukinni hjálparaðstoð. En Hamas stóð ekki við samninginn og hélt áfram að halda mörgum gíslum, þar á meðal konum, börnum og öldruðum. Þetta gróf undan trausti sem var þó lítið fyrir, og Ísrael jók verulega árásir á Gasa eftir brot á vopnahlés samkomulaginu. Alþjóðlegir fjölmiðlar beina nú æ meiri athygli að hörmungum íbúa Gasa – og réttilega. En lítið er fjallað um að Hamas sjálf, sem stjórnar Gasa með harðri hendi, á stóran þátt í þjáningum eigin borgara. Hamas hefur ítrekað hrifsað til sín hjálpargögn og notað sjúkrahús, skóla og moskur sem hernaðarstöðvar – sem er skýrt brot á alþjóðalögum. Þeir skjóta eldflaugum úr íbúðarhverfum og nota almenna borgara sem mannlega skildi, en bregðast svo við sem fórnarlömb þegar árásum er svarað. Ísrael sér í Hamas stöðuga ógn. Svo lengi sem Hamas heldur völdum, er óumflýjanlegt að hryðjuverkaárásir gegn Ísrael muni halda áfram. Opinbert markmið Hamas – og annarra hópa sem styðja þá – er að útrýma Ísraelsríki. Þetta eitt og sér útilokar alla langvarandi friðarsamninga. Þá hefur Hamas vísvitandi hindrað hjálparflutninga frá Egyptalandi og reynt að stjórna aðgangi hjálpargagna eftir eigin hagsmunum. Það sem oft gleymist í umræðunni er að yfirstjórn Hamas býr ekki í Gasa heldur í öruggum og ríkulegum lúxus í Katar og Dúbaí – fjarri sprengjuregninu og eymdinni sem þeir sjálfir halda gangandi. Þaðan stýra þeir stríðinu með pólitískum og hernaðarlegum markmiðum, á meðan börn og ungmenni í Gasa eru notuð sem skjöldur og skotfæri. Fjölmiðlaumfjöllun hér á landi og víða erlendis má því gagnrýna fyrir að draga upp einfalda og tilfinningaþrungna mynd: að Ísrael sé í stríði við aldraða, konur og börn. Slík framsetning hylur óþægilegar en brýnar spurningar: Hvers vegna skilar Hamas ekki gíslunum núna, ef það gæti leitt til vopnahlés og mannúðaraðstoðar? Hvernig fær Hamas áfram vopn og birgðir þrátt fyrir umsátur? Er ekki líklegt að þau berist með hjálpargögnum ef ekkert annað kemst inn á Gasa. Af hverju beinir almenningur ekki reiði sinni að forystu Hamas, sem notar eigið fólk sem skjöld fyrir sinn hernað? Engin réttlæting er fyrir fjöldamorðum eða saklausu mannfalli – sama hvaðan það kemur. Ef við viljum kalla eftir friði og mannúð með trúverðugum hætti, verðum við að horfast í augu við ábyrgð beggja aðila. Þögnin um grimmd Hamas þjónar hvorki sannleikanum né þeim borgurum sem líða mest. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er hvorki einfalt né réttlætanlegt að styðja umfang aðgerða Ísraels á Gasa, þar sem ótal saklausir borgarar, þar á meðal tugþúsundir barna, hafa látið lífið. Ósk flestra er einfaldlega sú að ofbeldið hætti. Samt sem áður er brýnt að varpa ljósi á þætti deilunnar sem sjaldan fá umfjöllun – sérstaklega þegar umræða fjölmiðla og stjórnmálamanna draga upp þá einföldu mynd að um sé að ræða einhliða kúgun og slátrun Ísraels á Palestínumönnum. Þann 7. október 2023 hóf Hamas – alþjóðlega skilgreint sem hryðjuverkasamtök – skipulagða og grimmilega innrás í Ísrael. Árásin var umfangsmikil: yfir 1.200 óbreyttir borgarar voru myrtir, þar á meðal börn, fjölskyldur og eldri borgarar. Um 250 manns voru teknir í gíslingu. Þetta var stærsta árás á Ísrael síðan 1948 og leiddi af sér hörð viðbrögð Ísraelsríkis. Í kjölfarið var reynt að ná vopnahléi. Samkomulagið byggði á skilyrðum – gíslaskilum frá Hamas gegn hléi á loftárásum og aukinni hjálparaðstoð. En Hamas stóð ekki við samninginn og hélt áfram að halda mörgum gíslum, þar á meðal konum, börnum og öldruðum. Þetta gróf undan trausti sem var þó lítið fyrir, og Ísrael jók verulega árásir á Gasa eftir brot á vopnahlés samkomulaginu. Alþjóðlegir fjölmiðlar beina nú æ meiri athygli að hörmungum íbúa Gasa – og réttilega. En lítið er fjallað um að Hamas sjálf, sem stjórnar Gasa með harðri hendi, á stóran þátt í þjáningum eigin borgara. Hamas hefur ítrekað hrifsað til sín hjálpargögn og notað sjúkrahús, skóla og moskur sem hernaðarstöðvar – sem er skýrt brot á alþjóðalögum. Þeir skjóta eldflaugum úr íbúðarhverfum og nota almenna borgara sem mannlega skildi, en bregðast svo við sem fórnarlömb þegar árásum er svarað. Ísrael sér í Hamas stöðuga ógn. Svo lengi sem Hamas heldur völdum, er óumflýjanlegt að hryðjuverkaárásir gegn Ísrael muni halda áfram. Opinbert markmið Hamas – og annarra hópa sem styðja þá – er að útrýma Ísraelsríki. Þetta eitt og sér útilokar alla langvarandi friðarsamninga. Þá hefur Hamas vísvitandi hindrað hjálparflutninga frá Egyptalandi og reynt að stjórna aðgangi hjálpargagna eftir eigin hagsmunum. Það sem oft gleymist í umræðunni er að yfirstjórn Hamas býr ekki í Gasa heldur í öruggum og ríkulegum lúxus í Katar og Dúbaí – fjarri sprengjuregninu og eymdinni sem þeir sjálfir halda gangandi. Þaðan stýra þeir stríðinu með pólitískum og hernaðarlegum markmiðum, á meðan börn og ungmenni í Gasa eru notuð sem skjöldur og skotfæri. Fjölmiðlaumfjöllun hér á landi og víða erlendis má því gagnrýna fyrir að draga upp einfalda og tilfinningaþrungna mynd: að Ísrael sé í stríði við aldraða, konur og börn. Slík framsetning hylur óþægilegar en brýnar spurningar: Hvers vegna skilar Hamas ekki gíslunum núna, ef það gæti leitt til vopnahlés og mannúðaraðstoðar? Hvernig fær Hamas áfram vopn og birgðir þrátt fyrir umsátur? Er ekki líklegt að þau berist með hjálpargögnum ef ekkert annað kemst inn á Gasa. Af hverju beinir almenningur ekki reiði sinni að forystu Hamas, sem notar eigið fólk sem skjöld fyrir sinn hernað? Engin réttlæting er fyrir fjöldamorðum eða saklausu mannfalli – sama hvaðan það kemur. Ef við viljum kalla eftir friði og mannúð með trúverðugum hætti, verðum við að horfast í augu við ábyrgð beggja aðila. Þögnin um grimmd Hamas þjónar hvorki sannleikanum né þeim borgurum sem líða mest. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar