Um þrjátíu drepin í árás nærri dreifingarmiðstöð hjálpargagna Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júní 2025 08:39 Hjálparsamtökum hefur ekki verið leyft að fara með nægilegt magn hjálpargagna inn á Gasa. Varað er við hungursneyð. Myndin er tekin 30. maí í Khan Yunis. Vísir/Getty Allt að þrjátíu voru drepin í árás Ísraelshers nærri dreifingarmiðstöð hjálpargagna í Rafah og tugir voru særð. Þúsundir höfðu safnast saman við dreifingarmiðstöðina þegar skriðdrekum Ísraelshers var ekið að henni og svo hafin skothríð. Á vef BBC er haft eftir Mohammed Ghareeb, blaðamanni í Rafah, að látin og særð hafi legið á jörðinni um langa hríð því viðbragðsaðilar hafi ekki getað nálgast svæðið. Í frétt Reuters um málið segir að dreifingarmiðstöðin sé rekin af Gaza Humanitarian Foundation (GHF) sé nýhafin starfsemi á Gasa og að hún sé studd af ísraelskum yfirvöldum og að stjórnendur í miðstöðinni aðstoði enga sem tengist mögulega Hamas. Um er að ræða aðra árásina á stuttum tíma við miðstöðina. Málið í skoðun Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum, IDF, um árásina kemur fram að þau séu ekki meðvituð um að fólk hafi særst í árás IDF við miðstöðina og að málið sé í skoðun. Árásir Ísraelshers á Gasa eru tíðar. Myndin er tekin í gær af árás sem átti sér stað í norðurhluta Gasa. Vísir/Getty Fjallað var um það í gær að Hamas liðar væru búnir að svara nýrri vopnahléstillögu að hluta. Tillagan var lögð fram af bandarískum embættismönnum og hefur verið samþykkt af ísraelskum stjórnvöldum. Í umfjöllun Reuters kemur fram að samkvæmt tillögunni sé gert ráð fyrir 60 daga vopnahléi, að tugum gísla verði sleppt á Gasa og rúmum þúsund palestínskum föngum í Ísrael auk þess sem gert er ráð fyrir því að hjálparstofnunum verði leyft að fara með hjálpargögn inn á Gasa. Þar hefur verið varað við hungursneyð vegna þess að ísraelsk yfirvöld hleypa þeim ekki inn með gögnin. Hamas svaraði svo tillögunni í gær og sagðist vilja varanlegt vopnahlé og að Ísraelsher yfirgefi Gasaströndin alfarið. Þá samþykkja þeir að sleppa tíu gíslum og afhenda lík 18 til viðbótar í stað lausn palestínskra fanga. Embættismenn í Bandaríkjunum og Ísrael hafa sagt þessa afstöðu Hamas óásættanlega og merki um afturför í viðræðum. Steve Witkoff, sendifulltrúi Bandaríkjanna í Miðausturlöndum, hefur hvatt Hamas til að samþykkja tillöguna sem skref í áttina að varanlegu vopnahléi. Í frétt Guardian um málið segir að í kjölfarið hafi forsætisráðuneyti Ísrael sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýstu því að þau myndu halda aðgerðum sínum áfram á Gasa þar til öllum gíslum hefur verið skilað og Hamas útrýmt og er haft eftir ónefndum embættismanni að stjórnvöld álitu svo að með gagntilboði sínu væru Hamas að hafna tillögunni. Hörð átök hafa staðið nærri sleitulaust frá því í október 2023 þegar Hamas liðar drápu um 1.200 manns í Ísrael og tóku um 250 gísla. Frá þeim tíma hefur Ísraelsher drepið um 54 þúsund Palestínubúa, sært tugi þúsunda og handsamað þúsundir. Vopnahlé tók gildi fyrr á árinu en var rofið í mars. Frá þeim tíma hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum inn á svæðið og hafa allar helstu mannúðarstofnanir heims varað við hungursneyð á svæðinu. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Sjá meira
Á vef BBC er haft eftir Mohammed Ghareeb, blaðamanni í Rafah, að látin og særð hafi legið á jörðinni um langa hríð því viðbragðsaðilar hafi ekki getað nálgast svæðið. Í frétt Reuters um málið segir að dreifingarmiðstöðin sé rekin af Gaza Humanitarian Foundation (GHF) sé nýhafin starfsemi á Gasa og að hún sé studd af ísraelskum yfirvöldum og að stjórnendur í miðstöðinni aðstoði enga sem tengist mögulega Hamas. Um er að ræða aðra árásina á stuttum tíma við miðstöðina. Málið í skoðun Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum, IDF, um árásina kemur fram að þau séu ekki meðvituð um að fólk hafi særst í árás IDF við miðstöðina og að málið sé í skoðun. Árásir Ísraelshers á Gasa eru tíðar. Myndin er tekin í gær af árás sem átti sér stað í norðurhluta Gasa. Vísir/Getty Fjallað var um það í gær að Hamas liðar væru búnir að svara nýrri vopnahléstillögu að hluta. Tillagan var lögð fram af bandarískum embættismönnum og hefur verið samþykkt af ísraelskum stjórnvöldum. Í umfjöllun Reuters kemur fram að samkvæmt tillögunni sé gert ráð fyrir 60 daga vopnahléi, að tugum gísla verði sleppt á Gasa og rúmum þúsund palestínskum föngum í Ísrael auk þess sem gert er ráð fyrir því að hjálparstofnunum verði leyft að fara með hjálpargögn inn á Gasa. Þar hefur verið varað við hungursneyð vegna þess að ísraelsk yfirvöld hleypa þeim ekki inn með gögnin. Hamas svaraði svo tillögunni í gær og sagðist vilja varanlegt vopnahlé og að Ísraelsher yfirgefi Gasaströndin alfarið. Þá samþykkja þeir að sleppa tíu gíslum og afhenda lík 18 til viðbótar í stað lausn palestínskra fanga. Embættismenn í Bandaríkjunum og Ísrael hafa sagt þessa afstöðu Hamas óásættanlega og merki um afturför í viðræðum. Steve Witkoff, sendifulltrúi Bandaríkjanna í Miðausturlöndum, hefur hvatt Hamas til að samþykkja tillöguna sem skref í áttina að varanlegu vopnahléi. Í frétt Guardian um málið segir að í kjölfarið hafi forsætisráðuneyti Ísrael sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýstu því að þau myndu halda aðgerðum sínum áfram á Gasa þar til öllum gíslum hefur verið skilað og Hamas útrýmt og er haft eftir ónefndum embættismanni að stjórnvöld álitu svo að með gagntilboði sínu væru Hamas að hafna tillögunni. Hörð átök hafa staðið nærri sleitulaust frá því í október 2023 þegar Hamas liðar drápu um 1.200 manns í Ísrael og tóku um 250 gísla. Frá þeim tíma hefur Ísraelsher drepið um 54 þúsund Palestínubúa, sært tugi þúsunda og handsamað þúsundir. Vopnahlé tók gildi fyrr á árinu en var rofið í mars. Frá þeim tíma hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum inn á svæðið og hafa allar helstu mannúðarstofnanir heims varað við hungursneyð á svæðinu.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Sjá meira