Shein ginni neytendur til skyndikaupa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. maí 2025 16:24 Shein hefur fengið skammir frá Evrópusambandinu. GETTY/Mike Kemp Neytendayfirvöld í Evrópu og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa hafa tilkynnt kínverska netverslunarrisanum Shein að hann brjóti í bága við fjölmörg neytendaverndarlög sambandsins. Yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu segir þetta enn eina áminninguna til neytenda um að vara sig á verslunum sem þessum. Neytendayfirvöld í Belgíu, Frakklandi, Írlandi og Hollandi (CPC), með samræmingu frá framkvæmdastjórn ESB, hafa netverslunina til rannsóknar. Óskað hafi verið eftir frekari upplýsingum frá Shein í þágu rannsóknarinnar og því beint til hennar að aðlaga viðskiptahætti sína að löggjöf ESB. „Þarna hafa stofnanir um alla Evrópu verið að fá kvartanir um það að viðskiptahættir séu athugasemdaverðir. Þarna er samstarfsnetið í heild sinni að skoða vefsíðuna og fara í viðræður við fyrirtækið um úrbætur sem virðist þurfa að gera á síðunni til að réttindi neytenda séu virt,“ segir Matthildur Sveinsdóttir yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu. Oft sé verið að ginna neytendur í kaup. „Þetta snýst um það að það er verið að veita upplýsingar um afslætti sem eru mögulega ekki réttir, það eru ekki veittar upplýsingar um fyrra vöruverð ef lækkanir eru kynntar. Það er verið að láta þig halda að þú sért að fá einhvern svaka ávinning eða græða við kaupin. Þetta er allt til þess gert að hvetja þig til að taka einhverja skyndiákvörðun um kaupin.“ Oft sé ekki verið að veita réttar upplýsingar um rétt kaupenda til að falla frá samningi, ekki verið að svara erindum ef neytendur kvarta og vilja skila vöru og svo framvegis. Neytendastofa er ekki að skoða þessi mál en Matthildur segir eflaust að þessum viðskiptaháttum sé einnig beitt hér og hvetur fólk til að hafa varann á. Bæði Shein og Temu hafa verið til skoðunar hérlendis, bæði vegna þess að föt hafa mælst eitruð, umhverfisfótspor þeirra er mikið og vörurnar geta beinlínis verið hættulegar. „Þessar aðgerðir í Evrópu munu óhjákvæmilega hafa áhrif líka á neytendur hér á Íslandi. Það er mjög gott að þú minnist á vöruöryggi. Það hefur áhyggjur líka, að neytendur ´seu meðvitaðir um hvað þeir eru að kaupa, hvað er í þessum vörum,“ segir Matthildur Sveinsdóttir. Neytendur Verslun Tíska og hönnun Evrópusambandið Tengdar fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Umhverfisráðherra boðar aðgerðir gegn kínversku verslunarrisunum Temu og Shein. Það sé ólíðandi að vörur sem innihalda skaðleg efni séu fluttar inn til landsins í bílförmum. Til skoðunar er að gera greiðslumiðlunarfyriræki eða flutningsfyrirtæki ábyrg og takmarka þannig innflutning 11. maí 2025 18:57 Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Kínverskir markaðsrisar líkt og Temu og Shein hika ekki við að selja föt sem í eru skaðleg efni. Mastersnemi í líf- og læknavísindum segir það sérstakt áhyggjuefni hvað varðar börn og segist neminn óttast að fólk versli jólagjafir á síðunum. 3. september 2024 10:18 Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Neytendayfirvöld í Belgíu, Frakklandi, Írlandi og Hollandi (CPC), með samræmingu frá framkvæmdastjórn ESB, hafa netverslunina til rannsóknar. Óskað hafi verið eftir frekari upplýsingum frá Shein í þágu rannsóknarinnar og því beint til hennar að aðlaga viðskiptahætti sína að löggjöf ESB. „Þarna hafa stofnanir um alla Evrópu verið að fá kvartanir um það að viðskiptahættir séu athugasemdaverðir. Þarna er samstarfsnetið í heild sinni að skoða vefsíðuna og fara í viðræður við fyrirtækið um úrbætur sem virðist þurfa að gera á síðunni til að réttindi neytenda séu virt,“ segir Matthildur Sveinsdóttir yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu. Oft sé verið að ginna neytendur í kaup. „Þetta snýst um það að það er verið að veita upplýsingar um afslætti sem eru mögulega ekki réttir, það eru ekki veittar upplýsingar um fyrra vöruverð ef lækkanir eru kynntar. Það er verið að láta þig halda að þú sért að fá einhvern svaka ávinning eða græða við kaupin. Þetta er allt til þess gert að hvetja þig til að taka einhverja skyndiákvörðun um kaupin.“ Oft sé ekki verið að veita réttar upplýsingar um rétt kaupenda til að falla frá samningi, ekki verið að svara erindum ef neytendur kvarta og vilja skila vöru og svo framvegis. Neytendastofa er ekki að skoða þessi mál en Matthildur segir eflaust að þessum viðskiptaháttum sé einnig beitt hér og hvetur fólk til að hafa varann á. Bæði Shein og Temu hafa verið til skoðunar hérlendis, bæði vegna þess að föt hafa mælst eitruð, umhverfisfótspor þeirra er mikið og vörurnar geta beinlínis verið hættulegar. „Þessar aðgerðir í Evrópu munu óhjákvæmilega hafa áhrif líka á neytendur hér á Íslandi. Það er mjög gott að þú minnist á vöruöryggi. Það hefur áhyggjur líka, að neytendur ´seu meðvitaðir um hvað þeir eru að kaupa, hvað er í þessum vörum,“ segir Matthildur Sveinsdóttir.
Neytendur Verslun Tíska og hönnun Evrópusambandið Tengdar fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Umhverfisráðherra boðar aðgerðir gegn kínversku verslunarrisunum Temu og Shein. Það sé ólíðandi að vörur sem innihalda skaðleg efni séu fluttar inn til landsins í bílförmum. Til skoðunar er að gera greiðslumiðlunarfyriræki eða flutningsfyrirtæki ábyrg og takmarka þannig innflutning 11. maí 2025 18:57 Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Kínverskir markaðsrisar líkt og Temu og Shein hika ekki við að selja föt sem í eru skaðleg efni. Mastersnemi í líf- og læknavísindum segir það sérstakt áhyggjuefni hvað varðar börn og segist neminn óttast að fólk versli jólagjafir á síðunum. 3. september 2024 10:18 Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Umhverfisráðherra boðar aðgerðir gegn kínversku verslunarrisunum Temu og Shein. Það sé ólíðandi að vörur sem innihalda skaðleg efni séu fluttar inn til landsins í bílförmum. Til skoðunar er að gera greiðslumiðlunarfyriræki eða flutningsfyrirtæki ábyrg og takmarka þannig innflutning 11. maí 2025 18:57
Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Kínverskir markaðsrisar líkt og Temu og Shein hika ekki við að selja föt sem í eru skaðleg efni. Mastersnemi í líf- og læknavísindum segir það sérstakt áhyggjuefni hvað varðar börn og segist neminn óttast að fólk versli jólagjafir á síðunum. 3. september 2024 10:18