Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar 28. maí 2025 08:32 Ég man vel þegar ég keypti mína fyrstu íbúð. Ég og kærastinn minn vorum ótrúlega stressuð áður en við fórum í gegnum greiðslumatið því okkur dreymdi um að byrja búa sjálf í stað þess að vera í kjallaranum hjá tengdaforeldrum mínum, eins frábær og þau eru. Það er frekar yfirþyrmandi að standa frammi fyrir því að taka tugmilljóna króna lán fyrir stærstu fjárfestingu lífsins en skilja ekki lánavalmöguleikana. Hversu langt á lánið að vera? Verðtryggt eða óverðtryggt? Fasta eða breytilega vexti? Eins vitum við ekki hvað gerist í framtíðinni. Fer verðbólga upp eða niður? Hver verða launin okkar eftir fimm ár? Hvað ef eitthvað kemur upp á? Margar stórar spurningar sem við þurftum að finna svör við áður en lánið var loks tekið. Greiðslumatið var á endanum samþykkt og við fluttum inn þremur mánuðum seinna, skuldbundin næstu 40 árin. Það fylgir því ábyrgð að vera eigandi fasteignar. Það að kunna og skilja allt sem því fylgir tekur tíma. Einn nauðsynlegur hluti af því er að tryggja fasteignina fyrir því óvænta sem getur komið upp. Hvað þarf eiginlega að tryggja? Rétt eins og lánin getur heimur trygginga verið flókinn. Ég skil vel að fólk sé meira með hugann við að innrétta nýju íbúðina sína heldur en að eyða tíma í að pæla í tryggingum en ég hvet öll til að kynna sér vel sínar tryggingar og hvað stendur til boða. Það er nefnilega gríðarlega mikilvægt að vera rétt upplýst þar sem tjón tengd fasteigninni geta verið mjög dýr. Þegar við eignumst fasteign þá þurfum við, lögum samkvæmt, að brunatryggja hana. Nafn tryggingarinnar er mjög lýsandi, hún bætir tjón á fasteigninni vegna bruna. Þú ert hins vegar einnig að greiða gjald til Náttúruhamfaratryggingar Íslands, í ofanflóðasjóð, byggingaröryggisgjald, matsgjald og forvarnargjald. Brunatryggingin og þeir sjóðir og gjöld sem þú greiðir í ná þó ekki nærri því yfir öll þau tjón sem geta átt sér stað. Í raun eru algengustu tjónin greidd úr húseigendatryggingu. Húseigendatrygging bætir tjón á eigninni sjálfri, eins og brunatryggingin. Hún er þó ekki bundin í lög þannig þú þarft að ganga úr skugga um að hún sé til staðar. Hún bætir meðal annars tjón vegna vatnsleka frá lögnum og hreinlætistækjum, vegna óveðurs, ef rúður, hreinlætistæki, helluborð og borðplötur brotna og tjón vegna innbrots eða innbrotstilraunar. Tjón sem bætt eru úr þessari tryggingu eru töluvert algengari en fólk grunar og aðstæðurnar sem fólk stendur frammi fyrir geta verið erfiðar. Segjum til dæmis að lögn springi um miðjan dag og enginn er heima. Vatn flæðir um alla íbúðina, eyðileggur parketið og aðra hluti sem komast í snertingu við vatnið. Það fer undir gólfefnið og flísarnar, lekur niður til nágrannans, eyðileggur jafnvel steypuna. Slík tjón eru því miður algeng og hleypur kostnaður vegna slíkra tjóna á mörgum milljónum. Það er á höndum fárra að geta ráðið við slíkt án þess að vera með húseigendatryggingu. Sjálf þekki ég fólk sem hefur lent í slíkum tjónum og fór þannig að þau gátu ekki búið inni á heimilinu sínu í nokkrar vikur á meðan verið var að laga skemmdir en þau voru sem betur fer með húseigendatryggingu. En hér erum við bara búin að tala um eignina sjálfa. Hvað með alla hlutina? Það er algengt að fólk telji sig ekki hafa þörf fyrir að tryggja innbúið sitt. Helst vegna þess að það telur það ekki vera mikils virði, bara nokkrar mublur úr sænskri húsgagnaverslun. En þar liggur misskilningurinn. Innbú er auðvitað ekki bara stóru húsgögnin heldur allt sem þú myndir taka með þér ef þú myndir flytja. Hver einasta flík í skápnum, skópörin, borðbúnaður, allur eldhúsbúnaður, maturinn í skápunum, sængur, rúm og hver einasti púði, sjónvarpið, leikjatölvan og öll hin raftækin. Þetta er allt sem þú átt – allt sem þú þyrftir að kaupa ef allt hyrfi á einni nóttu. Ef þú átt eitthvað af því sem ég taldi upp, eigið heimili, þá mæli ég með að vera með heimilistrygginguna – hvort sem þú átt fasteignina eða ekki. Ef það allra versta gerist Þegar þú ert orðinn lántakandi upp á tugi milljóna þarftu að vera viss um að geta staðið undir þeim skuldbindingum. Öruggar tekjur þarf til að reikningsdæmið gangi hreinlega upp. Þess vegna skiptir jafnmiklu máli að tryggja okkur sjálf, rétt eins og eigur okkar. Líf- og sjúkdómatryggingar eru hugsaðar til að grípa þig og ástvini þína ef það versta gerist. Ef þú veikist alvarlega og getur þar af leiðandi ekki unnið, hleypur sjúkdómatryggingin undir bagga svo þú getir einbeitt þér að því að ná upp heilsunni. Líftryggingin er svo hugsuð til að grípa ástvini þína, svo þau standi ekki uppi með miklar skuldbindingar eins og fasteignalán, auk þess að hjálpa þeim sem eru að ganga í gegnum erfiða tíma. Ég fer nánar yfir allt saman, á mannamáli, á sameiginlegum fræðslufundi VÍS og Íslandsbanka þann 2. júní í Norðurturni. Heiti fundarins er „Hvað viltu vita? Íbúðalán og tryggingar við fyrstu kaup“ þar sem farið verður yfir það helsta sem þú þarft að vita þegar þú kaupir þína fyrstu eign, hvað bíður þín og hvernig þú tryggir þig rétt. Höfundur greinar er sérfræðingur í þjónustuupplifun hjá VÍS og þar áður þjónusturáðgjafi í einstaklingsviðskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Ég man vel þegar ég keypti mína fyrstu íbúð. Ég og kærastinn minn vorum ótrúlega stressuð áður en við fórum í gegnum greiðslumatið því okkur dreymdi um að byrja búa sjálf í stað þess að vera í kjallaranum hjá tengdaforeldrum mínum, eins frábær og þau eru. Það er frekar yfirþyrmandi að standa frammi fyrir því að taka tugmilljóna króna lán fyrir stærstu fjárfestingu lífsins en skilja ekki lánavalmöguleikana. Hversu langt á lánið að vera? Verðtryggt eða óverðtryggt? Fasta eða breytilega vexti? Eins vitum við ekki hvað gerist í framtíðinni. Fer verðbólga upp eða niður? Hver verða launin okkar eftir fimm ár? Hvað ef eitthvað kemur upp á? Margar stórar spurningar sem við þurftum að finna svör við áður en lánið var loks tekið. Greiðslumatið var á endanum samþykkt og við fluttum inn þremur mánuðum seinna, skuldbundin næstu 40 árin. Það fylgir því ábyrgð að vera eigandi fasteignar. Það að kunna og skilja allt sem því fylgir tekur tíma. Einn nauðsynlegur hluti af því er að tryggja fasteignina fyrir því óvænta sem getur komið upp. Hvað þarf eiginlega að tryggja? Rétt eins og lánin getur heimur trygginga verið flókinn. Ég skil vel að fólk sé meira með hugann við að innrétta nýju íbúðina sína heldur en að eyða tíma í að pæla í tryggingum en ég hvet öll til að kynna sér vel sínar tryggingar og hvað stendur til boða. Það er nefnilega gríðarlega mikilvægt að vera rétt upplýst þar sem tjón tengd fasteigninni geta verið mjög dýr. Þegar við eignumst fasteign þá þurfum við, lögum samkvæmt, að brunatryggja hana. Nafn tryggingarinnar er mjög lýsandi, hún bætir tjón á fasteigninni vegna bruna. Þú ert hins vegar einnig að greiða gjald til Náttúruhamfaratryggingar Íslands, í ofanflóðasjóð, byggingaröryggisgjald, matsgjald og forvarnargjald. Brunatryggingin og þeir sjóðir og gjöld sem þú greiðir í ná þó ekki nærri því yfir öll þau tjón sem geta átt sér stað. Í raun eru algengustu tjónin greidd úr húseigendatryggingu. Húseigendatrygging bætir tjón á eigninni sjálfri, eins og brunatryggingin. Hún er þó ekki bundin í lög þannig þú þarft að ganga úr skugga um að hún sé til staðar. Hún bætir meðal annars tjón vegna vatnsleka frá lögnum og hreinlætistækjum, vegna óveðurs, ef rúður, hreinlætistæki, helluborð og borðplötur brotna og tjón vegna innbrots eða innbrotstilraunar. Tjón sem bætt eru úr þessari tryggingu eru töluvert algengari en fólk grunar og aðstæðurnar sem fólk stendur frammi fyrir geta verið erfiðar. Segjum til dæmis að lögn springi um miðjan dag og enginn er heima. Vatn flæðir um alla íbúðina, eyðileggur parketið og aðra hluti sem komast í snertingu við vatnið. Það fer undir gólfefnið og flísarnar, lekur niður til nágrannans, eyðileggur jafnvel steypuna. Slík tjón eru því miður algeng og hleypur kostnaður vegna slíkra tjóna á mörgum milljónum. Það er á höndum fárra að geta ráðið við slíkt án þess að vera með húseigendatryggingu. Sjálf þekki ég fólk sem hefur lent í slíkum tjónum og fór þannig að þau gátu ekki búið inni á heimilinu sínu í nokkrar vikur á meðan verið var að laga skemmdir en þau voru sem betur fer með húseigendatryggingu. En hér erum við bara búin að tala um eignina sjálfa. Hvað með alla hlutina? Það er algengt að fólk telji sig ekki hafa þörf fyrir að tryggja innbúið sitt. Helst vegna þess að það telur það ekki vera mikils virði, bara nokkrar mublur úr sænskri húsgagnaverslun. En þar liggur misskilningurinn. Innbú er auðvitað ekki bara stóru húsgögnin heldur allt sem þú myndir taka með þér ef þú myndir flytja. Hver einasta flík í skápnum, skópörin, borðbúnaður, allur eldhúsbúnaður, maturinn í skápunum, sængur, rúm og hver einasti púði, sjónvarpið, leikjatölvan og öll hin raftækin. Þetta er allt sem þú átt – allt sem þú þyrftir að kaupa ef allt hyrfi á einni nóttu. Ef þú átt eitthvað af því sem ég taldi upp, eigið heimili, þá mæli ég með að vera með heimilistrygginguna – hvort sem þú átt fasteignina eða ekki. Ef það allra versta gerist Þegar þú ert orðinn lántakandi upp á tugi milljóna þarftu að vera viss um að geta staðið undir þeim skuldbindingum. Öruggar tekjur þarf til að reikningsdæmið gangi hreinlega upp. Þess vegna skiptir jafnmiklu máli að tryggja okkur sjálf, rétt eins og eigur okkar. Líf- og sjúkdómatryggingar eru hugsaðar til að grípa þig og ástvini þína ef það versta gerist. Ef þú veikist alvarlega og getur þar af leiðandi ekki unnið, hleypur sjúkdómatryggingin undir bagga svo þú getir einbeitt þér að því að ná upp heilsunni. Líftryggingin er svo hugsuð til að grípa ástvini þína, svo þau standi ekki uppi með miklar skuldbindingar eins og fasteignalán, auk þess að hjálpa þeim sem eru að ganga í gegnum erfiða tíma. Ég fer nánar yfir allt saman, á mannamáli, á sameiginlegum fræðslufundi VÍS og Íslandsbanka þann 2. júní í Norðurturni. Heiti fundarins er „Hvað viltu vita? Íbúðalán og tryggingar við fyrstu kaup“ þar sem farið verður yfir það helsta sem þú þarft að vita þegar þú kaupir þína fyrstu eign, hvað bíður þín og hvernig þú tryggir þig rétt. Höfundur greinar er sérfræðingur í þjónustuupplifun hjá VÍS og þar áður þjónusturáðgjafi í einstaklingsviðskiptum.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar