Skynsamleg forgangsröðun fjár Ragnhildur Jónsdóttir skrifar 30. maí 2025 15:32 Skynsemin segir okkur að það sé betra að fyrirbyggja eldsvoða en að slökkva elda með tilheyrandi tjóni. En þegar kemur að heilbrigðiskerfinu hafa stjórnvöld þó ítrekað kosið að fjárfesta í slökkvistarfi fremur en í brunavörnum. Þetta er skiljanlegt að vissu leyti, því þegar mannslífi í neyð er bjargað er árangurinn bæði áþreifanlegur og mælanlegur og mjög auðvelt er að verja þá fjárfestingu. En enginn hefur tölur yfir þau líf sem var bjargað vegna þess að einstaklingar fengu snemmtæka íhlutun, fræðslu, stuðning og tækin til að hlúa að eigin heilsu og velferð. Engar tölur eru til um sjálfsvígið sem aldrei átti sér stað eða hjartaáfallið sem aldrei varð. Þá tekur árangurinn af forvörnum oft mun lengri tíma en eitt kjörtímabil að koma í ljós, jafnvel áratugi. Allt að helmingur heilsufarsútkomna ræðst af fyrirbyggjanlegum þáttum sem unnt er að hafa áhrif á með markvissum aðgerðum. Samt fer aðeins lítið brot af heilbrigðisútgjöldum í að styðja fólk við að breyta lífsháttum til lengri tíma. Aðeins tæp 2% af útgjöldum til heilbrigðismála hér á landi fer í forvarnir en til samanburðar mælir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin með að hlutfallið sé 5% hið minnsta. Til þess að verja heilbrigðiskerfið fyrir áskorunum framtíðarinnar, aukningu langvinnra sjúkdóma samhliða öldrun þjóðarinnar og sívaxandi kostnaði, þarf að hugsa til langs tíma og forgangsraða velferð einstaklinga og andlegri og líkamlegri heilsu þeirra og færast frá viðbrögðum til forvarna. Þannig má best tryggja virka þátttöku sem flestra í samfélaginu sem lengst. En það er ekki nóg að fjárfesta meira í forvörnum heldur þarf að gera það skynsamlega og setja mælikvarða á árangurinn, beita gagnreyndum, vel ígrunduðum og þjóðhagslega arðbærum aðgerðum sem skila raunverulegum árangri fyrir einstaklinga og fyrir samfélagið í heild, áður en í óefni er komið. Ég skora á stjórnvöld að sameinast þvert á flokkslínur um að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í. Það er ekki aðeins fjárhagslega hagkvæmt, það bætir lífsgæði þjóðarinnar og mun koma í veg fyrir fjölda ótímabærra dauðsfalla. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og byggir þessi grein á ræðu hennar sem flutt var á Alþingi þann 21. maí sl. undir dagskrárliðnum Störf þingsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Skynsemin segir okkur að það sé betra að fyrirbyggja eldsvoða en að slökkva elda með tilheyrandi tjóni. En þegar kemur að heilbrigðiskerfinu hafa stjórnvöld þó ítrekað kosið að fjárfesta í slökkvistarfi fremur en í brunavörnum. Þetta er skiljanlegt að vissu leyti, því þegar mannslífi í neyð er bjargað er árangurinn bæði áþreifanlegur og mælanlegur og mjög auðvelt er að verja þá fjárfestingu. En enginn hefur tölur yfir þau líf sem var bjargað vegna þess að einstaklingar fengu snemmtæka íhlutun, fræðslu, stuðning og tækin til að hlúa að eigin heilsu og velferð. Engar tölur eru til um sjálfsvígið sem aldrei átti sér stað eða hjartaáfallið sem aldrei varð. Þá tekur árangurinn af forvörnum oft mun lengri tíma en eitt kjörtímabil að koma í ljós, jafnvel áratugi. Allt að helmingur heilsufarsútkomna ræðst af fyrirbyggjanlegum þáttum sem unnt er að hafa áhrif á með markvissum aðgerðum. Samt fer aðeins lítið brot af heilbrigðisútgjöldum í að styðja fólk við að breyta lífsháttum til lengri tíma. Aðeins tæp 2% af útgjöldum til heilbrigðismála hér á landi fer í forvarnir en til samanburðar mælir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin með að hlutfallið sé 5% hið minnsta. Til þess að verja heilbrigðiskerfið fyrir áskorunum framtíðarinnar, aukningu langvinnra sjúkdóma samhliða öldrun þjóðarinnar og sívaxandi kostnaði, þarf að hugsa til langs tíma og forgangsraða velferð einstaklinga og andlegri og líkamlegri heilsu þeirra og færast frá viðbrögðum til forvarna. Þannig má best tryggja virka þátttöku sem flestra í samfélaginu sem lengst. En það er ekki nóg að fjárfesta meira í forvörnum heldur þarf að gera það skynsamlega og setja mælikvarða á árangurinn, beita gagnreyndum, vel ígrunduðum og þjóðhagslega arðbærum aðgerðum sem skila raunverulegum árangri fyrir einstaklinga og fyrir samfélagið í heild, áður en í óefni er komið. Ég skora á stjórnvöld að sameinast þvert á flokkslínur um að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í. Það er ekki aðeins fjárhagslega hagkvæmt, það bætir lífsgæði þjóðarinnar og mun koma í veg fyrir fjölda ótímabærra dauðsfalla. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og byggir þessi grein á ræðu hennar sem flutt var á Alþingi þann 21. maí sl. undir dagskrárliðnum Störf þingsins.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun