Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson skrifar 29. maí 2025 17:01 Stórstraumsfjara og netlög Fyrsta stórstraumsfjara við landið hefur verið mæld. Náttúrufræðistofnun mældi á dögunum stórstraumsfjöruborð í Selstaða- og Sörlastaðavík í Seyðisfirði. Enginn fréttaflutningur hefur verið af niðurstöðum þessara mælinga. E.t.v. er það af því að niðurstaða þeirra kemur sér illa fyrir sjókvíaeldisfyrirtækið Kaldvík. Fyrirtækið hefur hingað til verið duglegt að koma sér í fréttir um að nú sé niðurstaða komin í málið, og engin fyrirstaða sé fyrir því að MAST geti gefið út rekstrarleyfi í Seyðisfirði. Niðurstaða Náttúrufræðistofu er sú að eldissvæði og eldisstöðvar bæði í Selstaða- og Sörlastaðavík eru inni í netlögum og brjóta þar með á lögvörðum eignarétti landeigenda. Raunar þurfa eldisstöðvarnar að færast 150 m frá netlögum til að uppfylla skilyrði um veiðibann skv. 35. grein fiskeldisreglugerðar nr. 540/2020. Byggingarleyfi á að fylgja umsókn fyrirtækisins um rekstrar- og starfsleyfi en gerði það ekki. Útreikningar Náttúrufræðistofnunar á staðsetningu netlaga og gögn Eflu um hnit eldisstöðva í Seyðisfirði sýna að ekki er hægt að fá byggingarleyfi fyrir stöðvarnar. HMS vildi ekki og gat ekki haldið áfram með byggingarleyfisumsókn Kaldvíkur fyrr en mælingar á stórstraumsfjöruborði lægju fyrir. Nú þegar mælingar liggja fyrir svarar HMS fyrirspurn VÁ um afgreiðslu málsins á þennan veg: „Málið verður ekki afgreitt frekar þar til fyrir liggur hvort umsækjendur ætli að halda áfram með umsóknina.“ HMS er ráðþrota. Hvernig í ósköpunum á Kaldvík að geta haldið áfram með umsóknina þegar stórstraumsfjara hefur verið mæld og augljóst að sjókvíaeldisstöðvar eru inni á netlögum landeigenda. Á heimasíðu HMS er þessi frétt frá 13. febrúar 2024, Hún er birt hér í heild sinni: Tilkynning um breytta stjórnsýsluframkvæmd vegna byggingarleyfisskyldra sjókvía utan netlaga „Húsnæðis- og mannvirkjastofnun tilkynnir hér með um breytta stjórnsýsluframkvæmd vegna veitingar byggingarleyfa fyrir sjókvíar sem teljast mannvirki í skilningu laga um mannvirki nr. 160/2010, og eru utan netlaga. Frá og með 15. febrúar 2024 verður gerð krafa um byggingarleyfi vegna nýrra byggingarleyfisskyldra sjókvía sem rekstraraðilar hyggjast setja niður utan netlaga. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur haft til skoðunar að hvaða marki sjókvíar séu byggingarleyfisskyld mannvirki og hvernig framkvæmd við leyfisveitingu hins opinbera vegna sjókvíaeldis hefur verið háttað með tilliti til þess. Það er mat Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að sjókvíar sem teljast hafa fasta staðsetningu séu byggingarleyfisskyld mannvirki skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010. Þrátt fyrir það hefur framkvæmdin verið sú að rekstrar- og starfsleyfi hafa verið veitt fyrir fiskeldi í sjókvíum þó svo að byggingarleyfis hafi ekki verið aflað fyrir sjókvíar líkt og áskilið er í 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og 2.3.1. gr. í byggingarreglugerð nr. 112/2010, sbr. einnig 6. tölulið 1. mgr. 12. gr. reglugerðar nr. 540/2020 um fiskeldi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp tvo úrskurði í lok árs 2022 þar sem m.a. var fjallað um hvort sjókvíar gætu talist til mannvirkja. Í niðurstöðu nefndarinnar kom eftirfarandi fram: Telja verður að botnföst mannvirki í sjó, svo sem fastar fiskeldiskvíar og tengd mannvirki, fóðurprammar og/eða aðstöðuhús á flotkví teljist til mannvirkja skv. 4. gr. laga nr. 132/1999, en mannvirki á eða í hafi, vötnum og ám sem hafa fasta staðsetningu teljast til mannvirkja skv. 13. tölul. 3. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Með úrskurðunum var eytt þeirri réttaróvissu sem mögulega hafði ríkt um það hvort sjókvíar teldust byggingarleyfisskyld mannvirki. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir byggingarleyfi vegna mannvirkja sem eru byggingarleyfisskyld samkvæmt lögum um mannvirki og eru utan sveitarfélagamarka. Á það m.a. við um mannvirki á hafi utan netlaga. Stofnunin hefur að undanförnu unnið að því að útfæra ferla við leyfisveitingu vegna umsókna um byggingarleyfi fyrir sjókvíum. Fyrir liggur að sjókvíar eru óhefðbundin mannvirki út frá kröfum í mannvirkjalögum og byggingarreglugerð. Hefðbundnir ferlar eiga illa við og var því nauðsynlegt að móta nýtt verklag við meðferð umsókna. Auk þeirra breytinga sem hér eru tilkynntar á stjórnsýsluframkvæmd við veitingu byggingarleyfa vegna sjókvía vill Húsnæðis- og mannvirkjastofnun upplýsa um að nú sé unnið að samantekt upplýsinga um sjókvíar sem settar hafa verið niður án þess að byggingarleyfis hafi verið aflað í upphafi. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um málsmeðferðina og verður niðurstaða þar um kynnt opinberlega þegar hún liggur fyrir.” Samantekt úr frétt Frétt HMS er um breytta stjórnsýsluframkvæmd og maður spyr sig. Af hverju í ósköpunum er HMS ráðþrota og bíður eftir því hvort fyrirtækið ætlar að halda áfram með umsóknina, í stað þess að taka ákvörðun, og hafna byggingarleyfi þar sem sjókvíaeldið fer inn á netlög og þarf auk þess að vera 150 m frá netlögum skv. reglugerð um fiskeldi? Í fréttinni kemur skýrt fram: „Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir byggingarleyfi vegna mannvirkja sem eru byggingarleyfisskyld samkvæmt lögum um mannvirki og eru utan sveitarfélagamarka. Á það m.a. við um mannvirki á hafi utan netlaga.“ HMS verður að taka afstöðu til umsóknar um byggingarleyfi vegna sjókvíaeldis. Það er ekki hlutverk byggingarfulltrúa sveitarfélaga að taka við og afgreiða slíkar umsóknir . Það er ljóst skv. mælingum á stórstraumsfjöru og hnitum Eflu fyrir sjókvíaeldisstöðvar Kaldvíkur, að stöðvarnar eru innan netlaga og á helgunarsvæði Farice-1 strengsins. Byggingarleyfi er ekki gefið út á lóðum annarra og umsókn Kaldvíkur er augljóslega ekki hæf til byggingarleyfis og engin ástæða til að bíða eftir viðbrögðum fyrirtækisins. Álit Umboðsmanns Alþingis Álit umboðsmanns um brot á meginreglu stjórnsýsluréttar vegna vanhæfis starfsmanns við samþykkt strandsvæðaskipulags liggur fyrir, og beindi umboðsmaður því til Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins að meta áhrif vanhæfisins á strandsvæðaskipulagið. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra fær stórt verkefni til meðferðar og ákvörðunartöku frá fyrri ríkisstjórn. Skipulagsmál eru í molum á Aust- og Vestfjörðum, því sami starfsmaður vann að gerð strandsvæðaskipulagsins hjá Skipulagsstofnun og kynningu þess í innviðaráðuneytinu fyrir bæði landsvæðin. Þ.e.a.s. á tveimur stjórnsýslustigum málsins. Hjá HMS eru byggingarleyfi utan netlaga í algjöru ólagi, því ekkert liggur fyrir hvernig á að fara með gömul rekstrar- og starfsleyfi án byggingarleyfa. Eina nýja sjókvíaeldisstöðin, sem hefur fengið byggingarleyfi, er við Sandeyri á Snæfjallaströnd. Eldisstöðin er í hvítum ljósgeira Óshólavita og engar mælingar á stórstraumsfjöruborði hafa verið gerðar þar og netlög því óskilgreind. Landeigandi er með dómsmál í undirbúningi. Inga Sæland er lögfræðingur og svaraði vel á Alþingi á dögunum í óundirbúnum fyrirspurnum um álit Umboðsmanns alþingis: „Ef við höfum ekki gert hlutina nákvæmlega samkvæmt orðanna hljóðan og eftir öllum lagarömmum þá einfaldlega leiðréttum við hlutina í samræmi við það.“ Ríkisstjórnin og Inga eru að gera margt vel og eru með nýja sýn á ýmis mál. Opið sjókvíaeldi er eitt af þeim málum, sem þarf nýja sýn og breytta stefnu. Það þarf að vernda náttúruna og vistkerfið allt. Rúm 65% þjóðarinnar eru á móti opnu sjókvíaeldi og kalla eftir breytingum. Sjókvíaeldi í núverandi mynd er tímaskekkja og ólögmætt. Stöndum vörð um almannahagsmuni en ekki sérhagsmuni. Höfundur er félagsmaður í VÁ félagi um vernd fjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Sjókvíaeldi Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stórstraumsfjara og netlög Fyrsta stórstraumsfjara við landið hefur verið mæld. Náttúrufræðistofnun mældi á dögunum stórstraumsfjöruborð í Selstaða- og Sörlastaðavík í Seyðisfirði. Enginn fréttaflutningur hefur verið af niðurstöðum þessara mælinga. E.t.v. er það af því að niðurstaða þeirra kemur sér illa fyrir sjókvíaeldisfyrirtækið Kaldvík. Fyrirtækið hefur hingað til verið duglegt að koma sér í fréttir um að nú sé niðurstaða komin í málið, og engin fyrirstaða sé fyrir því að MAST geti gefið út rekstrarleyfi í Seyðisfirði. Niðurstaða Náttúrufræðistofu er sú að eldissvæði og eldisstöðvar bæði í Selstaða- og Sörlastaðavík eru inni í netlögum og brjóta þar með á lögvörðum eignarétti landeigenda. Raunar þurfa eldisstöðvarnar að færast 150 m frá netlögum til að uppfylla skilyrði um veiðibann skv. 35. grein fiskeldisreglugerðar nr. 540/2020. Byggingarleyfi á að fylgja umsókn fyrirtækisins um rekstrar- og starfsleyfi en gerði það ekki. Útreikningar Náttúrufræðistofnunar á staðsetningu netlaga og gögn Eflu um hnit eldisstöðva í Seyðisfirði sýna að ekki er hægt að fá byggingarleyfi fyrir stöðvarnar. HMS vildi ekki og gat ekki haldið áfram með byggingarleyfisumsókn Kaldvíkur fyrr en mælingar á stórstraumsfjöruborði lægju fyrir. Nú þegar mælingar liggja fyrir svarar HMS fyrirspurn VÁ um afgreiðslu málsins á þennan veg: „Málið verður ekki afgreitt frekar þar til fyrir liggur hvort umsækjendur ætli að halda áfram með umsóknina.“ HMS er ráðþrota. Hvernig í ósköpunum á Kaldvík að geta haldið áfram með umsóknina þegar stórstraumsfjara hefur verið mæld og augljóst að sjókvíaeldisstöðvar eru inni á netlögum landeigenda. Á heimasíðu HMS er þessi frétt frá 13. febrúar 2024, Hún er birt hér í heild sinni: Tilkynning um breytta stjórnsýsluframkvæmd vegna byggingarleyfisskyldra sjókvía utan netlaga „Húsnæðis- og mannvirkjastofnun tilkynnir hér með um breytta stjórnsýsluframkvæmd vegna veitingar byggingarleyfa fyrir sjókvíar sem teljast mannvirki í skilningu laga um mannvirki nr. 160/2010, og eru utan netlaga. Frá og með 15. febrúar 2024 verður gerð krafa um byggingarleyfi vegna nýrra byggingarleyfisskyldra sjókvía sem rekstraraðilar hyggjast setja niður utan netlaga. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur haft til skoðunar að hvaða marki sjókvíar séu byggingarleyfisskyld mannvirki og hvernig framkvæmd við leyfisveitingu hins opinbera vegna sjókvíaeldis hefur verið háttað með tilliti til þess. Það er mat Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að sjókvíar sem teljast hafa fasta staðsetningu séu byggingarleyfisskyld mannvirki skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010. Þrátt fyrir það hefur framkvæmdin verið sú að rekstrar- og starfsleyfi hafa verið veitt fyrir fiskeldi í sjókvíum þó svo að byggingarleyfis hafi ekki verið aflað fyrir sjókvíar líkt og áskilið er í 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og 2.3.1. gr. í byggingarreglugerð nr. 112/2010, sbr. einnig 6. tölulið 1. mgr. 12. gr. reglugerðar nr. 540/2020 um fiskeldi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp tvo úrskurði í lok árs 2022 þar sem m.a. var fjallað um hvort sjókvíar gætu talist til mannvirkja. Í niðurstöðu nefndarinnar kom eftirfarandi fram: Telja verður að botnföst mannvirki í sjó, svo sem fastar fiskeldiskvíar og tengd mannvirki, fóðurprammar og/eða aðstöðuhús á flotkví teljist til mannvirkja skv. 4. gr. laga nr. 132/1999, en mannvirki á eða í hafi, vötnum og ám sem hafa fasta staðsetningu teljast til mannvirkja skv. 13. tölul. 3. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Með úrskurðunum var eytt þeirri réttaróvissu sem mögulega hafði ríkt um það hvort sjókvíar teldust byggingarleyfisskyld mannvirki. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir byggingarleyfi vegna mannvirkja sem eru byggingarleyfisskyld samkvæmt lögum um mannvirki og eru utan sveitarfélagamarka. Á það m.a. við um mannvirki á hafi utan netlaga. Stofnunin hefur að undanförnu unnið að því að útfæra ferla við leyfisveitingu vegna umsókna um byggingarleyfi fyrir sjókvíum. Fyrir liggur að sjókvíar eru óhefðbundin mannvirki út frá kröfum í mannvirkjalögum og byggingarreglugerð. Hefðbundnir ferlar eiga illa við og var því nauðsynlegt að móta nýtt verklag við meðferð umsókna. Auk þeirra breytinga sem hér eru tilkynntar á stjórnsýsluframkvæmd við veitingu byggingarleyfa vegna sjókvía vill Húsnæðis- og mannvirkjastofnun upplýsa um að nú sé unnið að samantekt upplýsinga um sjókvíar sem settar hafa verið niður án þess að byggingarleyfis hafi verið aflað í upphafi. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um málsmeðferðina og verður niðurstaða þar um kynnt opinberlega þegar hún liggur fyrir.” Samantekt úr frétt Frétt HMS er um breytta stjórnsýsluframkvæmd og maður spyr sig. Af hverju í ósköpunum er HMS ráðþrota og bíður eftir því hvort fyrirtækið ætlar að halda áfram með umsóknina, í stað þess að taka ákvörðun, og hafna byggingarleyfi þar sem sjókvíaeldið fer inn á netlög og þarf auk þess að vera 150 m frá netlögum skv. reglugerð um fiskeldi? Í fréttinni kemur skýrt fram: „Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir byggingarleyfi vegna mannvirkja sem eru byggingarleyfisskyld samkvæmt lögum um mannvirki og eru utan sveitarfélagamarka. Á það m.a. við um mannvirki á hafi utan netlaga.“ HMS verður að taka afstöðu til umsóknar um byggingarleyfi vegna sjókvíaeldis. Það er ekki hlutverk byggingarfulltrúa sveitarfélaga að taka við og afgreiða slíkar umsóknir . Það er ljóst skv. mælingum á stórstraumsfjöru og hnitum Eflu fyrir sjókvíaeldisstöðvar Kaldvíkur, að stöðvarnar eru innan netlaga og á helgunarsvæði Farice-1 strengsins. Byggingarleyfi er ekki gefið út á lóðum annarra og umsókn Kaldvíkur er augljóslega ekki hæf til byggingarleyfis og engin ástæða til að bíða eftir viðbrögðum fyrirtækisins. Álit Umboðsmanns Alþingis Álit umboðsmanns um brot á meginreglu stjórnsýsluréttar vegna vanhæfis starfsmanns við samþykkt strandsvæðaskipulags liggur fyrir, og beindi umboðsmaður því til Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins að meta áhrif vanhæfisins á strandsvæðaskipulagið. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra fær stórt verkefni til meðferðar og ákvörðunartöku frá fyrri ríkisstjórn. Skipulagsmál eru í molum á Aust- og Vestfjörðum, því sami starfsmaður vann að gerð strandsvæðaskipulagsins hjá Skipulagsstofnun og kynningu þess í innviðaráðuneytinu fyrir bæði landsvæðin. Þ.e.a.s. á tveimur stjórnsýslustigum málsins. Hjá HMS eru byggingarleyfi utan netlaga í algjöru ólagi, því ekkert liggur fyrir hvernig á að fara með gömul rekstrar- og starfsleyfi án byggingarleyfa. Eina nýja sjókvíaeldisstöðin, sem hefur fengið byggingarleyfi, er við Sandeyri á Snæfjallaströnd. Eldisstöðin er í hvítum ljósgeira Óshólavita og engar mælingar á stórstraumsfjöruborði hafa verið gerðar þar og netlög því óskilgreind. Landeigandi er með dómsmál í undirbúningi. Inga Sæland er lögfræðingur og svaraði vel á Alþingi á dögunum í óundirbúnum fyrirspurnum um álit Umboðsmanns alþingis: „Ef við höfum ekki gert hlutina nákvæmlega samkvæmt orðanna hljóðan og eftir öllum lagarömmum þá einfaldlega leiðréttum við hlutina í samræmi við það.“ Ríkisstjórnin og Inga eru að gera margt vel og eru með nýja sýn á ýmis mál. Opið sjókvíaeldi er eitt af þeim málum, sem þarf nýja sýn og breytta stefnu. Það þarf að vernda náttúruna og vistkerfið allt. Rúm 65% þjóðarinnar eru á móti opnu sjókvíaeldi og kalla eftir breytingum. Sjókvíaeldi í núverandi mynd er tímaskekkja og ólögmætt. Stöndum vörð um almannahagsmuni en ekki sérhagsmuni. Höfundur er félagsmaður í VÁ félagi um vernd fjarðar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar