Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar 27. maí 2025 08:00 Almenningur á Íslandi hefur kallað eftir því að ríkisstjórn Íslands setji þrýsting á Ísrael að stöðva þjóðarmorðið sem Ísrael er að fremja á Gaza. Einnig viljum við að Ísland taki við þeim börnum sem þegar hafa fengið samþykkta alþjóðlega vernd hér á landi. Í því felst einnig að koma börnunum út af Gaza og til Íslands. Ég skrifa þessa grein fyrst og fremst til þess að beina því ákalli til stjórnvalda að sækja þessi börn af Gaza. Orð koma ekki auðveldlega Stjórnmálamenn sem tala fyrir hönd ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir að ríkisstjórnin hafi mikinn skilning og vilji bregðast við ákallinu en fylgja því alltaf eftir með því að lýsa því að hún muni ekki gera það með öðru en opinberum yfirlýsingum. Það er algerlega ófullnægjandi og langt frá því að vera í eðlilegu samræmi við alvarleika stöðunnar. Ég hef sérstaklega í huga yfirlýsingar Dagbjartar Hákonardóttur þingkonu Samfylkingarinnar. Hún kemur sér hjá því að ræða aðgerðir eins og viðskiptaþvinganir eða menningarlega sniðgöngu, svo sem eins og að beita sér fyrir því að útiloka Ísrael frá þátttöku í Eurovision eða alþjóðlegum íþróttamótum. Hún talar um „mannúðarkrísuna á Gaza“ en eina setningarbrotið sem túlka má sem gagnrýni á Ísrael er að Ísland vilji „auka pressu á ísraelsk stjórnvöld að snúa af þessari vegferð og virða alþjóðalög“. Hér er hreinlega erfitt að lýsa því og ná utan um það hvað þessi orð gera lítið úr þeim yfirgengilegu og hryllilegu glæpum sem Ísrael hefur framið og er að fremja. Tug- eða hundruð þúsunda almennra borgara eru markvisst drepnir í því skyni að hrekja alla Palestínumenn af Gaza. Um það má gjarnan velja nákvæmari og sterkari orð en mannúðarkrísu. Að halda stjórnmálasambandi en ekki nýta það Ég á tvo vini á Íslandi sem hafa fengið alþjóðlega vernd en eiga ennþá börn á Gaza. Börnin hafa líka hlotið alþjóðlega vernd en það þarf að koma þeim heim. Dagbjört útskýrir í yfirlýsingu sinni að það þjóni engum tilgangi að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael enda þurfi milliríkjasamtalið að vera virkt „ekki síst ef við viljum hjálpa flóttafólki frá Gaza“. Hér er rétt að staldra við, vegna þess að það má lesa milli línanna (og það er líklega tilgangurinn) að við viljum hjálpa flóttafólki frá Gaza. Ég hef leitað allra leiða sem ég kann til að koma neyðarkalli vina minna áleiðis en ég er því miður ekki vel tengdur inn í valdakerfi landsins. Rauði krossinn segist ekkert geta gert vegna þess að ríkisstjórn Íslands ákvað að slíta samningi við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) sem sér um flutninga flóttafólks um allan heim og heyrir undir Sameinuðu þjóðirnar. Ég hlýt að draga þá ályktun að ríkisstjórn Íslands hafi ákveðið að hjálpa ekki flóttafólki frá Gaza, að minnsta kosti ekki börnum sem þegar hafa fengið samþykkt dvalarleyfi á Íslandi. Það virðist vera meðvituð og markviss stefna Íslands að hjálpa ekki flóttafólki frá Gaza, börnum sem eiga hér foreldra sem eru örvæntingarfull um að sjá þau á lífi aftur. Ég fer fram á að þessi stefna verði endurskoðuð. Ég fer fram á að stjórnmálasambandið sé nýtt til þess að bjarga þeim börnum frá Gaza sem þegar hafa fengið vernd og eiga foreldra hér á landi. Rök gegn því að bjarga börnum Það er skrítið að þurfa að rökstyðja það að við eigum að reyna að bjarga lífi barna í bráðri lífshættu. Réttlætingar ríkisstjórnarinnar fyrir því að sækja ekki börn af Gaza liggja reyndar ekki á lausu. Þegar rætt er um þetta er því drepið á dreif með því að gefa í skyn að það sé svo flókið og að önnur ríki séu ekki að bjarga fólki af Gaza, að minnsta kosti ekki fólki í nákvæmlega sömu stöðu og þessi börn. En önnur ríki hafa nýlega komið fólki út af Gaza og gera það reglulega. Vinir mínir hafa sent mér fréttir og myndbönd af fólki sem er að fara gegnum landamærastöð í rútum áleiðis á flugvöll þaðan sem förinni er heitið til Evrópu. Þetta virðist því vera mögulegt og vel á færi okkar. Jafnvel þó að Ísland sé lítið og áhrifalaust í alþjóðakerfinu og þurfi alltaf að vera í slagtogi með öðrum þjóðum. Það sem eftir stendur er siðferðið. Ég hef leitað að siðferðislögmálum sem myndu mæla á móti því að bjarga börnum út af Gaza til foreldra sinna hér á landi. Ég hef ekki fundið það ennþá. Kannski að ríkisstjórnin útskýri það? Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Gíslason Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Almenningur á Íslandi hefur kallað eftir því að ríkisstjórn Íslands setji þrýsting á Ísrael að stöðva þjóðarmorðið sem Ísrael er að fremja á Gaza. Einnig viljum við að Ísland taki við þeim börnum sem þegar hafa fengið samþykkta alþjóðlega vernd hér á landi. Í því felst einnig að koma börnunum út af Gaza og til Íslands. Ég skrifa þessa grein fyrst og fremst til þess að beina því ákalli til stjórnvalda að sækja þessi börn af Gaza. Orð koma ekki auðveldlega Stjórnmálamenn sem tala fyrir hönd ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir að ríkisstjórnin hafi mikinn skilning og vilji bregðast við ákallinu en fylgja því alltaf eftir með því að lýsa því að hún muni ekki gera það með öðru en opinberum yfirlýsingum. Það er algerlega ófullnægjandi og langt frá því að vera í eðlilegu samræmi við alvarleika stöðunnar. Ég hef sérstaklega í huga yfirlýsingar Dagbjartar Hákonardóttur þingkonu Samfylkingarinnar. Hún kemur sér hjá því að ræða aðgerðir eins og viðskiptaþvinganir eða menningarlega sniðgöngu, svo sem eins og að beita sér fyrir því að útiloka Ísrael frá þátttöku í Eurovision eða alþjóðlegum íþróttamótum. Hún talar um „mannúðarkrísuna á Gaza“ en eina setningarbrotið sem túlka má sem gagnrýni á Ísrael er að Ísland vilji „auka pressu á ísraelsk stjórnvöld að snúa af þessari vegferð og virða alþjóðalög“. Hér er hreinlega erfitt að lýsa því og ná utan um það hvað þessi orð gera lítið úr þeim yfirgengilegu og hryllilegu glæpum sem Ísrael hefur framið og er að fremja. Tug- eða hundruð þúsunda almennra borgara eru markvisst drepnir í því skyni að hrekja alla Palestínumenn af Gaza. Um það má gjarnan velja nákvæmari og sterkari orð en mannúðarkrísu. Að halda stjórnmálasambandi en ekki nýta það Ég á tvo vini á Íslandi sem hafa fengið alþjóðlega vernd en eiga ennþá börn á Gaza. Börnin hafa líka hlotið alþjóðlega vernd en það þarf að koma þeim heim. Dagbjört útskýrir í yfirlýsingu sinni að það þjóni engum tilgangi að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael enda þurfi milliríkjasamtalið að vera virkt „ekki síst ef við viljum hjálpa flóttafólki frá Gaza“. Hér er rétt að staldra við, vegna þess að það má lesa milli línanna (og það er líklega tilgangurinn) að við viljum hjálpa flóttafólki frá Gaza. Ég hef leitað allra leiða sem ég kann til að koma neyðarkalli vina minna áleiðis en ég er því miður ekki vel tengdur inn í valdakerfi landsins. Rauði krossinn segist ekkert geta gert vegna þess að ríkisstjórn Íslands ákvað að slíta samningi við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) sem sér um flutninga flóttafólks um allan heim og heyrir undir Sameinuðu þjóðirnar. Ég hlýt að draga þá ályktun að ríkisstjórn Íslands hafi ákveðið að hjálpa ekki flóttafólki frá Gaza, að minnsta kosti ekki börnum sem þegar hafa fengið samþykkt dvalarleyfi á Íslandi. Það virðist vera meðvituð og markviss stefna Íslands að hjálpa ekki flóttafólki frá Gaza, börnum sem eiga hér foreldra sem eru örvæntingarfull um að sjá þau á lífi aftur. Ég fer fram á að þessi stefna verði endurskoðuð. Ég fer fram á að stjórnmálasambandið sé nýtt til þess að bjarga þeim börnum frá Gaza sem þegar hafa fengið vernd og eiga foreldra hér á landi. Rök gegn því að bjarga börnum Það er skrítið að þurfa að rökstyðja það að við eigum að reyna að bjarga lífi barna í bráðri lífshættu. Réttlætingar ríkisstjórnarinnar fyrir því að sækja ekki börn af Gaza liggja reyndar ekki á lausu. Þegar rætt er um þetta er því drepið á dreif með því að gefa í skyn að það sé svo flókið og að önnur ríki séu ekki að bjarga fólki af Gaza, að minnsta kosti ekki fólki í nákvæmlega sömu stöðu og þessi börn. En önnur ríki hafa nýlega komið fólki út af Gaza og gera það reglulega. Vinir mínir hafa sent mér fréttir og myndbönd af fólki sem er að fara gegnum landamærastöð í rútum áleiðis á flugvöll þaðan sem förinni er heitið til Evrópu. Þetta virðist því vera mögulegt og vel á færi okkar. Jafnvel þó að Ísland sé lítið og áhrifalaust í alþjóðakerfinu og þurfi alltaf að vera í slagtogi með öðrum þjóðum. Það sem eftir stendur er siðferðið. Ég hef leitað að siðferðislögmálum sem myndu mæla á móti því að bjarga börnum út af Gaza til foreldra sinna hér á landi. Ég hef ekki fundið það ennþá. Kannski að ríkisstjórnin útskýri það? Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun