Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar 28. maí 2025 14:31 Við lifum á tímum ótrúlegrar ofgnóttar. Meira að segja hér á Íslandi, á þessari afskekktu og vindblásnu eyju, höfum við aðgang að öllu því sem hugurinn girnist. Föt frá París, raftæki frá Bandaríkjunum, húsgögn frá Svíþjóð, húðvörur frá Suður Kóreu. Ef okkur langar í eitthvað þá tekur það innan við mínútu að panta eða finna hvert við getum sótt það. Það er í raun blessun að hafa frelsið til að velja úr svona miklu. Mikil þægindi koma með vörufjöldanum. En öllu þessu vali fylgir mikilvæg spurning: Nú þegar við getum eignast hvað sem er, þurfum við þá virkilega á öllu þessu að halda? Uppfylla allar þessar vörur þörfum okkar? Veita þessir valkostir okkur hugarró? Við fyllum heimilin okkar af hlutum: rafmagnstæki, húsgögn, snyrtivörur og föt fyrir hverja árstíð og hvert skap. Geymslur fyllast. Bílskúrar flæða yfir. Samt höldum við áfram að kaupa, eins og næsti hluturinn verði sá rétti, sá sem loksins lætur okkur finna fullnægju í lífinu. Stundum kaupum við til að gleðja aðra. Stundum til að upplifa öryggi, dugnað eða stjórn. En oft kemur löngunin frá dýpri stað: frá hljóðlátum óþægindum, tilfinningu um að vera ekki nóg eða eiga ekki nóg, til þess einfaldlega að líða betur í augnablikinu. Kaldhæðnin er sú að því meira sem við eigum því meira þurfum við að sjá um. Við höfum þá meira til að þrífa, geyma, laga og muna eftir og eftir situr minna rými og minni ró. Fleiri ákvarðanir og meiri hávaði. Þeir sem hafa tileinkað sér einfaldara líf og lagt áherslu á það sem þeim finnst virkilega skipta máli segja að minna sé meira. Þeir tala um skýrari hug, hversu auðvelt það er að halda heimilinu hreinu og þeim létti sem fylgir því að þurfa ekki lengur að elta það næsta. Það býr friður og gleði á einföldu heimili. Friður og gleði í að eiga færri föt en elska hverja einustu flík. Skoðaðu til dæmis hugmyndina um „capsule wardrobe“. Það sparar tíma, pláss og orku frá því að þurfa sífellt að hugsa „hvað á ég að fara í?“. Vellíðan finnst einfaldlega ekki í innkaupakerrum eða sendingarkössum. Innst inni vitum við þetta nú þegar. Athugaðu bara hvað gerist á sólríkum degi. Tölvupóstar gleymast. Dagskráin fellur niður. Fólk leitar í fjöllin, skóga, á næsta græna svæði eða út á sólríkan pall. Við sprettum út eins og kýr að vori en ekki í verslunarmiðstöðvar eða útsölur. Við leitum að því sem aðeins náttúran getur veitt: sólarljós sem lyftir skapinu, kyrrð sem skýrir hugann og ferskt loft sem róar taugakerfið. Það innra jafnvægi sem við reynum oft að kaupa en finnum aldrei. Við finnum það ekki í pökkum, heldur úti. Þegar við stígum út og hreyfum okkur endurnærist líkaminn og hugurinn róast. Kannski næst þegar löngunin kemur til að kaupa eitthvað getum við stoppað og spurt okkur: “Hverju sækist ég raunverulega eftir? Vantar mig þetta virkilega? Mun þetta gleðja mig til lengri tíma?” Þetta snýst ekki um sektarkennd eða fórnir. Heldur um að vera vakandi og velja af ásetningi. Að lifa með aðeins meira rými, svo við höfum pláss fyrir frið, fegurð og allt það sem skiptir raunverulega máli. Minna snýst ekki um að missa af. Heldur að loksins skilja að maður hefur nóg. Höfundur er meðstjórnandi hringrásarnefndar Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum ótrúlegrar ofgnóttar. Meira að segja hér á Íslandi, á þessari afskekktu og vindblásnu eyju, höfum við aðgang að öllu því sem hugurinn girnist. Föt frá París, raftæki frá Bandaríkjunum, húsgögn frá Svíþjóð, húðvörur frá Suður Kóreu. Ef okkur langar í eitthvað þá tekur það innan við mínútu að panta eða finna hvert við getum sótt það. Það er í raun blessun að hafa frelsið til að velja úr svona miklu. Mikil þægindi koma með vörufjöldanum. En öllu þessu vali fylgir mikilvæg spurning: Nú þegar við getum eignast hvað sem er, þurfum við þá virkilega á öllu þessu að halda? Uppfylla allar þessar vörur þörfum okkar? Veita þessir valkostir okkur hugarró? Við fyllum heimilin okkar af hlutum: rafmagnstæki, húsgögn, snyrtivörur og föt fyrir hverja árstíð og hvert skap. Geymslur fyllast. Bílskúrar flæða yfir. Samt höldum við áfram að kaupa, eins og næsti hluturinn verði sá rétti, sá sem loksins lætur okkur finna fullnægju í lífinu. Stundum kaupum við til að gleðja aðra. Stundum til að upplifa öryggi, dugnað eða stjórn. En oft kemur löngunin frá dýpri stað: frá hljóðlátum óþægindum, tilfinningu um að vera ekki nóg eða eiga ekki nóg, til þess einfaldlega að líða betur í augnablikinu. Kaldhæðnin er sú að því meira sem við eigum því meira þurfum við að sjá um. Við höfum þá meira til að þrífa, geyma, laga og muna eftir og eftir situr minna rými og minni ró. Fleiri ákvarðanir og meiri hávaði. Þeir sem hafa tileinkað sér einfaldara líf og lagt áherslu á það sem þeim finnst virkilega skipta máli segja að minna sé meira. Þeir tala um skýrari hug, hversu auðvelt það er að halda heimilinu hreinu og þeim létti sem fylgir því að þurfa ekki lengur að elta það næsta. Það býr friður og gleði á einföldu heimili. Friður og gleði í að eiga færri föt en elska hverja einustu flík. Skoðaðu til dæmis hugmyndina um „capsule wardrobe“. Það sparar tíma, pláss og orku frá því að þurfa sífellt að hugsa „hvað á ég að fara í?“. Vellíðan finnst einfaldlega ekki í innkaupakerrum eða sendingarkössum. Innst inni vitum við þetta nú þegar. Athugaðu bara hvað gerist á sólríkum degi. Tölvupóstar gleymast. Dagskráin fellur niður. Fólk leitar í fjöllin, skóga, á næsta græna svæði eða út á sólríkan pall. Við sprettum út eins og kýr að vori en ekki í verslunarmiðstöðvar eða útsölur. Við leitum að því sem aðeins náttúran getur veitt: sólarljós sem lyftir skapinu, kyrrð sem skýrir hugann og ferskt loft sem róar taugakerfið. Það innra jafnvægi sem við reynum oft að kaupa en finnum aldrei. Við finnum það ekki í pökkum, heldur úti. Þegar við stígum út og hreyfum okkur endurnærist líkaminn og hugurinn róast. Kannski næst þegar löngunin kemur til að kaupa eitthvað getum við stoppað og spurt okkur: “Hverju sækist ég raunverulega eftir? Vantar mig þetta virkilega? Mun þetta gleðja mig til lengri tíma?” Þetta snýst ekki um sektarkennd eða fórnir. Heldur um að vera vakandi og velja af ásetningi. Að lifa með aðeins meira rými, svo við höfum pláss fyrir frið, fegurð og allt það sem skiptir raunverulega máli. Minna snýst ekki um að missa af. Heldur að loksins skilja að maður hefur nóg. Höfundur er meðstjórnandi hringrásarnefndar Ungra umhverfissinna.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun