Ákall Valdimar Júlíusson skrifar 2. júní 2025 09:32 Áfallið að greinast með krabbamein er nóg fyrir sig – það á ekki að bætast við frestun meðferðar vegna skorts á tækjum. Ríkisstjórnin segist vera verkstjórn, en verk eru það sem fólk sér – ekki orð. Ég bið um það sjálfsagða: Að við sem þjóð tryggjum að allir sem þurfa lífsnauðsynlega meðferð, fái hana – strax. Látum röddina berast. Við getum þetta – saman. ——————————————————— Þegar loforðin fljúga út fyrir landsteinana… en lífið bíður heima. Ríkisstjórnin kallar sig verkstjórn – en verkin eru ekki sýnileg þar sem þeirra er mest þörf. Á meðan forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru meira erlendis en heima, þar sem þær lofa auknum fjárframlögum til erlendra stofnana og verkefna, fáum við þau skilaboð hér heima að ekki sé til fjármagn fyrir lífsnauðsynleg lækningatæki til krabbameinsmeðferðar. ⸻ Frú forsætisráðherra – Kristrún Frostadóttir Eru landar þínir ekki þess virði að fá úrbætur í heilbrigðiskerfinu – í garðinum sem stendur þér næst? Þú virðist sjaldnast vera hér heima – og sýnist kappkosta að sinna því sem er utan landsteinanna. Frú utanríkisráðherra – Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Er virkilega nauðsynlegt að þið báðar séuð stöðugt erlendis að sinna hagsmunum annarra, á meðan landsmenn bíða eftir nauðsynlegri meðferð við krabbameini? Frú félags- og húsnæðismálaráðherra – Inga Sæland Þú sagðir: „Við látum verkin tala.“ En hvar eru verkin þegar kemur að fjárfestingu í tækjum sem bjarga mannslífum? ⸻ Ég spyr: Hvað kosta þessi tæki sem vantar? Hvað kostar að senda sjúkling til útlanda í meðferð? Getur verið að það séu baunateljarar og Excel-skjöl sem ráði för? Hvers virði er eitt mannslíf – í tölum? Og hvað kostar aðskilnaður frá fjölskyldu þegar sjúklingur er sendur í meðferð erlendis – og aðstandendur þurfa að bera þann kostnað sjálfir? ⸻ Kæra þjóð. Ef þau sem hafa völdin sjá ekki neyðina, þá verðum við að stíga fram. Tökum höndum saman – þrýstum á valdhafa, virkjum fjölmiðla, og blásum til þjóðarátaks til að fjármagna tæki sem geta bjargað lífi. Þetta er ekki munaður. Þetta er mannúð. Þetta er nauðsyn. Við getum gert betur. Við verðum að gera betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Áfallið að greinast með krabbamein er nóg fyrir sig – það á ekki að bætast við frestun meðferðar vegna skorts á tækjum. Ríkisstjórnin segist vera verkstjórn, en verk eru það sem fólk sér – ekki orð. Ég bið um það sjálfsagða: Að við sem þjóð tryggjum að allir sem þurfa lífsnauðsynlega meðferð, fái hana – strax. Látum röddina berast. Við getum þetta – saman. ——————————————————— Þegar loforðin fljúga út fyrir landsteinana… en lífið bíður heima. Ríkisstjórnin kallar sig verkstjórn – en verkin eru ekki sýnileg þar sem þeirra er mest þörf. Á meðan forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru meira erlendis en heima, þar sem þær lofa auknum fjárframlögum til erlendra stofnana og verkefna, fáum við þau skilaboð hér heima að ekki sé til fjármagn fyrir lífsnauðsynleg lækningatæki til krabbameinsmeðferðar. ⸻ Frú forsætisráðherra – Kristrún Frostadóttir Eru landar þínir ekki þess virði að fá úrbætur í heilbrigðiskerfinu – í garðinum sem stendur þér næst? Þú virðist sjaldnast vera hér heima – og sýnist kappkosta að sinna því sem er utan landsteinanna. Frú utanríkisráðherra – Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Er virkilega nauðsynlegt að þið báðar séuð stöðugt erlendis að sinna hagsmunum annarra, á meðan landsmenn bíða eftir nauðsynlegri meðferð við krabbameini? Frú félags- og húsnæðismálaráðherra – Inga Sæland Þú sagðir: „Við látum verkin tala.“ En hvar eru verkin þegar kemur að fjárfestingu í tækjum sem bjarga mannslífum? ⸻ Ég spyr: Hvað kosta þessi tæki sem vantar? Hvað kostar að senda sjúkling til útlanda í meðferð? Getur verið að það séu baunateljarar og Excel-skjöl sem ráði för? Hvers virði er eitt mannslíf – í tölum? Og hvað kostar aðskilnaður frá fjölskyldu þegar sjúklingur er sendur í meðferð erlendis – og aðstandendur þurfa að bera þann kostnað sjálfir? ⸻ Kæra þjóð. Ef þau sem hafa völdin sjá ekki neyðina, þá verðum við að stíga fram. Tökum höndum saman – þrýstum á valdhafa, virkjum fjölmiðla, og blásum til þjóðarátaks til að fjármagna tæki sem geta bjargað lífi. Þetta er ekki munaður. Þetta er mannúð. Þetta er nauðsyn. Við getum gert betur. Við verðum að gera betur.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar