Um þrjátíu drepin í árás nærri dreifingarmiðstöð hjálpargagna Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júní 2025 08:39 Hjálparsamtökum hefur ekki verið leyft að fara með nægilegt magn hjálpargagna inn á Gasa. Varað er við hungursneyð. Myndin er tekin 30. maí í Khan Yunis. Vísir/Getty Allt að þrjátíu voru drepin í árás Ísraelshers nærri dreifingarmiðstöð hjálpargagna í Rafah og tugir voru særð. Þúsundir höfðu safnast saman við dreifingarmiðstöðina þegar skriðdrekum Ísraelshers var ekið að henni og svo hafin skothríð. Á vef BBC er haft eftir Mohammed Ghareeb, blaðamanni í Rafah, að látin og særð hafi legið á jörðinni um langa hríð því viðbragðsaðilar hafi ekki getað nálgast svæðið. Í frétt Reuters um málið segir að dreifingarmiðstöðin sé rekin af Gaza Humanitarian Foundation (GHF) sé nýhafin starfsemi á Gasa og að hún sé studd af ísraelskum yfirvöldum og að stjórnendur í miðstöðinni aðstoði enga sem tengist mögulega Hamas. Um er að ræða aðra árásina á stuttum tíma við miðstöðina. Málið í skoðun Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum, IDF, um árásina kemur fram að þau séu ekki meðvituð um að fólk hafi særst í árás IDF við miðstöðina og að málið sé í skoðun. Árásir Ísraelshers á Gasa eru tíðar. Myndin er tekin í gær af árás sem átti sér stað í norðurhluta Gasa. Vísir/Getty Fjallað var um það í gær að Hamas liðar væru búnir að svara nýrri vopnahléstillögu að hluta. Tillagan var lögð fram af bandarískum embættismönnum og hefur verið samþykkt af ísraelskum stjórnvöldum. Í umfjöllun Reuters kemur fram að samkvæmt tillögunni sé gert ráð fyrir 60 daga vopnahléi, að tugum gísla verði sleppt á Gasa og rúmum þúsund palestínskum föngum í Ísrael auk þess sem gert er ráð fyrir því að hjálparstofnunum verði leyft að fara með hjálpargögn inn á Gasa. Þar hefur verið varað við hungursneyð vegna þess að ísraelsk yfirvöld hleypa þeim ekki inn með gögnin. Hamas svaraði svo tillögunni í gær og sagðist vilja varanlegt vopnahlé og að Ísraelsher yfirgefi Gasaströndin alfarið. Þá samþykkja þeir að sleppa tíu gíslum og afhenda lík 18 til viðbótar í stað lausn palestínskra fanga. Embættismenn í Bandaríkjunum og Ísrael hafa sagt þessa afstöðu Hamas óásættanlega og merki um afturför í viðræðum. Steve Witkoff, sendifulltrúi Bandaríkjanna í Miðausturlöndum, hefur hvatt Hamas til að samþykkja tillöguna sem skref í áttina að varanlegu vopnahléi. Í frétt Guardian um málið segir að í kjölfarið hafi forsætisráðuneyti Ísrael sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýstu því að þau myndu halda aðgerðum sínum áfram á Gasa þar til öllum gíslum hefur verið skilað og Hamas útrýmt og er haft eftir ónefndum embættismanni að stjórnvöld álitu svo að með gagntilboði sínu væru Hamas að hafna tillögunni. Hörð átök hafa staðið nærri sleitulaust frá því í október 2023 þegar Hamas liðar drápu um 1.200 manns í Ísrael og tóku um 250 gísla. Frá þeim tíma hefur Ísraelsher drepið um 54 þúsund Palestínubúa, sært tugi þúsunda og handsamað þúsundir. Vopnahlé tók gildi fyrr á árinu en var rofið í mars. Frá þeim tíma hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum inn á svæðið og hafa allar helstu mannúðarstofnanir heims varað við hungursneyð á svæðinu. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira
Á vef BBC er haft eftir Mohammed Ghareeb, blaðamanni í Rafah, að látin og særð hafi legið á jörðinni um langa hríð því viðbragðsaðilar hafi ekki getað nálgast svæðið. Í frétt Reuters um málið segir að dreifingarmiðstöðin sé rekin af Gaza Humanitarian Foundation (GHF) sé nýhafin starfsemi á Gasa og að hún sé studd af ísraelskum yfirvöldum og að stjórnendur í miðstöðinni aðstoði enga sem tengist mögulega Hamas. Um er að ræða aðra árásina á stuttum tíma við miðstöðina. Málið í skoðun Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum, IDF, um árásina kemur fram að þau séu ekki meðvituð um að fólk hafi særst í árás IDF við miðstöðina og að málið sé í skoðun. Árásir Ísraelshers á Gasa eru tíðar. Myndin er tekin í gær af árás sem átti sér stað í norðurhluta Gasa. Vísir/Getty Fjallað var um það í gær að Hamas liðar væru búnir að svara nýrri vopnahléstillögu að hluta. Tillagan var lögð fram af bandarískum embættismönnum og hefur verið samþykkt af ísraelskum stjórnvöldum. Í umfjöllun Reuters kemur fram að samkvæmt tillögunni sé gert ráð fyrir 60 daga vopnahléi, að tugum gísla verði sleppt á Gasa og rúmum þúsund palestínskum föngum í Ísrael auk þess sem gert er ráð fyrir því að hjálparstofnunum verði leyft að fara með hjálpargögn inn á Gasa. Þar hefur verið varað við hungursneyð vegna þess að ísraelsk yfirvöld hleypa þeim ekki inn með gögnin. Hamas svaraði svo tillögunni í gær og sagðist vilja varanlegt vopnahlé og að Ísraelsher yfirgefi Gasaströndin alfarið. Þá samþykkja þeir að sleppa tíu gíslum og afhenda lík 18 til viðbótar í stað lausn palestínskra fanga. Embættismenn í Bandaríkjunum og Ísrael hafa sagt þessa afstöðu Hamas óásættanlega og merki um afturför í viðræðum. Steve Witkoff, sendifulltrúi Bandaríkjanna í Miðausturlöndum, hefur hvatt Hamas til að samþykkja tillöguna sem skref í áttina að varanlegu vopnahléi. Í frétt Guardian um málið segir að í kjölfarið hafi forsætisráðuneyti Ísrael sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýstu því að þau myndu halda aðgerðum sínum áfram á Gasa þar til öllum gíslum hefur verið skilað og Hamas útrýmt og er haft eftir ónefndum embættismanni að stjórnvöld álitu svo að með gagntilboði sínu væru Hamas að hafna tillögunni. Hörð átök hafa staðið nærri sleitulaust frá því í október 2023 þegar Hamas liðar drápu um 1.200 manns í Ísrael og tóku um 250 gísla. Frá þeim tíma hefur Ísraelsher drepið um 54 þúsund Palestínubúa, sært tugi þúsunda og handsamað þúsundir. Vopnahlé tók gildi fyrr á árinu en var rofið í mars. Frá þeim tíma hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum inn á svæðið og hafa allar helstu mannúðarstofnanir heims varað við hungursneyð á svæðinu.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira