Hugleiðingar og skoðanaskipti um rasisma og útlendingahatur Ole Anton Bieltvedt skrifar 1. júní 2025 13:31 Ágætur maður og góðkunningi sendi í morgun þessa spurningu inn í umræðuhóp á netinu, sem undirritaður er líka í: „Ég hef fylgst með fréttum af mótmælafundi kynþáttahatara sem fóru fram hér í bænum í dag. Það veldur mér miklum áhyggjum hversu margt fólk virðist hafa mætt. En það sem veldur mér enn meiri áhyggjum er að mér sýnist fréttaflutningur af þessu bera þess nokkuð glögg merki að verið sé að “normalisera” kynþáttahatrið. Það er þó vissulega ekki gert í þessari frétt DV. https://www.dv.is/frettir/2025/5/31/rynt-raedu-brynjars-sem-hjoladi-enn-ny-muslima-samsaeriskenningar-tyrkjaranid-vistarbandid-sjoraeningjar-og-islensk-menning/ Við sjáum þetta hins vegar í fréttum Vísis og Morgunblaðsins. Ég veit að á þessum þræði er mikið af góðu og velviljuðu fólki sem lætur sig málefni samfélagsins varða. Ég spyr, hvað getum við gert til að vinna gegn uppgangi rasisma og útlendingahaturs í okkar góða samfélagi? Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Kveðja, Þorsteinn“. Undirritaður velti fyrir sér spurningunni, hefur reyndar gert það oft áður, og sendi þetta svar inn í umræðuhópinn: „Sæll, Þorsteinn, og sælt veri fólkið. Góð hugleiðing og spurning hjá Þorsteini. Á bak við rasisma stendur fyrst og fremst þjóðerniskennd. Hún byggir mikið á tilfinningum. Á sjálfselsku og eigingirni. Þeim vilja, að halda sem mestu af lífsgæðum fyrir sjálfa sig, ekki deila með öðrum, hvað þá gefa. Þeirra vandi er þeirra mál. Trumpismi. Þetta er mest tilfinning, eðli þessa fólks, ekki skynsemi eða yfirveguð afstaða. Það er erfitt að rökræða við tilfinningalíf manna og þeirra eigingirni eða egóisma. Baráttan gegn rasisma verður í mínum huga að fara fram með því, annars vegar, að sýnt sé fram á, að þessi jörð okkar sé one place, einn staðar, sem við verðum nauðugviljug að deila með okkur, og, hins vegar, að það leynist gott og uppbyggilegt víðar en hjá okkur, og, að skipuleg samvinna geti gagnast okkur öllum og bætt líf og velferð allra. Að annað fólk, útlendingar, gagnist okkur, fylli eyður í okkar samfélagi og lífi, auðgi það, tryggi okkur velferð, sem við hefðum ekki án þeirra. Hvar stæði fiskiðnaður, byggingastarfsemi, heilbrigðisþjónusta og ferðaþjónusta, ef við nytum ekki útlendinga við? Góðar kveðjur á alla góða menn, OAB“. Ágætur lesandi Vísis, hvað finnst þér? Þetta er afar brýn og þýðingarmikil hugleiðing, spurning og umræða. Brýnt að allir velti henni vel fyrir sér og taki afstöðu. Höfundur er samfélagsrýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ágætur maður og góðkunningi sendi í morgun þessa spurningu inn í umræðuhóp á netinu, sem undirritaður er líka í: „Ég hef fylgst með fréttum af mótmælafundi kynþáttahatara sem fóru fram hér í bænum í dag. Það veldur mér miklum áhyggjum hversu margt fólk virðist hafa mætt. En það sem veldur mér enn meiri áhyggjum er að mér sýnist fréttaflutningur af þessu bera þess nokkuð glögg merki að verið sé að “normalisera” kynþáttahatrið. Það er þó vissulega ekki gert í þessari frétt DV. https://www.dv.is/frettir/2025/5/31/rynt-raedu-brynjars-sem-hjoladi-enn-ny-muslima-samsaeriskenningar-tyrkjaranid-vistarbandid-sjoraeningjar-og-islensk-menning/ Við sjáum þetta hins vegar í fréttum Vísis og Morgunblaðsins. Ég veit að á þessum þræði er mikið af góðu og velviljuðu fólki sem lætur sig málefni samfélagsins varða. Ég spyr, hvað getum við gert til að vinna gegn uppgangi rasisma og útlendingahaturs í okkar góða samfélagi? Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Kveðja, Þorsteinn“. Undirritaður velti fyrir sér spurningunni, hefur reyndar gert það oft áður, og sendi þetta svar inn í umræðuhópinn: „Sæll, Þorsteinn, og sælt veri fólkið. Góð hugleiðing og spurning hjá Þorsteini. Á bak við rasisma stendur fyrst og fremst þjóðerniskennd. Hún byggir mikið á tilfinningum. Á sjálfselsku og eigingirni. Þeim vilja, að halda sem mestu af lífsgæðum fyrir sjálfa sig, ekki deila með öðrum, hvað þá gefa. Þeirra vandi er þeirra mál. Trumpismi. Þetta er mest tilfinning, eðli þessa fólks, ekki skynsemi eða yfirveguð afstaða. Það er erfitt að rökræða við tilfinningalíf manna og þeirra eigingirni eða egóisma. Baráttan gegn rasisma verður í mínum huga að fara fram með því, annars vegar, að sýnt sé fram á, að þessi jörð okkar sé one place, einn staðar, sem við verðum nauðugviljug að deila með okkur, og, hins vegar, að það leynist gott og uppbyggilegt víðar en hjá okkur, og, að skipuleg samvinna geti gagnast okkur öllum og bætt líf og velferð allra. Að annað fólk, útlendingar, gagnist okkur, fylli eyður í okkar samfélagi og lífi, auðgi það, tryggi okkur velferð, sem við hefðum ekki án þeirra. Hvar stæði fiskiðnaður, byggingastarfsemi, heilbrigðisþjónusta og ferðaþjónusta, ef við nytum ekki útlendinga við? Góðar kveðjur á alla góða menn, OAB“. Ágætur lesandi Vísis, hvað finnst þér? Þetta er afar brýn og þýðingarmikil hugleiðing, spurning og umræða. Brýnt að allir velti henni vel fyrir sér og taki afstöðu. Höfundur er samfélagsrýnir
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar